Sherrock tapaði fyrir Ricky Evans í gær, 3-1, og þátttöku hennar á HM er því lokið þetta árið.
Sherrock sló í gegn á HM 2020 þar sem hún skráði sig í sögubækurnar með því að vinna tvær viðureignir, fyrst kvenna á HM. Fyrir frammistöðu sína fékk hún viðurnefnið Hallardrottningin með vísun í Alexandra höllina þar sem HM fer venjulega fram.
Sherrock mætir þó eflaust aftur í Alexandra höllina því kærasti hennar, Cameron Manzies, er enn með í keppninni. Hann vann Diego Portela, 3-2, í 1. umferðinni og mætir Vincent van der Voort í 2. umferðinni á fimmtudaginn.
Skotinn Manzies, sem starfar sem pípari, er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum.