Spenntir að mæta goðsögninni: „Þetta er bara geggjað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2022 10:31 Benedikt Gunnar og Þorgils Jón eru afar spenntir að mæta Kim Andersson í kvöld. Hér berjast þeir við Simon Hald og Teit Örn Einarsson í leik við Flensburg fyrr í vetur. Vísir/Vilhelm Sænska goðsögnin Kim Andersson mætir á parketið á Hlíðarenda er Valur mætir Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Ungir leikmenn Valsliðsins eru spenntir fyrir tækifærinu að mæla sig við þann sænska. Valur og Ystad mætast klukkan 19:45 í kvöld en sænska liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið bæði þýska liðið Flensburg og PAUC frá Frakklandi í síðustu leikjum. Valsmenn þurfa því að eiga sinn besta leik. „Þeir er náttúrulega búnir að vinna síðustu tvo leiki, gegn kannski tveimur bestu liðunum í riðlinum. Þannig að þeir er mjög góðir og með legend þarna hægra megin í Kim Andersson og miðjumaðurinn er frábær líka hjá þeim. En ef við náum að hlaupa á þá og gera það sem við gerum best held ég að við séum í góðum málum bara,“ segir Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, um leikinn í kvöld. Klippa: Spenntir fyrir því að mæta Kim Andersson „Þeir eru með mjög flott lið, góða hægri skyttu, Kim Andersson náttúrulega mjög vel þekktur leikmaður, en aðrir líka bara mjög góðir; snöggur miðjumaður, fín vinstri skytta og þungur línumaður eins og í flestum þessum liðum. Heilt yfir er þetta mjög gott lið,“ segir liðsfélagi hans Þorgils Jón Svölu- Baldursson. Frábært að mæta manni sem fylgst var með í æsku Líkt og þeir nefna er sænska goðsögnin, hinn fertugi Kim Andersson, er leikmaður Ystad. Hann lék um árabil með Kiel og hefur skorað yfir 800 mörk fyrir sænska landsliðið. Segja þeir félagar afar spennandi að mæta honum. Kim Andersson var í Kiel um árabil.Jan Christensen/FrontzoneSport via Getty Images „Það er náttúrulega frábært að mæta mönnum sem maður hafði bara heyrt um þegar maður var yngri. Nú er maður kominn á stað að vera að keppa á móti þessum mönnum. Það er bara ótrúlega gaman. Þannig að ég er mjög spenntur,“ segir Þorgils. „Þetta er bara geggjað. Það var Lechaj í síðasta leik og svo hann. Það er bara geggjað að fá að spila á móti þeim,“ segir Benedikt. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Sjá meira
Valur og Ystad mætast klukkan 19:45 í kvöld en sænska liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið bæði þýska liðið Flensburg og PAUC frá Frakklandi í síðustu leikjum. Valsmenn þurfa því að eiga sinn besta leik. „Þeir er náttúrulega búnir að vinna síðustu tvo leiki, gegn kannski tveimur bestu liðunum í riðlinum. Þannig að þeir er mjög góðir og með legend þarna hægra megin í Kim Andersson og miðjumaðurinn er frábær líka hjá þeim. En ef við náum að hlaupa á þá og gera það sem við gerum best held ég að við séum í góðum málum bara,“ segir Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, um leikinn í kvöld. Klippa: Spenntir fyrir því að mæta Kim Andersson „Þeir eru með mjög flott lið, góða hægri skyttu, Kim Andersson náttúrulega mjög vel þekktur leikmaður, en aðrir líka bara mjög góðir; snöggur miðjumaður, fín vinstri skytta og þungur línumaður eins og í flestum þessum liðum. Heilt yfir er þetta mjög gott lið,“ segir liðsfélagi hans Þorgils Jón Svölu- Baldursson. Frábært að mæta manni sem fylgst var með í æsku Líkt og þeir nefna er sænska goðsögnin, hinn fertugi Kim Andersson, er leikmaður Ystad. Hann lék um árabil með Kiel og hefur skorað yfir 800 mörk fyrir sænska landsliðið. Segja þeir félagar afar spennandi að mæta honum. Kim Andersson var í Kiel um árabil.Jan Christensen/FrontzoneSport via Getty Images „Það er náttúrulega frábært að mæta mönnum sem maður hafði bara heyrt um þegar maður var yngri. Nú er maður kominn á stað að vera að keppa á móti þessum mönnum. Það er bara ótrúlega gaman. Þannig að ég er mjög spenntur,“ segir Þorgils. „Þetta er bara geggjað. Það var Lechaj í síðasta leik og svo hann. Það er bara geggjað að fá að spila á móti þeim,“ segir Benedikt. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Sjá meira
Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30