Dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku fyrir tæpum fimmtíu árum Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2022 10:17 Dennis McGory (74) var 28 ára gamall þegar hann nauðgaði og myrti hina fimmtán ára gömlu Jacqueline Montgomery árið 1975. Lögreglan í Lundúnum Breskur maður hefur verið dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku, nærri því fimmtíu árum eftir að mál gegn honum var fellt niður. Ný greining á lífsýnum sem tekin voru þegar Jacqueline Montgomery var myrt sýndi fram á sekt Dennis McGory. Talið er að McGory, þá 28 ára gamall, hafi verið að leita að konu sinni þegar hann fór til heimilis Jacqueline Montgomery, frænku konu sinnar, í norðurhluta Lundúna en hún var fimmtán ára gömul. McGory er sagður hafa ráðist á stúlkuna til að fá hana til að segja sér hvar kona hans væri, samkvæmt frétt Sky News. Faðir stúlkunnar kom að líki hennar en McGory hafði nauðgað henni, stungið hana og kyrkt. Hann neitaði sök og dómari felldi málið gegn honum niður árið 1976 vegna skorts á sönnunargögnum. Lífsýni sem tekin voru úr leggöngum Montgomery voru geymd í öll þessi ár og voru þau nýlega greind með nútímatækni. Sú greining staðfesti að McGory hefði nauðgað Montgomery og var hann handtekinn og ákærður aftur. Hann er nú 74 ára gamall og við slæma heilsu en samkvæmt frétt BBC var honum lýst í dómsal sem drykkfelldum og ofbeldishneigðum fauta. Saksóknarar sögðu hann hafa áður hótað því að nauðga Montgomery. Sár fundust á McGrory á sínum tíma en hann sagðist hafa orðið fyrir árás fjögurra manna. Þar að auki fannst blaðsíða úr dagbók Montgommery á honum en hann sagðist hafa fengið hana frá sömu mönnum. Hér að neðan má sjá myndband frá breskum saksóknurum þar sem saksóknari fer yfir málið. Lög um að ekki væri hægt að rétta tvisvar sinnum yfir fólki fyrir sama meinta brotið voru felld úr gildi í Bretlandi árið 2003. Lögunum var breytt á þann veg að líti mikilvæg ný sönnunargögn dagsins ljós sé hægt að ákæra fólk aftur og rétt yfir þeim. Þetta tiltekna mál er það elsta sem tekið hefur verið fyrir aftur eftir að lögunum var breytt. Bretland Erlend sakamál Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Talið er að McGory, þá 28 ára gamall, hafi verið að leita að konu sinni þegar hann fór til heimilis Jacqueline Montgomery, frænku konu sinnar, í norðurhluta Lundúna en hún var fimmtán ára gömul. McGory er sagður hafa ráðist á stúlkuna til að fá hana til að segja sér hvar kona hans væri, samkvæmt frétt Sky News. Faðir stúlkunnar kom að líki hennar en McGory hafði nauðgað henni, stungið hana og kyrkt. Hann neitaði sök og dómari felldi málið gegn honum niður árið 1976 vegna skorts á sönnunargögnum. Lífsýni sem tekin voru úr leggöngum Montgomery voru geymd í öll þessi ár og voru þau nýlega greind með nútímatækni. Sú greining staðfesti að McGory hefði nauðgað Montgomery og var hann handtekinn og ákærður aftur. Hann er nú 74 ára gamall og við slæma heilsu en samkvæmt frétt BBC var honum lýst í dómsal sem drykkfelldum og ofbeldishneigðum fauta. Saksóknarar sögðu hann hafa áður hótað því að nauðga Montgomery. Sár fundust á McGrory á sínum tíma en hann sagðist hafa orðið fyrir árás fjögurra manna. Þar að auki fannst blaðsíða úr dagbók Montgommery á honum en hann sagðist hafa fengið hana frá sömu mönnum. Hér að neðan má sjá myndband frá breskum saksóknurum þar sem saksóknari fer yfir málið. Lög um að ekki væri hægt að rétta tvisvar sinnum yfir fólki fyrir sama meinta brotið voru felld úr gildi í Bretlandi árið 2003. Lögunum var breytt á þann veg að líti mikilvæg ný sönnunargögn dagsins ljós sé hægt að ákæra fólk aftur og rétt yfir þeim. Þetta tiltekna mál er það elsta sem tekið hefur verið fyrir aftur eftir að lögunum var breytt.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira