Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 16:00 Geimfarið var mest í tæplega 435 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Mynd/NASA Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. Orion geimfarinu var skotið á loft þann sextánda nóvember síðastliðinn en um var að ræða fyrsta geimskot Artemis- áætlunarinnar. Því hafði áður ítrekað verið frestað í gegnum árin. This is a live view of the Earth from a distance of 15,000 miles away. The @NASA_Orion spacecraft is mere hours away from arriving home. #Artemis pic.twitter.com/jyq7Hnv0Zp— NASA (@NASA) December 11, 2022 Að því er kemur fram í tilkynningu frá NASA er áætlað að farið lendi á jörðinni klukkan 17:39 að íslenskum tíma en farið lendir í sjónum við strendur San Diego í Bandaríkjunum. Teymi á vegum Kennedy Space Center í Flórída mun í samstafi við bandaríska sjóherinn síðan sækja farið. Streymið hófst nú klukkan 16 og verður blaðamannafundur um málið upp úr klukkan hálf níu í kvöld. Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru á tunglinu á næstu árum en um fimmtíu ár eru liðin frá því að menn voru síðast á yfirborði tunglsins. Orion bar með sér tíu smágervihnetti sem notaðir voru til rannsókna á yfirborði tunglsins og leggja grunn að mönnuðum ferðum þangað. Geimfarið var mest í tæplega 435 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Geimfarið kom til tungslins nokkrum dögum eftir að því var skotið á loft. Það fór næst tunglinu í fyrstu sporbraut þess og þeirri síðustu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður til að senda það aftur til jarðarinnar. Geimurinn Bandaríkin Tunglið Tengdar fréttir Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu. 5. desember 2022 15:45 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01 Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Orion geimfarinu var skotið á loft þann sextánda nóvember síðastliðinn en um var að ræða fyrsta geimskot Artemis- áætlunarinnar. Því hafði áður ítrekað verið frestað í gegnum árin. This is a live view of the Earth from a distance of 15,000 miles away. The @NASA_Orion spacecraft is mere hours away from arriving home. #Artemis pic.twitter.com/jyq7Hnv0Zp— NASA (@NASA) December 11, 2022 Að því er kemur fram í tilkynningu frá NASA er áætlað að farið lendi á jörðinni klukkan 17:39 að íslenskum tíma en farið lendir í sjónum við strendur San Diego í Bandaríkjunum. Teymi á vegum Kennedy Space Center í Flórída mun í samstafi við bandaríska sjóherinn síðan sækja farið. Streymið hófst nú klukkan 16 og verður blaðamannafundur um málið upp úr klukkan hálf níu í kvöld. Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru á tunglinu á næstu árum en um fimmtíu ár eru liðin frá því að menn voru síðast á yfirborði tunglsins. Orion bar með sér tíu smágervihnetti sem notaðir voru til rannsókna á yfirborði tunglsins og leggja grunn að mönnuðum ferðum þangað. Geimfarið var mest í tæplega 435 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Geimfarið kom til tungslins nokkrum dögum eftir að því var skotið á loft. Það fór næst tunglinu í fyrstu sporbraut þess og þeirri síðustu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður til að senda það aftur til jarðarinnar.
Geimurinn Bandaríkin Tunglið Tengdar fréttir Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu. 5. desember 2022 15:45 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01 Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu. 5. desember 2022 15:45
Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01
Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29
Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31