Breytingarnar munu taka til stærstu samfélagsmiðla heims, til dæmis Facebook og Instagram. Twitter birti ítarlegan lista yfir samfélagsmiðla sem breytingarnar taka til. Athygli hefur vakið að samfélagsmiðillinn TikTok sé ekki á listanum og falli þar af leiðandi utan reglnanna.
We recognize that many of our users are active on other social media platforms. However, we will no longer allow free promotion of certain social media platforms on Twitter.
— Twitter Support (@TwitterSupport) December 18, 2022
„Við áttum okkur á því að margir notenda okkar noti einnig aðra samfélagsmiðla. Hins vegar munum við ekki leyfa endurgjaldslausar auglýsingar á öðrum samfélagsmiðlum á Twitter,“ sagði í færslu frá stjórnendateymi miðlisins.
Dæmi um færslur sem ekki má birta eru til dæmis: „Eltu mig hér á Instagram,“ eða „Kíktu á Facebook-síðuna mína hér.“
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Elon Musk, nýr eigandi fyrirtækisins, hefur gripið til sambærilegra aðgerða. Í vikunni eyddi Twitter reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu höfðu fjallað um Musk. Blaðamennirnir höfðu fjallað um flugferðir auðkýfingsins, sem hann sagði vera ígildi „launmorðshnita.“
Reglum Twitter var þá breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntímastaðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum.