Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Kristrún Frostadóttir skrifar 12. desember 2022 11:31 Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. Því miður er þetta niðurstaðan þegar ríkisstjórn er mynduð um stöðugleika flokkabandalags, í staðinn fyrir stöðugleika og framfarir í þágu almennings. Eitt er að gera málamiðlanir. Annað er þegar ríkisstjórn er stýrt af stjórnmálastefnu sem minni hluti þjóðar styður. Ef við lítum á flokksflóruna á Íslandi mætti í ákveðinni einfeldni segja að 30% þjóðar styðji hægri stefnu í efnahagsmálum og velferðarmálum og 70% þjóðar liggi frá miðju og til vinstri. Það er meiri hluti fyrir umbótum í velferðarkerfinu, fyrir sanngjarnri skattheimtu. Þetta má sjá bæði af því hvernig atkvæði skiptast flokkanna á milli, en einnig af samtölum við fólk út um allt land. Ægivald stærsta stjórnarmálaflokks landsins, sem hefur þó orðið fyrir miklu fylgistapi, heldur stjórn landsins í andstæðu við vilja meiri hluta þjóðar. Þessari stöðu vill Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands breyta. Við í Samfylkingu viljum fylkja fólki á bak við breiðu velferðarlínurnar sem samstaða er um meðal þjóðar. Slíka forystu vantar tilfinnanlega í núverandi ríkisstjórn. Til þess þarf að losa um neitunarvaldið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu – neitunarvaldið sem litar allt verklagið í fjárlagafrumvarpinu sem er til umræðu þessa dagana á Alþingi. Bjargvætta pólitík Stjórnarmálin eiga að snúast um að þjónusta almenning. En sambandið milli þings og þjóðar, ríkisstjórnar og þjóðar, hefur breyst í örvæntingarfullt samtal um neyðarfjármögnun hverju sinni. Sem dæmi þurfti neyðaróp úr fangelsum landsins núna fyrir jól til að ríkisstjórnin rankaði við sér og legði til breytingar á eigin fjárlögum. Viðbragðið var að skaffa passlegt fjármagn til að þurfa ekki að loka fangelsum um áramótin. Löggæslan um land allt er í sömu stöðu. Henni var bjargað fyrir horn með viðbótarframlagi sem kom inn í breytingartillögu sem viðbragð við neyð. En strax á næsta ári skellur svo á flöt 2% aðhaldskrafa sem byrjar að éta upp viðbótina. Sem gerir lögreglunni nær ómögulegt að ráðast í mannaráðningar, þótt þörfin sé brýn, því að fyrirsjáanleikinn er lítill sem enginn. Svo ekki sé minnst á velferðarþjónustuna í landinu, heilbrigðisstofnanir og öldrunarmálin. Þar er það sama uppi á teningnum. Ríkisstjórnin klappar sjálfri sér á bakið fyrir að breyta eigin fjárlagafrumvarpi — sem hefði óbreytt skapað hreina neyð inni á heilbrigðisstofnunum landsins. Engin stefna — bara viðbragð Ríkisstjórnin rekur enga stefnu — hún rekur bara viðbragð við sjálfsköpuðum vandamálum í velferðarkerfinu. Eftir samfelldan áratug af aðhaldi og niðurskurði sem hefur rúið mikilvæga samfélagslega innviði inn að skinni. Tugir milljarða hafa verið teknir út úr velferðarsamfélaginu til að borga fyrir skattalækkanir og tekjuhæstu og eignamestu hóparnir taka til sín æ stærri hlutdeild af þeim tekjum sem verða til í samfélaginu. Þetta er pólitík einstaklingshyggju í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Kjarapakkinn sem aldrei kom Ríkisstjórnin rekur almannaþjónustuna á Íslandi með þeim hætti sem er lýst að framan: án stefnu en þó með viðbragði þegar neyðarópin heyrast nógu hátt í fjölmiðlum. En hvað með kjaramálin? Hvernig hefur ríkisstjórnin haldið á málum sem varða kjör og efnahag venjulegs