Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. desember 2022 15:23 Katrín og Sigurður Ingi á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. „Okkar aðgerðir miða að því að styðja enn frekar við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafólk,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í upphafi fundarins. Hér að neðan er hægt að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sagði frá því að stjórnvöld muni í samningum við sveitarfélög hafa það að markmiði að auka lóðaframboð og veita nauðsynlegan fjárstuðning til að tryggja íbúðauppbyggingu. Þá verði almenna íbúðakerfið eflt en stofnframlög ríkisins til að auka framboð íbúða á viðráðanlegu verði í almenna íbúðakerfinu verða fjórir milljarðar króna á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.Vísir/Vilhelm Þá sagði Sigurður Ingi frá þeim endurbótum sem verða á húsnæðisstuðningi. Þannig munu húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4% líkt og áður sagði. Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi næsta árs og úrræði til að nýta séreignasparnað til íbúðakaupa verður framlengt til ársloka 2024. Tillögur í húsnæðismálum í grófum dráttum: Stjórnvöld munu í samningum við sveitarfélög á grundvelli rammasamkomulags um uppbyggingu íbúða næstu 10 árin hafa að markmiði að auka lóðaframboð og veita nauðsynlegan fjárstuðning til að tryggja íbúðauppbyggingu. Samningar verða gerðir við einstök sveitarfélög um aukið lóðaframboð og fjárstuðning til að tryggja uppbyggingu. Uppbygging félagslega húsnæðiskerfisins til að tryggja húsnæðisöryggi tekjulægri heimila. Stofnframlög ríkisins til almenna íbúðakerfisins verða 4. ma.kr á næsta ári. Húsnæðisbætur til leigjenda hækka um13,8% í upphafi árs. Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi árs. Heimild til nýtingar á séreignasparnaði til kaupa á íbúðarhúsnæði framlengd. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti breytingar á barnabótakerfinu. Það verður einfaldað, greiðslum verður flýtt og fleiri fjölskyldur fá bætur.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti þá þær breytingar sem verða gerðar á barnabótakerfinu. Það verður einfaldað til muna, stuðningur bið barnafjölskyldur efldur og fleiri fjölskyldur fá barnabætur. Heildarfjárhæð barnabóta verður 5 milljörðum hærri en í núverandi kerfi á næstu tveimur árum. Breytingar á barnabótakerfinu í grófum dráttum: Barnabótakerfið einfaldað og stuðningur efldur Fjölskyldum sem njóta stuðnings fjölgað um 2.900. Dregið úr skerðingum og jaðarskattar af völdum barnabóta lækkaðir. Teknar verða upp samtímagreiðslur barnabóta. Biðtími eftir barnabótum verður aldrei lengri en 4 mánuðir eftir fæðingu barns. Að neðan má sjá tilkynninguna í heild. Tilkynning stjórnvalda Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til aðgerða í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Eru aðgerðirnar til þess fallnar að styðja við markmið samninganna um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks og skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum, lækkun verðbólgu og vaxta. Aðgerðir stjórnvalda snúa einkum að stuðningi við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Áhersla er lögð á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, endurbótum í húsnæðisstuðningi og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Barnabótakerfið verður einfaldað og stuðningur aukinn verulega en með breytingunum fjölgar fjölskyldum sem fá barnabætur. Stjórnvöld munu einnig á samningstímabilinu vinna að ýmsum umbótum, m.a. er varða heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði, afkomutryggingu í fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum og ábyrgðarsjóði launa auk málefna vinnustaðanámssjóðs. Þá verður stuðningur veittur til að auka aðhald á neytendamarkaði með því að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þróun verðlags og skapa þannig hvata fyrir fyrirtæki til að halda aftur af verðhækkunum. Í tengslum við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023 lagði ríkisstjórnin einnig fram sérstakar aðgerðir í nokkrum veigamiklum málaflokkum sem styðja við markmið samninganna og treysta grundvöll lífskjara en þar vega þyngst yfir 12 milljarða aukning til heilbrigðismála og hækkun á frítekjumarki örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna í 200.000 krónur á mánuði. Húsnæðismál Fjölgun nýrra íbúða Stjórnvöld munu í samningum við sveitarfélög á grundvelli rammasamkomulags um uppbyggingu íbúða næstu 10 árin hafa að markmiði að auka lóðaframboð og veita nauðsynlegan fjárstuðning til að tryggja íbúðauppbyggingu. Fjölgun almennra íbúðaÁfram verður unnið að öflugri uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu. Stofnframlög ríkisins til að auka framboð íbúða á viðráðanlegu verði í almenna íbúðakerfinu verða 4 milljarðar króna á árinu 2023. Endurbætur verða gerðar á húsnæðisstuðningi. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi næsta árs. Almenn heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða ráðstöfunar inn á höfuðstól verður framlengd til ársloka 2024. Fyrirkomulag sérstaks húsnæðisstuðnings og húsnæðisbóta til leigjenda verður tekið til endurskoðunar á samningstímanum með það að markmiði að tryggja jafnræði og einfalda kerfið fyrir leigjendur. Bætt réttarstaða og húsnæðisöryggi leigjenda: Aðilar vinnumarkaðarins fá aðkomu að starfshópi um endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöð og húsnæðisöryggi leigjenda. Barnabætur Barnabótakerfið verður einfaldað, stuðningur við barnafjölskyldur efldur og fjölskyldum sem njóta stuðnings fjölgað. Dregið verður úr skerðingum í barnabótakerfinu, jaðarskattar af völdum barnabóta lækkaðir og skilvirkni og tímanleiki bótanna aukinn. Teknar verða upp samtímagreiðslur barnabóta þannig að biðtími eftir bótum verði aldrei lengri en 4 mánuðir eftir fæðingu barns. Heildarfjárhæð barnabóta verður 5 milljörðum hærri en í núverandi kerfi á næstu tveimur árum. Önnur mál Veittur verður 10 m.kr. viðbótarstuðningur til að auka aðhald á neytendamarkaði. Skoðaðar verða leiðir til að auðvelda lífeyrissjóðum að koma að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði til útleigu með því að rýmka heimildir þeirra til fjárfestinga leigufélögum. Lagt verður mat á greiðslur og hámarksfjárhæðir í Fæðingarorlofssjóði og ábyrgðasjóði launa með það að markmiði að þær verði endurskoðaðar á árinu 2024. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins munu sameiginlega leggja mat á tekjuöflun og ráðstöfun tryggingagjalds með það að markmiði að tryggja langtímajafnvægi í fjármögnun þeirra réttinda sem það stendur undir í Ábyrgðasjóði launa, Fæðingarorlofssjóði, starfsendurhæfingarsjóði og Atvinnuleysistryggingasjóði. Nefnd um heildarendurskoðun atvinnuleysistrygginga skal ljúka vinnu sinni eigi síðar en í lok apríl 2023. Unnið verður að innleiðingu á umbótum í atvinnuleysistryggingakerfinu á samningstímanum í samræmi við tillögur nefndarinnar. Málefni og fjármögnun vinnustaðanámssjóðs verði tekin til endurskoðunar í tengslum við gerð fjármálaáætlunar á árinu 2023 til að styðja við markmið um aukið vægi starfsnáms. Aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinna vegna afgreiðslu fjárlaga Ríkisstjórnin lagði á dögunum til sérstakar aðgerðir í nokkrum veigamiklum málaflokkum vegna afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023 sem styðja við markmið samninganna og treysta grundvöll lífskjara. Heilbrigðismál vega þar þyngst en lögð er til yfir 12 milljarða aukning í þeim málaflokki. Er gert ráð fyrir að framlögin renni bæði til rekstrar sjúkrahúsa og heilsugæslunnar, eða um 4,3 milljarðar króna. Einnig er rík áhersla á að framlögin nýtist í beina þjónustu við sjúklinga, svo sem með því að vinna niður biðlista eftir liðskiptaaðgerðum og með auknum framlögum til heimahjúkrunar og aðgerða til að dreifa álagi í heilbrigðisþjónustu. Meðal annarra mikilvægra mála má nefna að lagður er til rúmur milljarður til hækkunar frítekjumarks öryrkja í 200.000 krónur á mánuði og að gefnir verði eftir 5 milljarðar króna af tekjuskatti einstaklinga en útsvarstekjur sveitarfélaga hækkaðar á móti til að bæta afkomu þeirra í tengslum við stöðu á málaflokki fatlaðs fólks. Þá er gert ráð fyrir stórauknum framlögum á sviði almanna- og réttaröryggis, þar á meðal um 900 milljónum króna til lögreglunnar og hálfs milljarðs hækkun í aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Tengdar fréttir Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. 12. desember 2022 11:26 Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12. desember 2022 14:37 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
„Okkar aðgerðir miða að því að styðja enn frekar við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafólk,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í upphafi fundarins. Hér að neðan er hægt að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sagði frá því að stjórnvöld muni í samningum við sveitarfélög hafa það að markmiði að auka lóðaframboð og veita nauðsynlegan fjárstuðning til að tryggja íbúðauppbyggingu. Þá verði almenna íbúðakerfið eflt en stofnframlög ríkisins til að auka framboð íbúða á viðráðanlegu verði í almenna íbúðakerfinu verða fjórir milljarðar króna á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.Vísir/Vilhelm Þá sagði Sigurður Ingi frá þeim endurbótum sem verða á húsnæðisstuðningi. Þannig munu húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4% líkt og áður sagði. Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi næsta árs og úrræði til að nýta séreignasparnað til íbúðakaupa verður framlengt til ársloka 2024. Tillögur í húsnæðismálum í grófum dráttum: Stjórnvöld munu í samningum við sveitarfélög á grundvelli rammasamkomulags um uppbyggingu íbúða næstu 10 árin hafa að markmiði að auka lóðaframboð og veita nauðsynlegan fjárstuðning til að tryggja íbúðauppbyggingu. Samningar verða gerðir við einstök sveitarfélög um aukið lóðaframboð og fjárstuðning til að tryggja uppbyggingu. Uppbygging félagslega húsnæðiskerfisins til að tryggja húsnæðisöryggi tekjulægri heimila. Stofnframlög ríkisins til almenna íbúðakerfisins verða 4. ma.kr á næsta ári. Húsnæðisbætur til leigjenda hækka um13,8% í upphafi árs. Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi árs. Heimild til nýtingar á séreignasparnaði til kaupa á íbúðarhúsnæði framlengd. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti breytingar á barnabótakerfinu. Það verður einfaldað, greiðslum verður flýtt og fleiri fjölskyldur fá bætur.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti þá þær breytingar sem verða gerðar á barnabótakerfinu. Það verður einfaldað til muna, stuðningur bið barnafjölskyldur efldur og fleiri fjölskyldur fá barnabætur. Heildarfjárhæð barnabóta verður 5 milljörðum hærri en í núverandi kerfi á næstu tveimur árum. Breytingar á barnabótakerfinu í grófum dráttum: Barnabótakerfið einfaldað og stuðningur efldur Fjölskyldum sem njóta stuðnings fjölgað um 2.900. Dregið úr skerðingum og jaðarskattar af völdum barnabóta lækkaðir. Teknar verða upp samtímagreiðslur barnabóta. Biðtími eftir barnabótum verður aldrei lengri en 4 mánuðir eftir fæðingu barns. Að neðan má sjá tilkynninguna í heild. Tilkynning stjórnvalda Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til aðgerða í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Eru aðgerðirnar til þess fallnar að styðja við markmið samninganna um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks og skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum, lækkun verðbólgu og vaxta. Aðgerðir stjórnvalda snúa einkum að stuðningi við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Áhersla er lögð á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, endurbótum í húsnæðisstuðningi og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Barnabótakerfið verður einfaldað og stuðningur aukinn verulega en með breytingunum fjölgar fjölskyldum sem fá barnabætur. Stjórnvöld munu einnig á samningstímabilinu vinna að ýmsum umbótum, m.a. er varða heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði, afkomutryggingu í fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum og ábyrgðarsjóði launa auk málefna vinnustaðanámssjóðs. Þá verður stuðningur veittur til að auka aðhald á neytendamarkaði með því að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þróun verðlags og skapa þannig hvata fyrir fyrirtæki til að halda aftur af verðhækkunum. Í tengslum við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023 lagði ríkisstjórnin einnig fram sérstakar aðgerðir í nokkrum veigamiklum málaflokkum sem styðja við markmið samninganna og treysta grundvöll lífskjara en þar vega þyngst yfir 12 milljarða aukning til heilbrigðismála og hækkun á frítekjumarki örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna í 200.000 krónur á mánuði. Húsnæðismál Fjölgun nýrra íbúða Stjórnvöld munu í samningum við sveitarfélög á grundvelli rammasamkomulags um uppbyggingu íbúða næstu 10 árin hafa að markmiði að auka lóðaframboð og veita nauðsynlegan fjárstuðning til að tryggja íbúðauppbyggingu. Fjölgun almennra íbúðaÁfram verður unnið að öflugri uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu. Stofnframlög ríkisins til að auka framboð íbúða á viðráðanlegu verði í almenna íbúðakerfinu verða 4 milljarðar króna á árinu 2023. Endurbætur verða gerðar á húsnæðisstuðningi. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi næsta árs. Almenn heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða ráðstöfunar inn á höfuðstól verður framlengd til ársloka 2024. Fyrirkomulag sérstaks húsnæðisstuðnings og húsnæðisbóta til leigjenda verður tekið til endurskoðunar á samningstímanum með það að markmiði að tryggja jafnræði og einfalda kerfið fyrir leigjendur. Bætt réttarstaða og húsnæðisöryggi leigjenda: Aðilar vinnumarkaðarins fá aðkomu að starfshópi um endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöð og húsnæðisöryggi leigjenda. Barnabætur Barnabótakerfið verður einfaldað, stuðningur við barnafjölskyldur efldur og fjölskyldum sem njóta stuðnings fjölgað. Dregið verður úr skerðingum í barnabótakerfinu, jaðarskattar af völdum barnabóta lækkaðir og skilvirkni og tímanleiki bótanna aukinn. Teknar verða upp samtímagreiðslur barnabóta þannig að biðtími eftir bótum verði aldrei lengri en 4 mánuðir eftir fæðingu barns. Heildarfjárhæð barnabóta verður 5 milljörðum hærri en í núverandi kerfi á næstu tveimur árum. Önnur mál Veittur verður 10 m.kr. viðbótarstuðningur til að auka aðhald á neytendamarkaði. Skoðaðar verða leiðir til að auðvelda lífeyrissjóðum að koma að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði til útleigu með því að rýmka heimildir þeirra til fjárfestinga leigufélögum. Lagt verður mat á greiðslur og hámarksfjárhæðir í Fæðingarorlofssjóði og ábyrgðasjóði launa með það að markmiði að þær verði endurskoðaðar á árinu 2024. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins munu sameiginlega leggja mat á tekjuöflun og ráðstöfun tryggingagjalds með það að markmiði að tryggja langtímajafnvægi í fjármögnun þeirra réttinda sem það stendur undir í Ábyrgðasjóði launa, Fæðingarorlofssjóði, starfsendurhæfingarsjóði og Atvinnuleysistryggingasjóði. Nefnd um heildarendurskoðun atvinnuleysistrygginga skal ljúka vinnu sinni eigi síðar en í lok apríl 2023. Unnið verður að innleiðingu á umbótum í atvinnuleysistryggingakerfinu á samningstímanum í samræmi við tillögur nefndarinnar. Málefni og fjármögnun vinnustaðanámssjóðs verði tekin til endurskoðunar í tengslum við gerð fjármálaáætlunar á árinu 2023 til að styðja við markmið um aukið vægi starfsnáms. Aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinna vegna afgreiðslu fjárlaga Ríkisstjórnin lagði á dögunum til sérstakar aðgerðir í nokkrum veigamiklum málaflokkum vegna afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023 sem styðja við markmið samninganna og treysta grundvöll lífskjara. Heilbrigðismál vega þar þyngst en lögð er til yfir 12 milljarða aukning í þeim málaflokki. Er gert ráð fyrir að framlögin renni bæði til rekstrar sjúkrahúsa og heilsugæslunnar, eða um 4,3 milljarðar króna. Einnig er rík áhersla á að framlögin nýtist í beina þjónustu við sjúklinga, svo sem með því að vinna niður biðlista eftir liðskiptaaðgerðum og með auknum framlögum til heimahjúkrunar og aðgerða til að dreifa álagi í heilbrigðisþjónustu. Meðal annarra mikilvægra mála má nefna að lagður er til rúmur milljarður til hækkunar frítekjumarks öryrkja í 200.000 krónur á mánuði og að gefnir verði eftir 5 milljarðar króna af tekjuskatti einstaklinga en útsvarstekjur sveitarfélaga hækkaðar á móti til að bæta afkomu þeirra í tengslum við stöðu á málaflokki fatlaðs fólks. Þá er gert ráð fyrir stórauknum framlögum á sviði almanna- og réttaröryggis, þar á meðal um 900 milljónum króna til lögreglunnar og hálfs milljarðs hækkun í aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi.
Tilkynning stjórnvalda Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til aðgerða í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Eru aðgerðirnar til þess fallnar að styðja við markmið samninganna um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks og skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum, lækkun verðbólgu og vaxta. Aðgerðir stjórnvalda snúa einkum að stuðningi við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Áhersla er lögð á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, endurbótum í húsnæðisstuðningi og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Barnabótakerfið verður einfaldað og stuðningur aukinn verulega en með breytingunum fjölgar fjölskyldum sem fá barnabætur. Stjórnvöld munu einnig á samningstímabilinu vinna að ýmsum umbótum, m.a. er varða heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði, afkomutryggingu í fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum og ábyrgðarsjóði launa auk málefna vinnustaðanámssjóðs. Þá verður stuðningur veittur til að auka aðhald á neytendamarkaði með því að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þróun verðlags og skapa þannig hvata fyrir fyrirtæki til að halda aftur af verðhækkunum. Í tengslum við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023 lagði ríkisstjórnin einnig fram sérstakar aðgerðir í nokkrum veigamiklum málaflokkum sem styðja við markmið samninganna og treysta grundvöll lífskjara en þar vega þyngst yfir 12 milljarða aukning til heilbrigðismála og hækkun á frítekjumarki örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna í 200.000 krónur á mánuði. Húsnæðismál Fjölgun nýrra íbúða Stjórnvöld munu í samningum við sveitarfélög á grundvelli rammasamkomulags um uppbyggingu íbúða næstu 10 árin hafa að markmiði að auka lóðaframboð og veita nauðsynlegan fjárstuðning til að tryggja íbúðauppbyggingu. Fjölgun almennra íbúðaÁfram verður unnið að öflugri uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu. Stofnframlög ríkisins til að auka framboð íbúða á viðráðanlegu verði í almenna íbúðakerfinu verða 4 milljarðar króna á árinu 2023. Endurbætur verða gerðar á húsnæðisstuðningi. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi næsta árs. Almenn heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða ráðstöfunar inn á höfuðstól verður framlengd til ársloka 2024. Fyrirkomulag sérstaks húsnæðisstuðnings og húsnæðisbóta til leigjenda verður tekið til endurskoðunar á samningstímanum með það að markmiði að tryggja jafnræði og einfalda kerfið fyrir leigjendur. Bætt réttarstaða og húsnæðisöryggi leigjenda: Aðilar vinnumarkaðarins fá aðkomu að starfshópi um endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöð og húsnæðisöryggi leigjenda. Barnabætur Barnabótakerfið verður einfaldað, stuðningur við barnafjölskyldur efldur og fjölskyldum sem njóta stuðnings fjölgað. Dregið verður úr skerðingum í barnabótakerfinu, jaðarskattar af völdum barnabóta lækkaðir og skilvirkni og tímanleiki bótanna aukinn. Teknar verða upp samtímagreiðslur barnabóta þannig að biðtími eftir bótum verði aldrei lengri en 4 mánuðir eftir fæðingu barns. Heildarfjárhæð barnabóta verður 5 milljörðum hærri en í núverandi kerfi á næstu tveimur árum. Önnur mál Veittur verður 10 m.kr. viðbótarstuðningur til að auka aðhald á neytendamarkaði. Skoðaðar verða leiðir til að auðvelda lífeyrissjóðum að koma að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði til útleigu með því að rýmka heimildir þeirra til fjárfestinga leigufélögum. Lagt verður mat á greiðslur og hámarksfjárhæðir í Fæðingarorlofssjóði og ábyrgðasjóði launa með það að markmiði að þær verði endurskoðaðar á árinu 2024. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins munu sameiginlega leggja mat á tekjuöflun og ráðstöfun tryggingagjalds með það að markmiði að tryggja langtímajafnvægi í fjármögnun þeirra réttinda sem það stendur undir í Ábyrgðasjóði launa, Fæðingarorlofssjóði, starfsendurhæfingarsjóði og Atvinnuleysistryggingasjóði. Nefnd um heildarendurskoðun atvinnuleysistrygginga skal ljúka vinnu sinni eigi síðar en í lok apríl 2023. Unnið verður að innleiðingu á umbótum í atvinnuleysistryggingakerfinu á samningstímanum í samræmi við tillögur nefndarinnar. Málefni og fjármögnun vinnustaðanámssjóðs verði tekin til endurskoðunar í tengslum við gerð fjármálaáætlunar á árinu 2023 til að styðja við markmið um aukið vægi starfsnáms. Aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinna vegna afgreiðslu fjárlaga Ríkisstjórnin lagði á dögunum til sérstakar aðgerðir í nokkrum veigamiklum málaflokkum vegna afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023 sem styðja við markmið samninganna og treysta grundvöll lífskjara. Heilbrigðismál vega þar þyngst en lögð er til yfir 12 milljarða aukning í þeim málaflokki. Er gert ráð fyrir að framlögin renni bæði til rekstrar sjúkrahúsa og heilsugæslunnar, eða um 4,3 milljarðar króna. Einnig er rík áhersla á að framlögin nýtist í beina þjónustu við sjúklinga, svo sem með því að vinna niður biðlista eftir liðskiptaaðgerðum og með auknum framlögum til heimahjúkrunar og aðgerða til að dreifa álagi í heilbrigðisþjónustu. Meðal annarra mikilvægra mála má nefna að lagður er til rúmur milljarður til hækkunar frítekjumarks öryrkja í 200.000 krónur á mánuði og að gefnir verði eftir 5 milljarðar króna af tekjuskatti einstaklinga en útsvarstekjur sveitarfélaga hækkaðar á móti til að bæta afkomu þeirra í tengslum við stöðu á málaflokki fatlaðs fólks. Þá er gert ráð fyrir stórauknum framlögum á sviði almanna- og réttaröryggis, þar á meðal um 900 milljónum króna til lögreglunnar og hálfs milljarðs hækkun í aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Tengdar fréttir Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. 12. desember 2022 11:26 Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12. desember 2022 14:37 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. 12. desember 2022 11:26
Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12. desember 2022 14:37
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01