Krufðu fyrstu rispuhöfrungana sem fundist hafa við Íslandsstrendur Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 11:50 Höfrungarnir fundust innst í Hrútafirði. Helga Dögg Lárusdóttir Tvo rispuhöfrunga rak á land við botn Hrútafjarðar um miðjan júlímánuð. Um er að ræða fyrstu höfrunga sinnar tegundar sem fundist hafa við Ísland. Þeir voru krufnir og verða beinagrindur þeirra varðveittar á Náttúrufræðistofnun. Höfrungarnir voru krufnir af hópi vísindamanna frá Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun, Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði. Annar þeirra hafði komið lifandi í fjöru og ýtt á flot en rak aftur á land. Þá var tekin ákvörðun um að aflífa hann vegna þess hversu veikburða hann var. Hinn höfrungurinn var dauður þegar hann rak á land. Hafrannsóknastofnun lagði mikið upp úr því að safna sem mestum upplýsingum um dýrin. Að sækja hræin í fjöruna var mikil aðgerð en þau voru ekki vel aðgengileg þar sem þau lágu annars vegar undir Markhöfða og hins vegar innst í botni fjarðarins. Sýnum úr dýrunum var safnað fyrir ýmiss verkefni.Svanhildur Egilsdóttir Tegundin nefnist á ensku Risso's dolphin en Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnun leggja til að hún hljóti nafnið rispuhöfrungur þar sem eitt aðaleinkenni hennar er hve rispuð húð dýranna er. Rispuhöfrungar geta verið þrír til fjórir metrar á lengd og allt að fimm hundruð kíló. Þeir eru náskyldir grindhvölum og eru algengir í bæði tempruðum hafsvæðum sem og í hitabeltinu í öllum heimshöfum. Tegundin finnst í nokkuð miklu dýpi, oftast í landgrunnsköntum á fjögur hundruð til þúsund metra dýpi. Hafsvæðið við Ísland er á mörkum þess að vera of kalt fyrir höfrungana, hvað þá fyrir norðan land þar sem höfrungarnir fundust. „Dýrin tvö sem ráku á land í Hrútafirði voru ungur tarfur og kýr, og ekki fullvaxin. Bæði dýrin voru mjög horuð, með mjög þunnt spiklag, og líklegt er að þau hafi örmagnast sökum sultar. Sýnum var safnað fyrir ýmiss verkefni, t.d. fyrir evrópuverkefni um vistfræði miðsjávarlaga sem Hafrannsóknastofnun er hluti af, einnig fyrir rannsókn á vistfræði tannhvala við landið, verkefni á sníkjudýrum í sjávarspendýrum, auk rannsókna á veirum í sjávarspendýrum. Beinagrindur dýranna verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun,“ segir í tilkynningu á vef Hafs og vatns sem fjalla um krufninguna Hvalir Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Höfrungarnir voru krufnir af hópi vísindamanna frá Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun, Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði. Annar þeirra hafði komið lifandi í fjöru og ýtt á flot en rak aftur á land. Þá var tekin ákvörðun um að aflífa hann vegna þess hversu veikburða hann var. Hinn höfrungurinn var dauður þegar hann rak á land. Hafrannsóknastofnun lagði mikið upp úr því að safna sem mestum upplýsingum um dýrin. Að sækja hræin í fjöruna var mikil aðgerð en þau voru ekki vel aðgengileg þar sem þau lágu annars vegar undir Markhöfða og hins vegar innst í botni fjarðarins. Sýnum úr dýrunum var safnað fyrir ýmiss verkefni.Svanhildur Egilsdóttir Tegundin nefnist á ensku Risso's dolphin en Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnun leggja til að hún hljóti nafnið rispuhöfrungur þar sem eitt aðaleinkenni hennar er hve rispuð húð dýranna er. Rispuhöfrungar geta verið þrír til fjórir metrar á lengd og allt að fimm hundruð kíló. Þeir eru náskyldir grindhvölum og eru algengir í bæði tempruðum hafsvæðum sem og í hitabeltinu í öllum heimshöfum. Tegundin finnst í nokkuð miklu dýpi, oftast í landgrunnsköntum á fjögur hundruð til þúsund metra dýpi. Hafsvæðið við Ísland er á mörkum þess að vera of kalt fyrir höfrungana, hvað þá fyrir norðan land þar sem höfrungarnir fundust. „Dýrin tvö sem ráku á land í Hrútafirði voru ungur tarfur og kýr, og ekki fullvaxin. Bæði dýrin voru mjög horuð, með mjög þunnt spiklag, og líklegt er að þau hafi örmagnast sökum sultar. Sýnum var safnað fyrir ýmiss verkefni, t.d. fyrir evrópuverkefni um vistfræði miðsjávarlaga sem Hafrannsóknastofnun er hluti af, einnig fyrir rannsókn á vistfræði tannhvala við landið, verkefni á sníkjudýrum í sjávarspendýrum, auk rannsókna á veirum í sjávarspendýrum. Beinagrindur dýranna verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun,“ segir í tilkynningu á vef Hafs og vatns sem fjalla um krufninguna
Hvalir Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira