Með ör fyrir lífstíð eftir að fá glas í andlitið á leik Man City og Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. desember 2022 08:00 Ekki voru öll mætt til að skemmta sér yfir leik Man City og Liverpool í enska deildarbikarnum. Chris Brunskill/Getty Images Unglingsstúlka hlaut höfuðáverka og ör fyrir lífstíð þegar plastglas fullt af smápeningum skall á andliti hennar á meðan Manchester City og Liverpool áttust við í enska deildarbikarnum. Manchester City vann 3-2 sigur á Liverpool í enska deildarbikarnum í liðinni viku og er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Það fór þó ekki allt stuðningsfólk Man City glatt heim af Etihad-vellinum en unglingsstúlka varð fyrir skelfilegri lífsreynslu. The Telegraph greinir frá því að 15 ára stúlka hafi fengið plastglas í andlitið sem væri ekki frásögufærandi nema glasið hafði verið fyllt af smápeningum og var kastað úr töluverðri hæð. Hlaut hún höfuðáverka og ör sem mun fylgja henni að eilífu. Greater Manchester Police have launched an investigation after a teenage #MCFC supporter suffered head injuries after being hit by a full plastic pint pot weighted with coins thrown from #LFC section during Thursday s Carabao Cup clash tie https://t.co/9YEjjvtViM— James Ducker (@TelegraphDucker) December 23, 2022 Myndbandsupptökur sýna að glasinu var kastað af svæðinu þar sem stuðningsfólk Liverpool var staðsett á vellinum. Ekki hefur tekist að finna sökudólginn en hans er nú leitað. Takist að hafa hendur í hári hans þá mun hann eiga yfir höfði sér lífstíðarbann á bæði Etihad sem og Anfield, heimavelli Liverpool. Þetta var langt frá því eina atvikið sem er til skoðunar eftir leikinn: Stuðningsmaður Man City var rekinn af leikvanginum eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garðs fatlaðs stuðningsmanns Liverpool. Smápeningar og reyksprengja var meðal þess sem var hent í fólk. Tveir menn voru handteknir eftir að reyna smygla eldfærum, blysum, inn á leikvanginn. Ráðist var á 53 ára gamlan mann að leik loknum. Hann þurfti að fara upp á spítala. Bæði félög hafa fordæmt hegðun stuðningsfólksins sem hagaði sér á þennan hátt. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Sjá meira
Manchester City vann 3-2 sigur á Liverpool í enska deildarbikarnum í liðinni viku og er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Það fór þó ekki allt stuðningsfólk Man City glatt heim af Etihad-vellinum en unglingsstúlka varð fyrir skelfilegri lífsreynslu. The Telegraph greinir frá því að 15 ára stúlka hafi fengið plastglas í andlitið sem væri ekki frásögufærandi nema glasið hafði verið fyllt af smápeningum og var kastað úr töluverðri hæð. Hlaut hún höfuðáverka og ör sem mun fylgja henni að eilífu. Greater Manchester Police have launched an investigation after a teenage #MCFC supporter suffered head injuries after being hit by a full plastic pint pot weighted with coins thrown from #LFC section during Thursday s Carabao Cup clash tie https://t.co/9YEjjvtViM— James Ducker (@TelegraphDucker) December 23, 2022 Myndbandsupptökur sýna að glasinu var kastað af svæðinu þar sem stuðningsfólk Liverpool var staðsett á vellinum. Ekki hefur tekist að finna sökudólginn en hans er nú leitað. Takist að hafa hendur í hári hans þá mun hann eiga yfir höfði sér lífstíðarbann á bæði Etihad sem og Anfield, heimavelli Liverpool. Þetta var langt frá því eina atvikið sem er til skoðunar eftir leikinn: Stuðningsmaður Man City var rekinn af leikvanginum eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garðs fatlaðs stuðningsmanns Liverpool. Smápeningar og reyksprengja var meðal þess sem var hent í fólk. Tveir menn voru handteknir eftir að reyna smygla eldfærum, blysum, inn á leikvanginn. Ráðist var á 53 ára gamlan mann að leik loknum. Hann þurfti að fara upp á spítala. Bæði félög hafa fordæmt hegðun stuðningsfólksins sem hagaði sér á þennan hátt.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Sjá meira