fólks? Verðbólga hefur verið í hæstu hæðum á árinu með tilheyrandi áhrifum á kaupmátt almennings. Og verðhækkanir nú bætast ofan á stjórnlausar hækkanir síðustu ára á húsnæðismarkaði. Ef einhvern tímann reyndi á kröftugt viðbragð af hálfu ríkisstjórnarinnar væri það nú. En hvenær kom kjarapakkinn? Ríkisstjórnin hefur lagt fram fjármálaáætlun, fjáraukalög, fjárlög og nú síðast breytingartillögur við fjárlög, allt á þessu ári. En kjarapakkinn kom aldrei. Aldrei — ekki í einu af þessum fjármálaplöggum ríkisstjórnarinnar — hefur birst aðgerðapakki á vegum stjórnvalda til að verja heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Á mestu verðbólgutímum í meira en áratug. Tækifærin voru sannarlega til staðar en allt hefur komið fyrir ekki. Þrátt fyrir viðstöðulaust aðhald frá verkalýðshreyfingunni og Samfylkingunni. Áherslumál ríkisstjórnarinnar birtast í fjárlögum, ekki í viðtölum Það er óskiljanlegt að samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 er stórsóknin í húsnæðismálum algjörlega horfin úr áætlunum ríkisstjórnarinnar. Eftir alla blaðamannafundina og öll stóru orðin þá boðar ríkisstjórnin að stofnframlög til húsnæðisuppbyggingar verði helminguð. Það alvarlegasta er hins vegar að allt aðhald ríkisstjórnarinnar til að vinna á verðbólgu er tekið út á almenningi. Það er gert með hækkun gjalda á almenning — krónutölugjalda sem leggjast þyngra á fólk eftir því sem það hefur lægri tekjur. Ekkert er gert til að ná fram aðhaldi þar sem þenslan er í raun — eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórútgerð og methagnað hjá bönkunum. Loks má nefna að í breytingartillögum við eigin fjárlagafrumvarp, sem ríkisstjórnin hefur hælt sér mikið af, kemur ekkert nýtt fjármagn inn í húsnæðisbætur, vaxtabætur, barnabætur eða önnur almenn kerfi sem styðja við kjör almennings. Þar er enginn kjarapakki. Sama hvað þau segja í fréttunum. Kjarapakki jafnaðarfólks Samfylkingin kynnti í síðustu viku kjarapakka með afmörkuðum breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið. Þar er lögð ofuráhersla á að verja heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu og að vinna gegn verðbólgu á sama tíma með aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Í stuttu máli felur kjarapakki Samfylkingarinnar í sér að fallið er frá gjaldahækkunum á almenning en í staðinn lagt til að fjármagnstekjuskattur hækki úr 22 í 25%, stofnframlög til íbúðauppbyggingar eru tvöfölduð í stað þess að vera helminguð, húsnæðisstuðningur til leigjenda og vaxtabætur hækka til samræmis við hækkun húsnæðisverðs og barnabætur lækka ekki að raunvirði heldur hækka á milli ára um þrjá milljarða. Þá kallar Samfylkingin eftir tímabundinni leigubremsu að danskri eða skoskri fyrirmynd, eins og við höfum talað fyrir á Alþingi í haust, svo aukinn húsnæðisstuðningur renni ekki nær allur í vasa leigusala. Þetta er alvöru kjarapakki — raunhæfar aðgerðir sem hefðu raunveruleg áhrif á heimilisbókhald og lífskjör fjölda Íslendinga, strax. Nú er nauðsynlegt að ríkisstjórnin ranki við sér í kjaramálunum. Það gæti einnig ráðið úrslitum um að farsæl lending náist í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem fyrst. Hin stefnulausa stjórn er ekki líkleg til stórræða í kjaramálum. En krafan er nógu þung í þjóðfélaginu til að við getum vonast eftir einhvers konar viðbragði fyrr en seinna. Þess vegna spyrjum við áfram: Hvenær kemur kjarapakkinn, Katrín? Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. Því miður er þetta niðurstaðan þegar ríkisstjórn er mynduð um stöðugleika flokkabandalags, í staðinn fyrir stöðugleika og framfarir í þágu almennings. Eitt er að gera málamiðlanir. Annað er þegar ríkisstjórn er stýrt af stjórnmálastefnu sem minni hluti þjóðar styður. Ef við lítum á flokksflóruna á Íslandi mætti í ákveðinni einfeldni segja að 30% þjóðar styðji hægri stefnu í efnahagsmálum og velferðarmálum og 70% þjóðar liggi frá miðju og til vinstri. Það er meiri hluti fyrir umbótum í velferðarkerfinu, fyrir sanngjarnri skattheimtu. Þetta má sjá bæði af því hvernig atkvæði skiptast flokkanna á milli, en einnig af samtölum við fólk út um allt land. Ægivald stærsta stjórnarmálaflokks landsins, sem hefur þó orðið fyrir miklu fylgistapi, heldur stjórn landsins í andstæðu við vilja meiri hluta þjóðar. Þessari stöðu vill Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands breyta. Við í Samfylkingu viljum fylkja fólki á bak við breiðu velferðarlínurnar sem samstaða er um meðal þjóðar. Slíka forystu vantar tilfinnanlega í núverandi ríkisstjórn. Til þess þarf að losa um neitunarvaldið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu – neitunarvaldið sem litar allt verklagið í fjárlagafrumvarpinu sem er til umræðu þessa dagana á Alþingi. Bjargvætta pólitík Stjórnarmálin eiga að snúast um að þjónusta almenning. En sambandið milli þings og þjóðar, ríkisstjórnar og þjóðar, hefur breyst í örvæntingarfullt samtal um neyðarfjármögnun hverju sinni. Sem dæmi þurfti neyðaróp úr fangelsum landsins núna fyrir jól til að ríkisstjórnin rankaði við sér og legði til breytingar á eigin fjárlögum. Viðbragðið var að skaffa passlegt fjármagn til að þurfa ekki að loka fangelsum um áramótin. Löggæslan um land allt er í sömu stöðu. Henni var bjargað fyrir horn með viðbótarframlagi sem kom inn í breytingartillögu sem viðbragð við neyð. En strax á næsta ári skellur svo á flöt 2% aðhaldskrafa sem byrjar að éta upp viðbótina. Sem gerir lögreglunni nær ómögulegt að ráðast í mannaráðningar, þótt þörfin sé brýn, því að fyrirsjáanleikinn er lítill sem enginn. Svo ekki sé minnst á velferðarþjónustuna í landinu, heilbrigðisstofnanir og öldrunarmálin. Þar er það sama uppi á teningnum. Ríkisstjórnin klappar sjálfri sér á bakið fyrir að breyta eigin fjárlagafrumvarpi — sem hefði óbreytt skapað hreina neyð inni á heilbrigðisstofnunum landsins. Engin stefna — bara viðbragð Ríkisstjórnin rekur enga stefnu — hún rekur bara viðbragð við sjálfsköpuðum vandamálum í velferðarkerfinu. Eftir samfelldan áratug af aðhaldi og niðurskurði sem hefur rúið mikilvæga samfélagslega innviði inn að skinni. Tugir milljarða hafa verið teknir út úr velferðarsamfélaginu til að borga fyrir skattalækkanir og tekjuhæstu og eignamestu hóparnir taka til sín æ stærri hlutdeild af þeim tekjum sem verða til í samfélaginu. Þetta er pólitík einstaklingshyggju í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Kjarapakkinn sem aldrei kom Ríkisstjórnin rekur almannaþjónustuna á Íslandi með þeim hætti sem er lýst að framan: án stefnu en þó með viðbragði þegar neyðarópin heyrast nógu hátt í fjölmiðlum. En hvað með kjaramálin? Hvernig hefur ríkisstjórnin haldið á málum sem varða kjör og efnahag venjulegs fólks? Verðbólga hefur verið í hæstu hæðum á árinu með tilheyrandi áhrifum á kaupmátt almennings. Og verðhækkanir nú bætast ofan á stjórnlausar hækkanir síðustu ára á húsnæðismarkaði. Ef einhvern tímann reyndi á kröftugt viðbragð af hálfu ríkisstjórnarinnar væri það nú. En hvenær kom kjarapakkinn? Ríkisstjórnin hefur lagt fram fjármálaáætlun, fjáraukalög, fjárlög og nú síðast breytingartillögur við fjárlög, allt á þessu ári. En kjarapakkinn kom aldrei. Aldrei — ekki í einu af þessum fjármálaplöggum ríkisstjórnarinnar — hefur birst aðgerðapakki á vegum stjórnvalda til að verja heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Á mestu verðbólgutímum í meira en áratug. Tækifærin voru sannarlega til staðar en allt hefur komið fyrir ekki. Þrátt fyrir viðstöðulaust aðhald frá verkalýðshreyfingunni og Samfylkingunni. Áherslumál ríkisstjórnarinnar birtast í fjárlögum, ekki í viðtölum Það er óskiljanlegt að samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 er stórsóknin í húsnæðismálum algjörlega horfin úr áætlunum ríkisstjórnarinnar. Eftir alla blaðamannafundina og öll stóru orðin þá boðar ríkisstjórnin að stofnframlög til húsnæðisuppbyggingar verði helminguð. Það alvarlegasta er hins vegar að allt aðhald ríkisstjórnarinnar til að vinna á verðbólgu er tekið út á almenningi. Það er gert með hækkun gjalda á almenning — krónutölugjalda sem leggjast þyngra á fólk eftir því sem það hefur lægri tekjur. Ekkert er gert til að ná fram aðhaldi þar sem þenslan er í raun — eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórútgerð og methagnað hjá bönkunum. Loks má nefna að í breytingartillögum við eigin fjárlagafrumvarp, sem ríkisstjórnin hefur hælt sér mikið af, kemur ekkert nýtt fjármagn inn í húsnæðisbætur, vaxtabætur, barnabætur eða önnur almenn kerfi sem styðja við kjör almennings. Þar er enginn kjarapakki. Sama hvað þau segja í fréttunum. Kjarapakki jafnaðarfólks Samfylkingin kynnti í síðustu viku kjarapakka með afmörkuðum breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið. Þar er lögð ofuráhersla á að verja heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu og að vinna gegn verðbólgu á sama tíma með aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Í stuttu máli felur kjarapakki Samfylkingarinnar í sér að fallið er frá gjaldahækkunum á almenning en í staðinn lagt til að fjármagnstekjuskattur hækki úr 22 í 25%, stofnframlög til íbúðauppbyggingar eru tvöfölduð í stað þess að vera helminguð, húsnæðisstuðningur til leigjenda og vaxtabætur hækka til samræmis við hækkun húsnæðisverðs og barnabætur lækka ekki að raunvirði heldur hækka á milli ára um þrjá milljarða. Þá kallar Samfylkingin eftir tímabundinni leigubremsu að danskri eða skoskri fyrirmynd, eins og við höfum talað fyrir á Alþingi í haust, svo aukinn húsnæðisstuðningur renni ekki nær allur í vasa leigusala. Þetta er alvöru kjarapakki — raunhæfar aðgerðir sem hefðu raunveruleg áhrif á heimilisbókhald og lífskjör fjölda Íslendinga, strax. Nú er nauðsynlegt að ríkisstjórnin ranki við sér í kjaramálunum. Það gæti einnig ráðið úrslitum um að farsæl lending náist í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem fyrst. Hin stefnulausa stjórn er ekki líkleg til stórræða í kjaramálum. En krafan er nógu þung í þjóðfélaginu til að við getum vonast eftir einhvers konar viðbragði fyrr en seinna. Þess vegna spyrjum við áfram: Hvenær kemur kjarapakkinn, Katrín? Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun