Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 19:20 Sendiráð Rússlands gagnrýndi utanríkisráðherra harðlega. Vísir/Egill Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra harðlega fyrir ummæli sem hún lét falla í sjónvarpsþætti í vikunni. Í þættinum gagnrýndi ráðherra rússnesk stjórnvöld en sendiráðið vísar ummælunum á bug. „Ég er algjörlega sannfærð um að þetta stríð er ekki eingöngu á milli Rússlands og Úkraínu. Það er ekki bara það að Rússlands sé að ráðast inn í fullvalda, sjálfstætt ríki, sem gerði ekkert af sér gagnvart Rússlandi eða neinum öðrum. Það er verið að vega að þessum gildum sem við byggjum tilveru okkar á – grundvallarmannréttindum,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars í þættinum Fréttavaktin á Hringbraut. Rússneska sendiráðið segir að sú fullyrðing standist ekki. Orð Þórdísar Kolbrúnar sýni einmitt tregðu íslenskra yfirvalda til að horfast í augu við „glæpi“ Úkraínumanna. Sendiráðið vísar öllu á bug „Síðustu átta ár, með þegjandi samþykki Bandaríkjamanna og evrópskra leiðtoga, hafa hersveitir Úkraínumanna drepið óbreytta borgara í Donbass. Þessar svokölluðu „hetjur“ hafa ógnað þjóð, sem ekkert hefur gert annað en að vilja tala rússnesku og neitað að deila nasískri hugmyndafræði,“ segir sendiráðið í færslu á Facebook. Sendiráðið rússneska heldur áfram og segir innrásina hafa verið eðlilega afleiðingu „margra ára misþyrmingar“ Úkraínumanna. Það þurfi ráðherra að hafa í huga. Þórdís Kolbrún gagnrýndi einnig herskyldu Rússa: „Þetta er auðvitað algjör harmsaga, það er verið að fara með rússnesk mannslíf, ungra drengja, þar sem er fókusað sérstaklega á fátækustu svæði í Rússlandi, og það er verið að fara með þessi líf eins og þetta séu einhverjar einnota vörur nánast,“ sagði ráðherra meðal annars. Þessu vísar sendiráðið einnig á bug og segir orðin ljóslega gefa skakka mynd af stöðu mála. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sendiráð á Íslandi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
„Ég er algjörlega sannfærð um að þetta stríð er ekki eingöngu á milli Rússlands og Úkraínu. Það er ekki bara það að Rússlands sé að ráðast inn í fullvalda, sjálfstætt ríki, sem gerði ekkert af sér gagnvart Rússlandi eða neinum öðrum. Það er verið að vega að þessum gildum sem við byggjum tilveru okkar á – grundvallarmannréttindum,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars í þættinum Fréttavaktin á Hringbraut. Rússneska sendiráðið segir að sú fullyrðing standist ekki. Orð Þórdísar Kolbrúnar sýni einmitt tregðu íslenskra yfirvalda til að horfast í augu við „glæpi“ Úkraínumanna. Sendiráðið vísar öllu á bug „Síðustu átta ár, með þegjandi samþykki Bandaríkjamanna og evrópskra leiðtoga, hafa hersveitir Úkraínumanna drepið óbreytta borgara í Donbass. Þessar svokölluðu „hetjur“ hafa ógnað þjóð, sem ekkert hefur gert annað en að vilja tala rússnesku og neitað að deila nasískri hugmyndafræði,“ segir sendiráðið í færslu á Facebook. Sendiráðið rússneska heldur áfram og segir innrásina hafa verið eðlilega afleiðingu „margra ára misþyrmingar“ Úkraínumanna. Það þurfi ráðherra að hafa í huga. Þórdís Kolbrún gagnrýndi einnig herskyldu Rússa: „Þetta er auðvitað algjör harmsaga, það er verið að fara með rússnesk mannslíf, ungra drengja, þar sem er fókusað sérstaklega á fátækustu svæði í Rússlandi, og það er verið að fara með þessi líf eins og þetta séu einhverjar einnota vörur nánast,“ sagði ráðherra meðal annars. Þessu vísar sendiráðið einnig á bug og segir orðin ljóslega gefa skakka mynd af stöðu mála.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sendiráð á Íslandi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira