Fimmfaldur Íslandsmeistari ráðinn inn á skrifstofu ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2022 15:01 Einn sigursælasti leikmaðurinn í sögu Skagamanna er farinn að vinna á skrifstofu ÍSÍ. Vísir/Hulda Margrét Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ráðið í tvær stöður á skrifstofu sambandsins en það er ný staða rekstrarstjóra og staða sérfræðings í kynningarmálum á skrifstofu ÍSÍ. Kári Steinn Reynisson hefur verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra og Sigríður Unnur Jónsdóttir í stöðu sérfræðings í kynningarmálum, á skrifstofu ÍSÍ. Kári Steinn varð á sínum tíma fimmfaldur Íslandsmeistari með Skagamönnum og er aðeins einn af fjórum mönnum sem hafa spilað yfir tvö hundruð leiki fyrir ÍA í efstu deild. Kári Steinn er með BS gráðu i viðskiptafræði af stjórnunar- og markaðsfræðisviði frá Háskóla Íslands og lýkur MBA námi frá sama skóla næstkomandi vor. Hann hefur víðtæka reynslu úr bankageiranum en hann starfaði lengi hjá bæði Arion banka og Landsbankanum en einnig starfaði hann hjá Ríkisskattstjóra í nokkur ár. Kári Steinn lék knattspyrnu með meistaraflokki ÍA í fimmtán ár en hefur einnig starfað sem þjálfari í knattspyrnuhreyfingunni. Kári mun meðal annars sjá um ýmis mál er snúa að daglegum rekstri ÍSÍ og Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, ýmis verkefni er tengjast sjóðum ÍSÍ, svo sem Afrekssjóði, Ólympíusamhjálpinni og styrkjakerfi Erasmus+, sem og áætlanagerð og eftirfylgni. Sigríður Unnur Jónsdóttir var ráðin í stöðu sérfræðings í kynningarmálum. Hún er með BS gráðu í alþjóða markaðsfræði frá Tækniháskólanum/HR og einnig lokið iðnrekstrarfræði frá sama skóla. Sigríður Unnur hefur gegnt stöðu markaðsfulltrúa Bauhaus Íslandi frá árinu 2017 og var einnig markaðsstjóri framleiðsluvara SS um tíma. Hún hefur reynslu úr íþróttahreyfingunni sem keppandi í handknattleik, þjálfari og starfsmaður hjá Val og þjálfari hjá Gróttu. Sigríður Unnur mun hefja störf á skrifstofu ÍSÍ um miðjan janúar nk. Hún mun annast miðla ÍSÍ, kynningarefni og kynningarmál sambandsins. ÍSÍ Vistaskipti Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Kári Steinn Reynisson hefur verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra og Sigríður Unnur Jónsdóttir í stöðu sérfræðings í kynningarmálum, á skrifstofu ÍSÍ. Kári Steinn varð á sínum tíma fimmfaldur Íslandsmeistari með Skagamönnum og er aðeins einn af fjórum mönnum sem hafa spilað yfir tvö hundruð leiki fyrir ÍA í efstu deild. Kári Steinn er með BS gráðu i viðskiptafræði af stjórnunar- og markaðsfræðisviði frá Háskóla Íslands og lýkur MBA námi frá sama skóla næstkomandi vor. Hann hefur víðtæka reynslu úr bankageiranum en hann starfaði lengi hjá bæði Arion banka og Landsbankanum en einnig starfaði hann hjá Ríkisskattstjóra í nokkur ár. Kári Steinn lék knattspyrnu með meistaraflokki ÍA í fimmtán ár en hefur einnig starfað sem þjálfari í knattspyrnuhreyfingunni. Kári mun meðal annars sjá um ýmis mál er snúa að daglegum rekstri ÍSÍ og Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, ýmis verkefni er tengjast sjóðum ÍSÍ, svo sem Afrekssjóði, Ólympíusamhjálpinni og styrkjakerfi Erasmus+, sem og áætlanagerð og eftirfylgni. Sigríður Unnur Jónsdóttir var ráðin í stöðu sérfræðings í kynningarmálum. Hún er með BS gráðu í alþjóða markaðsfræði frá Tækniháskólanum/HR og einnig lokið iðnrekstrarfræði frá sama skóla. Sigríður Unnur hefur gegnt stöðu markaðsfulltrúa Bauhaus Íslandi frá árinu 2017 og var einnig markaðsstjóri framleiðsluvara SS um tíma. Hún hefur reynslu úr íþróttahreyfingunni sem keppandi í handknattleik, þjálfari og starfsmaður hjá Val og þjálfari hjá Gróttu. Sigríður Unnur mun hefja störf á skrifstofu ÍSÍ um miðjan janúar nk. Hún mun annast miðla ÍSÍ, kynningarefni og kynningarmál sambandsins.
ÍSÍ Vistaskipti Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira