Goðsögnin Maggi Pé fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2022 10:07 Magnús var mikill Þróttari og var einn af stofnendum Skákdeildar Þróttar á sínum tíma. Magnús Vignir Pétursson, kaupmaður og milliríkjadómari í bæði handbolta og knattspyrnu, lést föstudaginn 9. desember 89 ára gamall. Greint er frá andláti hans í tilkynningu í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að Magnús hafi fæðst í Reykjavík á gamlársdag 1932, sonur hjónanna Péturs J. Guðmundssonar, trillukarls í Skerjafirði, og konu hans, Sigurbjargar Jónu Magnúsdóttur, húsfreyju. Magnús var mikill áhugamaður um íþróttir, grjótharður stuðningsmaður Liverpool og gegnheill Þróttari en hann kom að stofnun félagsins árið 1949. Þá var hann mikill áhugamaður um skák, alltaf í stuði og kjaftaði af honum hver tuska. Hann var af flestum í íþróttaheiminum þekktur sem Maggi Pé. Í æviágripi Magga í Morgunblaðinu segir: „Starfsferillinn hófst snemma því Magnús tók til starfa sem sendisveinn hjá Kaffi Höll átta ára gamall og varð síðan sendisveinn hjá Búnaðarbankanum. Hann var verslunarstjóri hjá KRON við Fálkagötu og síðar sölumaður hjá verksmiðju Magnúsar Víglundssonar. Árið 1965 stofnaði hann heildverslunina Hoffell og rak alla tíð og stofnaði með Valdimar syni sínum knattspyrnuverslunina Jóa Útherja í Ármúla árið 1999. Verslunin keypti síðar Hoffell og Magnús hætti kaupmennsku þegar Valdimar keypti hans hlut í Jóa Útherja fyrir um átta árum. Magnús hóf ungur þátttöku í handknattleik og knattspyrnu með Fram og var síðar einn af stofnfélögum Þróttar 1949. Hann var einn af forvígismönnum skákæfinga hjá félaginu og um tíma formaður bridsdeildar. Hann var fljótlega farinn að þjálfa yngri flokka. Þá var hann formaður handknattleiksdeildar Þróttar í fjögur ár. Árið 1950 tók hann dómarapróf í knattspyrnu, varð landsdómari 1956 og alþjóðlegur FIFA-dómari 1965. Hann starfaði sem dómari í 30 ár og dæmdi víða um lönd. Magnús dæmdi einnig í handknattleik og var með alþjóðleg réttindi í þeirri grein. Magnús hefur verið sæmdur gullmerki Þróttar, KSÍ, HSÍ, ÍBR og KRR fyrir störf sín. Hann var útnefndur heiðursfélagi Þróttar á síðasta ári. Hann var heiðursfélagi númer 1 í Liverpool-klúbbnum.“ Að neðan má sjá viðtal við Magga úr Þróttaravarpinu sem tekið var fyrr á árinu. Andlát Fótbolti Þróttur Reykjavík Skák Handbolti Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Greint er frá andláti hans í tilkynningu í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að Magnús hafi fæðst í Reykjavík á gamlársdag 1932, sonur hjónanna Péturs J. Guðmundssonar, trillukarls í Skerjafirði, og konu hans, Sigurbjargar Jónu Magnúsdóttur, húsfreyju. Magnús var mikill áhugamaður um íþróttir, grjótharður stuðningsmaður Liverpool og gegnheill Þróttari en hann kom að stofnun félagsins árið 1949. Þá var hann mikill áhugamaður um skák, alltaf í stuði og kjaftaði af honum hver tuska. Hann var af flestum í íþróttaheiminum þekktur sem Maggi Pé. Í æviágripi Magga í Morgunblaðinu segir: „Starfsferillinn hófst snemma því Magnús tók til starfa sem sendisveinn hjá Kaffi Höll átta ára gamall og varð síðan sendisveinn hjá Búnaðarbankanum. Hann var verslunarstjóri hjá KRON við Fálkagötu og síðar sölumaður hjá verksmiðju Magnúsar Víglundssonar. Árið 1965 stofnaði hann heildverslunina Hoffell og rak alla tíð og stofnaði með Valdimar syni sínum knattspyrnuverslunina Jóa Útherja í Ármúla árið 1999. Verslunin keypti síðar Hoffell og Magnús hætti kaupmennsku þegar Valdimar keypti hans hlut í Jóa Útherja fyrir um átta árum. Magnús hóf ungur þátttöku í handknattleik og knattspyrnu með Fram og var síðar einn af stofnfélögum Þróttar 1949. Hann var einn af forvígismönnum skákæfinga hjá félaginu og um tíma formaður bridsdeildar. Hann var fljótlega farinn að þjálfa yngri flokka. Þá var hann formaður handknattleiksdeildar Þróttar í fjögur ár. Árið 1950 tók hann dómarapróf í knattspyrnu, varð landsdómari 1956 og alþjóðlegur FIFA-dómari 1965. Hann starfaði sem dómari í 30 ár og dæmdi víða um lönd. Magnús dæmdi einnig í handknattleik og var með alþjóðleg réttindi í þeirri grein. Magnús hefur verið sæmdur gullmerki Þróttar, KSÍ, HSÍ, ÍBR og KRR fyrir störf sín. Hann var útnefndur heiðursfélagi Þróttar á síðasta ári. Hann var heiðursfélagi númer 1 í Liverpool-klúbbnum.“ Að neðan má sjá viðtal við Magga úr Þróttaravarpinu sem tekið var fyrr á árinu.
Andlát Fótbolti Þróttur Reykjavík Skák Handbolti Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira