Órökstudd aðför að bláum Capri Hildur Sverrisdóttir skrifar 17. desember 2022 07:01 Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB sem mun banna Salem og Capri bláan ásamt öðrum mentol sígarettum. Tilgangurinn er að hlífa börnum, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir að mentol sígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir. En svo er einfaldlega ekki. Rökstuðninginn vantar Í frumvarpinu er rökstuðningurinn vægast sagt rýr. Þar er eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi „einkennandi“ bragð. Hvorki í frumvarpinu né í tilskipun þeirri sem frumvarpið byggir á er að finna rökstuðning fyrir því að mentol bragð í tóbaki sé slíkt einkennandi bragð sem setji meiri hvata til reykinga en ella. Ekki er gerð tilraun til frekari rökstuðnings að öðru leyti en að tekið er fram að WHO hvetji til þess að innihaldsefni sem auka bragðgæði séu fjarlægð. Sama er uppi á teningnum með að ekkert er vikið að rökstuðningi um einhvers konar sönnur á því að mentol auki bragðgæði í þeim skilningi sem þar um ræðir. Ómálefnalegt ójafnræði Fyrir utan að upplýst umræða og forvarnir eru alltaf betri en boð og bönn að þá skiptir máli að hafa í huga að með frumvarpinu er ekki verið að stoppa af jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur í stórum stíl. Það er verið að banna mentol sem enginn hefur sýnt fram á að hugnist ungmennum meir eða sé óumdeilt bragðbetra. Hins vegar er það fjórðungur fullorðins reykingafólks, djammreykingafólk og þær sem fara út á svalir í saumaklúbbnum sem kunna vel við sínar mentol sígó. Nú á að taka það frá þeim. Þetta er freklegt ójafnræði á milli fólks um að velja á milli tegunda á löglegri neysluvöru sem að mínu viti fær ekki staðist með svo litlum rökstuðningi. Lýðheilsa skiptir auðvitað máli en hér er ekki verið að banna tóbak eða eitthvað slíkt. Þetta er frekar eins og fyrir lægi að ekki ætti að banna sykurlausa drykki, en að ákveðið yrði að allir sem kjósa Pepsi max lime þyrftu án nokkurs haldbærs rökstuðnings framvegis að sætta sig við Pepsi max. Engin lögfræðileg stoð fyrir banni EES-samningurinn er mikilvægasta viðskiptasamningssamband sem við Íslendingar eigum. En stundum er það svo að þær innleiðingar sem okkur er boðið upp á hér eru bara helber vitleysa eins og þetta mentolbragðsbann ber vitni um. Það er því miður að því er virðist einhvers konar misskilningur eða sýndar lýðheilsuaðgerð sem er algerlega órökstudd. Það er einfaldlega engin rökrétt né lögfræðileg stoð fyrir því banni sem frumvarpið felur i sér. Mentolbann verði fellt út Því lagði ég til í ræðu minni við framsögu ráðherra á málinu að velferðarnefnd hafni forsendum frumvarpsins vegna rökleysis og breyti frumvarpinu á þann hátt að mentol bragðið verði fellt þar út. Ég trúi því að ESA muni ekki geta annað en fallist á það, en ef ekki er vel þess virði að ESA þusi smá, ef fyrir það fæst að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sínar mentol í friði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB sem mun banna Salem og Capri bláan ásamt öðrum mentol sígarettum. Tilgangurinn er að hlífa börnum, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir að mentol sígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir. En svo er einfaldlega ekki. Rökstuðninginn vantar Í frumvarpinu er rökstuðningurinn vægast sagt rýr. Þar er eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi „einkennandi“ bragð. Hvorki í frumvarpinu né í tilskipun þeirri sem frumvarpið byggir á er að finna rökstuðning fyrir því að mentol bragð í tóbaki sé slíkt einkennandi bragð sem setji meiri hvata til reykinga en ella. Ekki er gerð tilraun til frekari rökstuðnings að öðru leyti en að tekið er fram að WHO hvetji til þess að innihaldsefni sem auka bragðgæði séu fjarlægð. Sama er uppi á teningnum með að ekkert er vikið að rökstuðningi um einhvers konar sönnur á því að mentol auki bragðgæði í þeim skilningi sem þar um ræðir. Ómálefnalegt ójafnræði Fyrir utan að upplýst umræða og forvarnir eru alltaf betri en boð og bönn að þá skiptir máli að hafa í huga að með frumvarpinu er ekki verið að stoppa af jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur í stórum stíl. Það er verið að banna mentol sem enginn hefur sýnt fram á að hugnist ungmennum meir eða sé óumdeilt bragðbetra. Hins vegar er það fjórðungur fullorðins reykingafólks, djammreykingafólk og þær sem fara út á svalir í saumaklúbbnum sem kunna vel við sínar mentol sígó. Nú á að taka það frá þeim. Þetta er freklegt ójafnræði á milli fólks um að velja á milli tegunda á löglegri neysluvöru sem að mínu viti fær ekki staðist með svo litlum rökstuðningi. Lýðheilsa skiptir auðvitað máli en hér er ekki verið að banna tóbak eða eitthvað slíkt. Þetta er frekar eins og fyrir lægi að ekki ætti að banna sykurlausa drykki, en að ákveðið yrði að allir sem kjósa Pepsi max lime þyrftu án nokkurs haldbærs rökstuðnings framvegis að sætta sig við Pepsi max. Engin lögfræðileg stoð fyrir banni EES-samningurinn er mikilvægasta viðskiptasamningssamband sem við Íslendingar eigum. En stundum er það svo að þær innleiðingar sem okkur er boðið upp á hér eru bara helber vitleysa eins og þetta mentolbragðsbann ber vitni um. Það er því miður að því er virðist einhvers konar misskilningur eða sýndar lýðheilsuaðgerð sem er algerlega órökstudd. Það er einfaldlega engin rökrétt né lögfræðileg stoð fyrir því banni sem frumvarpið felur i sér. Mentolbann verði fellt út Því lagði ég til í ræðu minni við framsögu ráðherra á málinu að velferðarnefnd hafni forsendum frumvarpsins vegna rökleysis og breyti frumvarpinu á þann hátt að mentol bragðið verði fellt þar út. Ég trúi því að ESA muni ekki geta annað en fallist á það, en ef ekki er vel þess virði að ESA þusi smá, ef fyrir það fæst að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sínar mentol í friði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun