Enski boltinn

Ratcliffe viður­kennir mis­tök með Ten Hag og Ashworth

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sir Jim Ratcliffe og Erik ten Hag heilsast.
Sir Jim Ratcliffe og Erik ten Hag heilsast. getty/Manchester United

Sir Jim Ratcliffe viðurkennir að hafa gert mistök síðan hann eignaðist fjórðungshlut í félaginu. Meðal annars í málum Eriks ten Hag og Dans Ashworth.

Ten Hag gerði United að bikarmeisturum síðasta vor og eftir nokkra óvissu um framtíð hans skrifaði hann undir nýjan samning við félagið í sumar. Hann var svo rekinn í lok október.

Um svipað leyti var Ashworth látinn fara sem íþróttastjóri United, aðeins nokkrum mánuðum eftir að félagið eyddi háum fjárhæðum til að fá hann frá Newcastle United.

Í viðtali við BBC segir Ratcliffe að það hafi verið mistök að halda Ten Hag og ráða Ashworth.

„Ég er sammála að Erik ten Hag og Dan Ashworth ákvarðanirnar voru rangar. Ég gengst við því og biðst afsökunar,“ sagði Ratcliffe. Talið er að ákvörðunin að reka Ten Hag og ráða Ruben Amorim hafi kostað United tuttugu milljónir punda.

„Ef þú horfir á tímann þar sem við tókum ákvörðunina með Ten Hag hafði nýja stjórnarteymið ekki verið lengur en fimm mínútur í starfi. Þremur mánuðum síðar var ljóst að við höfðum rangt fyrir okkur en við héldum áfram. Ég held að við höfum leiðrétt þetta og erum á öðrum stað í dag.“

United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur aðeins unnið fimm af sautján deildarleikjum eftir að Amorim tók við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×