Ragnar Þór boðar birtingu hryllingssagna leigjenda Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 12:19 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur skorið upp herör gegn leigufélaginu Ölmu og boðar birtingu sláandi sagna leigjenda af samskiptum við félagið sem Ragnar Þór segir okra og fara með staðlausa stafi til að breiða yfir vafasamt framferði sitt. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir fyrirliggjandi sláandi sögur af samskiptum leigjenda Ölmu. Hann segir að til standi að birta þessar sögur. Ragnar Þór hefur á undanförnum dögum þjarmað að leigufélaginu Ölmu sem hefur verið í deiglunni undanfarna daga eftir að það komst í sviðsljósið eftir að greint var frá því í síðustu viku að Alma hafi hækkað leigu hjá öryrkja um þrjátíu prósent. Segir fullyrðingar framkvæmdastjóra Ölmu engu vatni halda „Ég vil þakka frábærar viðtökur við fyrri póstum mínum um stöðu fólks á leigumarkaði og þá sérstaklega málefni tengd Ölmu,“ segir Ragnar Þór í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þar greinir Ragnar frá því að hann hafi kallað eftir dæmum í umræðuhópi leigjenda til að kanna hvort fullyrðingar stjórnarformanns Ölmu, þess efnis að 30 prósenta hækkun í tilteknu dæmi væri undantekning eða einsdæmi. Og hvort það kæmi til vegna undirverðlagningar í miðbænum vegna Covid. Þá vill Ragnar Þór einnig fara í saumana á því hvort sú fullyrðing stæðist um að eingöngu væri verið að aðlaga leiguverð að markaðsvirði, svo fátt eitt sé nefnt. Sláandi sögur leigjenda Ölmu „Það stóð ekki á viðbrögðum og vægast sagt sláandi sögur, í staðfestum samskiptum við Ölmu. Þetta eru gögn sem hrekja málflutning stjórnarformanns Ölmu að nær öllu leiti. Við fyrstu skoðun og af þeim dæmum sem við höfum sannreynt lítur allt út fyrir að Alma sé að keyra upp markaðsvirði „Okra“ í samanburði við sambærilegar útleigðar eignir á sömu svæðum.“ Ragnar Þór segir fyrirliggjandi gögn staðfesta að íbúðin sem var undir í fréttinni sem velti umfjölluninni af stað væri ekki einsdæmi heldur hafi iðkað það um árabil að gefa í leiguverð eftir að nýir eigendur komu inn í fyrirtækið. „Við höfum fengið leyfi frá nokkrum aðilum um að birta hluta þessara gagna,“ segir Ragnar Þór og auglýsir eftir fleiri dæmum, sögum þar sem greint er frá slæmri upplifun fólks af leigumarkaði á Íslandi. Leigumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Sjá meira
Ragnar Þór hefur á undanförnum dögum þjarmað að leigufélaginu Ölmu sem hefur verið í deiglunni undanfarna daga eftir að það komst í sviðsljósið eftir að greint var frá því í síðustu viku að Alma hafi hækkað leigu hjá öryrkja um þrjátíu prósent. Segir fullyrðingar framkvæmdastjóra Ölmu engu vatni halda „Ég vil þakka frábærar viðtökur við fyrri póstum mínum um stöðu fólks á leigumarkaði og þá sérstaklega málefni tengd Ölmu,“ segir Ragnar Þór í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þar greinir Ragnar frá því að hann hafi kallað eftir dæmum í umræðuhópi leigjenda til að kanna hvort fullyrðingar stjórnarformanns Ölmu, þess efnis að 30 prósenta hækkun í tilteknu dæmi væri undantekning eða einsdæmi. Og hvort það kæmi til vegna undirverðlagningar í miðbænum vegna Covid. Þá vill Ragnar Þór einnig fara í saumana á því hvort sú fullyrðing stæðist um að eingöngu væri verið að aðlaga leiguverð að markaðsvirði, svo fátt eitt sé nefnt. Sláandi sögur leigjenda Ölmu „Það stóð ekki á viðbrögðum og vægast sagt sláandi sögur, í staðfestum samskiptum við Ölmu. Þetta eru gögn sem hrekja málflutning stjórnarformanns Ölmu að nær öllu leiti. Við fyrstu skoðun og af þeim dæmum sem við höfum sannreynt lítur allt út fyrir að Alma sé að keyra upp markaðsvirði „Okra“ í samanburði við sambærilegar útleigðar eignir á sömu svæðum.“ Ragnar Þór segir fyrirliggjandi gögn staðfesta að íbúðin sem var undir í fréttinni sem velti umfjölluninni af stað væri ekki einsdæmi heldur hafi iðkað það um árabil að gefa í leiguverð eftir að nýir eigendur komu inn í fyrirtækið. „Við höfum fengið leyfi frá nokkrum aðilum um að birta hluta þessara gagna,“ segir Ragnar Þór og auglýsir eftir fleiri dæmum, sögum þar sem greint er frá slæmri upplifun fólks af leigumarkaði á Íslandi.
Leigumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Sjá meira
Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00
„Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02