Ívar Örn Hansen, einnig þekktur sem Helvítis kokkurinn, fór yfir bæði hefðir og nýjungar í þættinum Ísland í dag. Talaði hann meðal annars um að Wellington nautalund hafi verið „hittari“ síðustu ár og að önd sé að koma sterk inn aftur.
„Sumir eru rosa vanafastir. Ég er til dæmis vanafastur og það er alltaf hamborgarhryggur á aðfangadag hjá mér, sama hvað.“
Hann segir að þrátt fyrir að kannanir sýni að Íslendingar séu vanafastir, sé fjölbreytnin meiri en áður.
„Vegan veislan sem er búin að vera síðustu ár hefur látið mikið á sér bera.“
Margar leiðir eru til að elda hamborgarhrygg, uppáhalds jólamat Íslendinga.
„Mér finnst gott að elda hann upp úr bjór til dæmis,“ segir Ívar. Mikilvægast í eldamennskunni er þó mælirinn.
„Að eiga kjöthitamæli bjargar öllu.“
Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.