Hversu mikils virði er það? Belinda Karlsdóttir skrifar 6. desember 2022 10:01 Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Unglingasmiðjurnar tvær, annars vegar í Breiðholti og hins vegar í Miðbænum, veita stuðning til ungmenna á aldrinum 13-18 ára. Þau eiga það sameiginlegt að upplifa félagslega einangrun, auk þess sem mörg hver glíma við fleiri áskoranir í sínu lífi. Markmiðið með þátttöku í hópastarfi Unglingasmiðjanna er m.a. að efla félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og stuðla að vellíðan. Þar er lögð áhersla á að veita öruggt umhverfi þar sem þau mæta á eigin forsendum, mynda traust með tímanum og fá tækifæri til að vaxa jafnt og þétt á sínum hraða. Það sem við fáum svo gjarnan að sjá er meira öryggi í samskiptum og ákvarðanatöku, aukin vellíðan og virkari þátttaka þeirra í sínu nærumhverfi, félagslega og í tómstundum. Ungmennin sem koma í unglingasmiðjurnar eru jafnan falinn hópur, það fer oft ekki mikið fyrir þeim í skólaumhverfinu og mörg sækja ekki í félagsmiðstöðina í sínu hverfi. Sum hver eru að upplifa það að eiga jákvæð samskipti við jafnaldra í fyrsta sinn í langan tíma, að eignast vini og að tilheyra. Reynslan sýnir okkur hversu mikilvægt það er fyrir þennan hóp ungmenna að eiga einhvern stað, einskonar athvarf, þar sem þau eru samþykkt í hópi jafnaldra, þar sem þátttaka þeirra skiptir hópinn máli og þau fá að skrifa sögu sína upp á nýtt. Mörg þeirra hafa upplifað einelti og er það oft ein ástæða þess að þau sækja ekki í félagsskap í sínu nærumhverfi, hvort sem er í skóla eða félagsmiðstöð. Í gegnum tíðina hafa Unglingasmiðjurnar gegnt mikilvægu hlutverki fyrir fjölmörg ungmenni, á meðan þau byggja upp traust á ný og æfa sig í samskiptum, efla færnina og sjálfstraustið til að takast á við aðstæður í sínu lífi. Að baki þeirrar fjárhæðar sem kostar að halda uppi starfi Unglingasmiðjanna árlega eru einstaklingar, líf þeirra, velferð og framtíðarhorfur. Á þessum árum mótunar, þar sem þau eru svo móttækileg og á sama tíma svo áhrifagjörn og sjálfsmyndin viðkvæm. Þar sem þau þrá hvað einna mest að tilheyra og eiga vini en mæta stöðugt höfnun og hindrunum. Þar sem uppbyggilegur og áhrifaríkur stuðningur skiptir öllu máli, að þau fái öruggt umhverfi sem gefur þeim færi á að treysta á ný og mynda tengsl – fyrir framtíðina. Hugurinn reikar og rifjar upp allar jákvæðu framfarirnar, stórkostlegu breytingarnar, blómstrandi einstaklingana og þau mörgu skipti sem ég hef heyrt frá foreldum sem unglingum að þátttaka þeirra í Unglingasmiðjunum hafi átt þátt í að bjarga lífi þeirra. Hversu mikils virði er það? Ætla að leyfa reynslu fyrrum þjónustunotenda (úr meistararitgerð Sigurlaugar H. Traustadóttur, félagsráðgjafa) að eiga lokaorðið: „Eftir að ég prófaði, þá var þetta bara einn æðislegasti staður sem ég hefði einhvern tíman getað ímyndað mér. Allir svo góðir og tilbúnir að taka á móti manni eins og maður var … þá var maður bara svona lítil fjölskylda sem maður gat treyst öllum og gat talað upphátt án þess að það væri hlegið að manni.“ „Vá ég er ekki sama manneskjan sko. Þegar ég fór þarna inn .. mér leið ógeðslega illa, ég talaði ekki við neinn, átti enga vini. Þegar ég labbaði út, þá var ég ofboðslega leið yfir að þurfa að hætta, en hamingjusöm. Og ég hafði sjálfstraust og ég þorði að tala við fólk, ég átti vini .. eftir að hafa verið í unglingasmiðjunni og fá sjálfstraust og trúa meira á það, að ég eigi rétt skilurðu, þá byrjaði ég að svara fyrir mig þegar mér var strítt.“ „Ég kom náttúrulega út úr því að vera lögð í einelti út í það að vera með vinahóp skilurðu. Ég fór að finna hvað ég get gert og að mér þykir vænt um sjálfa mig. Ég lærði bara smám saman hvað lífið getur verið gott líka. Að eiga góða vini, trausta vini. Það hjálpaði mjög mikið.“ Höfundur er forstöðumaður unglingasmiðjanna Stígs og Traðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Unglingasmiðjurnar tvær, annars vegar í Breiðholti og hins vegar í Miðbænum, veita stuðning til ungmenna á aldrinum 13-18 ára. Þau eiga það sameiginlegt að upplifa félagslega einangrun, auk þess sem mörg hver glíma við fleiri áskoranir í sínu lífi. Markmiðið með þátttöku í hópastarfi Unglingasmiðjanna er m.a. að efla félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og stuðla að vellíðan. Þar er lögð áhersla á að veita öruggt umhverfi þar sem þau mæta á eigin forsendum, mynda traust með tímanum og fá tækifæri til að vaxa jafnt og þétt á sínum hraða. Það sem við fáum svo gjarnan að sjá er meira öryggi í samskiptum og ákvarðanatöku, aukin vellíðan og virkari þátttaka þeirra í sínu nærumhverfi, félagslega og í tómstundum. Ungmennin sem koma í unglingasmiðjurnar eru jafnan falinn hópur, það fer oft ekki mikið fyrir þeim í skólaumhverfinu og mörg sækja ekki í félagsmiðstöðina í sínu hverfi. Sum hver eru að upplifa það að eiga jákvæð samskipti við jafnaldra í fyrsta sinn í langan tíma, að eignast vini og að tilheyra. Reynslan sýnir okkur hversu mikilvægt það er fyrir þennan hóp ungmenna að eiga einhvern stað, einskonar athvarf, þar sem þau eru samþykkt í hópi jafnaldra, þar sem þátttaka þeirra skiptir hópinn máli og þau fá að skrifa sögu sína upp á nýtt. Mörg þeirra hafa upplifað einelti og er það oft ein ástæða þess að þau sækja ekki í félagsskap í sínu nærumhverfi, hvort sem er í skóla eða félagsmiðstöð. Í gegnum tíðina hafa Unglingasmiðjurnar gegnt mikilvægu hlutverki fyrir fjölmörg ungmenni, á meðan þau byggja upp traust á ný og æfa sig í samskiptum, efla færnina og sjálfstraustið til að takast á við aðstæður í sínu lífi. Að baki þeirrar fjárhæðar sem kostar að halda uppi starfi Unglingasmiðjanna árlega eru einstaklingar, líf þeirra, velferð og framtíðarhorfur. Á þessum árum mótunar, þar sem þau eru svo móttækileg og á sama tíma svo áhrifagjörn og sjálfsmyndin viðkvæm. Þar sem þau þrá hvað einna mest að tilheyra og eiga vini en mæta stöðugt höfnun og hindrunum. Þar sem uppbyggilegur og áhrifaríkur stuðningur skiptir öllu máli, að þau fái öruggt umhverfi sem gefur þeim færi á að treysta á ný og mynda tengsl – fyrir framtíðina. Hugurinn reikar og rifjar upp allar jákvæðu framfarirnar, stórkostlegu breytingarnar, blómstrandi einstaklingana og þau mörgu skipti sem ég hef heyrt frá foreldum sem unglingum að þátttaka þeirra í Unglingasmiðjunum hafi átt þátt í að bjarga lífi þeirra. Hversu mikils virði er það? Ætla að leyfa reynslu fyrrum þjónustunotenda (úr meistararitgerð Sigurlaugar H. Traustadóttur, félagsráðgjafa) að eiga lokaorðið: „Eftir að ég prófaði, þá var þetta bara einn æðislegasti staður sem ég hefði einhvern tíman getað ímyndað mér. Allir svo góðir og tilbúnir að taka á móti manni eins og maður var … þá var maður bara svona lítil fjölskylda sem maður gat treyst öllum og gat talað upphátt án þess að það væri hlegið að manni.“ „Vá ég er ekki sama manneskjan sko. Þegar ég fór þarna inn .. mér leið ógeðslega illa, ég talaði ekki við neinn, átti enga vini. Þegar ég labbaði út, þá var ég ofboðslega leið yfir að þurfa að hætta, en hamingjusöm. Og ég hafði sjálfstraust og ég þorði að tala við fólk, ég átti vini .. eftir að hafa verið í unglingasmiðjunni og fá sjálfstraust og trúa meira á það, að ég eigi rétt skilurðu, þá byrjaði ég að svara fyrir mig þegar mér var strítt.“ „Ég kom náttúrulega út úr því að vera lögð í einelti út í það að vera með vinahóp skilurðu. Ég fór að finna hvað ég get gert og að mér þykir vænt um sjálfa mig. Ég lærði bara smám saman hvað lífið getur verið gott líka. Að eiga góða vini, trausta vini. Það hjálpaði mjög mikið.“ Höfundur er forstöðumaður unglingasmiðjanna Stígs og Traðar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun