Enski boltinn

Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
William Saliba fagnar einu marka sinna fyrir Arsenal á tímabilinu. Hann ætlaðist til meiru af sjálfum sér á þessari leiktíð.
William Saliba fagnar einu marka sinna fyrir Arsenal á tímabilinu. Hann ætlaðist til meiru af sjálfum sér á þessari leiktíð. AP/Kirsty Wigglesworth

Stuðningsmenn Arsenal hafa sumir miklar áhyggjur af því hvort félagið geti haldið miðverðinum William Saliba hjá félaginu en hann fullvissaði þá um það að hann ætli sér að vinna titla með Arsenal áður en hann yfirgefur félagið.

Saliba hefur einnig trú á því að Arsenal geti farið alla leið í Meistaradeildinni í vor nú þegar enska úrvalsdeildin virðist vera runnin þeim úr greipum.

Saliba mætti á blaðamannafund fyrir seinni leik Arsenal og PSV Eindhoven í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arsenal er í frábærum málum eftir 7-1 sigur í fyrri leiknum.

Saliba var sjálfsgagnrýnin á fundinum og segist þurfa að standa sig betur ætli Arsenal að vinna titla.

„Ég er ánægður hér. Það er ekkert öðruvísi. Ég vil vinna stóra titla með Arsenal. Ef þú yfirgefur þetta félag án þess að vinna eitthvað þá munu stuðningsmennirnir gleyma þér Ég vil vinna stóra titla hér,“ sagði William Saliba.

„Ég vil verða besti varnarmaður heims einn daginn. Ég veit að það bíður mín mikil vinna og ég verð líka að vinna titla líka. Það er draumur minn,“ sagði Saliba.

„Ég er ekki kominn þangað enn en ég er heldur ekki upp á mitt besta akkúrat núna. Að mínu mati þá hef ég ekki verið nógu góður á þessu tímabili. Ég verð að skoða hvað gerðist og ég verð að vinna í mínum leik,“ sagði Saliba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×