Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. desember 2022 13:27 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að staða sumra hópa í samfélaginu séu alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. Vísir/Egill Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. Eftir hádegi hófst fundur samflots iðn- og tæknifólks, VR, LÍV með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að verkalýðshreyfingin hafi lokið mikilli undirbúningsvinnu og að hann sé tilbúinn í viðræður. „Það skýrist vonandi fljótlega hvort það sé samningsvilji til að klára skemmri samning. Og ég get ekki sé að það ætti að taka lengri tíma en daginn í dag og jafnvel morgun að sjá hvort það sé einhver flötur í að reyna að landa þessu.“ Á Facebook í gær sagði Ragnar frá konu á sjötugsaldri sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag því leigan mun hækka um sjötíu og fimm þúsund krónur í byrjun febrúar. Ragnar segir að fólk á leigumarkaði annars vegar og fólk með lán með breytilegum vöxtum hins vegar sé í svo slæmri stöðu að vandinn sé mun stærri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. „Ég get ekki séð annað en að stjórnvöld verði að koma með eitthvað út til þess að við getum bara hreinlega gengið frá kjarasamningi, þetta verður að hanga saman annars náum við aldrei utan um þennan vanda og þessari linnulausu græðgi sem er í gangi í okkar samfélagi sérstaklega hjá ákveðnum leigufélögum og ég tek það fram að það eru ekki öll leigufélög sem haga sér með þessum hætti að það þarf að koma lögum yfir þessa starfsemi fljótt og vel, hvort sem það verði gert með einhverjum neyðaraðgerðum eða slíkt. Ég bara kalla eftir neyðarlögum á starfsemi Ölmu sem gæti þá talað mjög sterkt inn í þá vinnu sem við erum að fara af stað með núna í hádeginu.“ Áttu þá við að þú viljir að einhvers konar leigubremsa verði innleidd? „Já, en það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist mjög harkalega gegn því að lögum verið komið yfir leigumarkaðinn sem gæti þá varnað því að fólk lendi í þessari stöðu eins og hún Brynja að fá á sig hækkun í einu vetfangi upp á sjötíu og fimm þúsund krónur. Til þess að setja það í samhengi þá þarf ég að semja um 133 þúsund króna launahækkun til að standa undir þessum eina kostnaðarauka sem hún verður fyrir og þá er allt annað eftir og þá er ég að tala um gjaldskrárhækkanir og hækkanir á nauðsynjavörum. Þannig að stjórnvöld geta ekki skorast undan ábyrgð í þessu máli. Þau eru búin að hafa núna nokkur ár til að bregðast við, það er búið að setja á fót tvo starfshópa um aðgerðir í húsnæðismálum sem hafa verið að fjalla einmitt um leigumarkaðinn og staðan er einfaldlega sú að það hafa komið fram margar tillögur um hvað hægt sé að gera en það gerist ekki neitt þannig að stjórnvöld geta ekki fríað sig ábyrgð. Þessi staða hjá þessari konu og þúsundum annarra á leigumarkaði eru á ábyrgð stjórnvalda og þau þurfa að svara því núna og svara því strax, hvað ætla þau að gera?“ Ríkisstjórnin verði að liðka fyrir samningum og hann kallar eftir svörum. „Þú hlýtur að sjá ómöguleikann í því þeirri vinnu sem við erum að vinna á vettvangi vinnumarkaðarins að ef við ætlum að taka allan þennan kostnað beint inn í okkar kröfu, við erum bara í ómögulegri stöðu.“ Rætt var við Ragnar fyrir hádegi. Skömmu eftir hádegi vísaði stéttarfélagið Efling kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir það óhjákvæmilega aðgerð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Leigumarkaður Húsnæðismál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. 4. desember 2022 20:47 Voru ekki beðin um að fresta undirskrift: „Sirkus sem heldur bara áfram“ Formaður Framsýnar segir ekki rétt að forkólfar Framsýnar á Húsavík hafi verið beðnir um að fresta því að skrifa undir samning Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífisins. Fulltrúarnir hafi einfaldlega ekki komist suður til að skrifa undir. Umræða um að Framsýn hafi ekki ætlað að vera með sé hluti af tilraunum fólks til að grafa undan samningunum. 7. desember 2022 10:14 „Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“ „Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi. 6. desember 2022 23:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Sjá meira
