Íris Tanja hefur til dæmis slegið í gegn í Netflix þáttunum Kötlu og einnig þáttunum Ófærð.
Elín fyrir sína flottu tónlist og einnig fyrir þátttöku sína í Eurovision. Þær búa í mjög fallegri íbúð þar sem Íris Tanja hefur innréttað íbúðina á sinn listræna hátt.
Aðventu skreytingarnar hjá þeim eru bæði einfaldar, ódýrar og mjög flottar. Því eru skreytingarnar alveg klassískar og endast hreinlega fram eftir vetri.
Vala Matt leit við hjá þeim á dögunum og fékk að sjá einstaklega sjarmerandi aðventustemningu á þeirra heimili en innslag um heimilið parsins var á dagskrá í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.