Eftir hádegi hófst fundur samflots iðn- og tæknifólks, VR, LÍV með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að verkalýðshreyfingin hafi lokið mikilli undirbúningsvinnu og að hann sé tilbúinn í viðræður. „Það skýrist vonandi fljótlega hvort það sé samningsvilji til að klára skemmri samning. Og ég get ekki sé að það ætti að taka lengri tíma en daginn í dag og jafnvel morgun að sjá hvort það sé einhver flötur í að reyna að landa þessu.“ Á Facebook í gær sagði Ragnar frá konu á sjötugsaldri sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag því leigan mun hækka um sjötíu og fimm þúsund krónur í byrjun febrúar. Ragnar segir að fólk á leigumarkaði annars vegar og fólk með lán með breytilegum vöxtum hins vegar sé í svo slæmri stöðu að vandinn sé mun stærri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. „Ég get ekki séð annað en að stjórnvöld verði að koma með eitthvað út til þess að við getum bara hreinlega gengið frá kjarasamningi, þetta verður að hanga saman annars náum við aldrei utan um þennan vanda og þessari linnulausu græðgi sem er í gangi í okkar samfélagi sérstaklega hjá ákveðnum leigufélögum og ég tek það fram að það eru ekki öll leigufélög sem haga sér með þessum hætti að það þarf að koma lögum yfir þessa starfsemi fljótt og vel, hvort sem það verði gert með einhverjum neyðaraðgerðum eða slíkt. Ég bara kalla eftir neyðarlögum á starfsemi Ölmu sem gæti þá talað mjög sterkt inn í þá vinnu sem við erum að fara af stað með núna í hádeginu.“ Áttu þá við að þú viljir að einhvers konar leigubremsa verði innleidd? „Já, en það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist mjög harkalega gegn því að lögum verið komið yfir leigumarkaðinn sem gæti þá varnað því að fólk lendi í þessari stöðu eins og hún Brynja að fá á sig hækkun í einu vetfangi upp á sjötíu og fimm þúsund krónur. Til þess að setja það í samhengi þá þarf ég að semja um 133 þúsund króna launahækkun til að standa undir þessum eina kostnaðarauka sem hún verður fyrir og þá er allt annað eftir og þá er ég að tala um gjaldskrárhækkanir og hækkanir á nauðsynjavörum. Þannig að stjórnvöld geta ekki skorast undan ábyrgð í þessu máli. Þau eru búin að hafa núna nokkur ár til að bregðast við, það er búið að setja á fót tvo starfshópa um aðgerðir í húsnæðismálum sem hafa verið að fjalla einmitt um leigumarkaðinn og staðan er einfaldlega sú að það hafa komið fram margar tillögur um hvað hægt sé að gera en það gerist ekki neitt þannig að stjórnvöld geta ekki fríað sig ábyrgð. Þessi staða hjá þessari konu og þúsundum annarra á leigumarkaði eru á ábyrgð stjórnvalda og þau þurfa að svara því núna og svara því strax, hvað ætla þau að gera?“ Ríkisstjórnin verði að liðka fyrir samningum og hann kallar eftir svörum. „Þú hlýtur að sjá ómöguleikann í því þeirri vinnu sem við erum að vinna á vettvangi vinnumarkaðarins að ef við ætlum að taka allan þennan kostnað beint inn í okkar kröfu, við erum bara í ómögulegri stöðu.“ Rætt var við Ragnar fyrir hádegi. Skömmu eftir hádegi vísaði stéttarfélagið Efling kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir það óhjákvæmilega aðgerð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Leigumarkaður Húsnæðismál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. 4. desember 2022 20:47 Voru ekki beðin um að fresta undirskrift: „Sirkus sem heldur bara áfram“ Formaður Framsýnar segir ekki rétt að forkólfar Framsýnar á Húsavík hafi verið beðnir um að fresta því að skrifa undir samning Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífisins. Fulltrúarnir hafi einfaldlega ekki komist suður til að skrifa undir. Umræða um að Framsýn hafi ekki ætlað að vera með sé hluti af tilraunum fólks til að grafa undan samningunum. 7. desember 2022 10:14 „Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“ „Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi. 6. desember 2022 23:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Sjá meira
Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. 4. desember 2022 20:47
Voru ekki beðin um að fresta undirskrift: „Sirkus sem heldur bara áfram“ Formaður Framsýnar segir ekki rétt að forkólfar Framsýnar á Húsavík hafi verið beðnir um að fresta því að skrifa undir samning Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífisins. Fulltrúarnir hafi einfaldlega ekki komist suður til að skrifa undir. Umræða um að Framsýn hafi ekki ætlað að vera með sé hluti af tilraunum fólks til að grafa undan samningunum. 7. desember 2022 10:14
„Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“ „Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi. 6. desember 2022 23:00