Siðmennt fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 12:12 Inga Auðbjörg K. Straumland og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. Inga segir Þjóðkirkjuna fá gríðarlega mikið fé til sinnar starfsemi, rúma tvo milljarða í sóknargjöld auk 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu. Hörð hagsmunabarátta Þjóðkirkjunnar á hækkun sóknargjalda hefur hins vegar eflt hag Siðmenntar sem fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári. vísir/Baldur/aðsend Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina. Inga Auðbjörg hefur gagnrýnt Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands harðlega vegna orða sem féllu í jólapredikun biskups í Grafarvogskirkju um hátíðarnar. „Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins,“ sagði biskup meðal annars í ræðu sinni. Óskiljanlegur barlómur biskups Inga Auðbjörg telur þessi ummæli verulega ósmekkleg, að biskup vilji gera sig að fórnarlambi standist enga skoðun sé litið til forréttindastöðu hennar og Þjóðkirkjunnar. „Forstjóri ríkisstofnunar sem fær tæplega 7 milljarða í styrki frá ríkinu og 80 klukkustundir af ókeypis áróðri í ríkisútvarpinu, kvartar yfir þöggun,“ segir Inga Auðbjörg í tilefni þessara orða. Inga Auðbjörg var gestur í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun þar sem hún fór nánar í saumana á þessu máli. Þar sagði hún meðal annars að sóknargjöldin væru alltof há; „við fáum allt of mikil sóknargjöld. Það er alltaf verið að hækka þau og við höfum mótmælt því. Hún var spurð seinna í þættinum hversu mikið það væri sem Siðmennt fær á næsta ári í gegnum það fyrirkomulag? „Ég held ég hafi verið að að reikna það út að það væri eitthvað í kringum 68 milljónir. En það var bara ég á vasareikninum. Var ekki verið að hækka það í 1.900 krónur sirka á mánuði á persónu?“ spurði Inga. Framlag til Siðmenntar í kjölsogi hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar Ef til vill má það heita gráglettni örlaganna en rekja má þetta rausnarlega framlag til Siðmenntar til harðrar hagsmunabaráttu sem Þjóðkirkjan rekur fyrir sig; Siðmennt fylgir með í kjölsoginu. „Þetta er vegna þess að kirkjan lobbíar mjög hart á hverju ári fyrir fjárlögin. Þeim finnst einhvern veginn að sú lækkun sem þau tóku á sig í hruninu hafi ekki verið greidd til baka. Þetta er hægt að rekja í umsögnum sem Kirkjan sendi frá sér.“ segir Inga Að sögn Ingu fær Þjóðkirkjan rúma 2 milljarða í sóknargjöld á næsta ári. En ofan á það fær kirkjan 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu sem eru laun presta um allt land. „Við ætlum að þiggja þetta meðan það er kaka til skiptanna. Við getum þá notað þessa peninga til að niðurgreiða þjónustuna sem við bjóðum uppá fyrir okkar félaga. Því við erum náttúrlega ekki með hundrað starfsmenn á launaskrá ríkisins um allt land til að gifta, nefna og allt það.“ Trúmál Þjóðkirkjan Grunnskólar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Bítið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Inga Auðbjörg hefur gagnrýnt Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands harðlega vegna orða sem féllu í jólapredikun biskups í Grafarvogskirkju um hátíðarnar. „Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins,“ sagði biskup meðal annars í ræðu sinni. Óskiljanlegur barlómur biskups Inga Auðbjörg telur þessi ummæli verulega ósmekkleg, að biskup vilji gera sig að fórnarlambi standist enga skoðun sé litið til forréttindastöðu hennar og Þjóðkirkjunnar. „Forstjóri ríkisstofnunar sem fær tæplega 7 milljarða í styrki frá ríkinu og 80 klukkustundir af ókeypis áróðri í ríkisútvarpinu, kvartar yfir þöggun,“ segir Inga Auðbjörg í tilefni þessara orða. Inga Auðbjörg var gestur í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun þar sem hún fór nánar í saumana á þessu máli. Þar sagði hún meðal annars að sóknargjöldin væru alltof há; „við fáum allt of mikil sóknargjöld. Það er alltaf verið að hækka þau og við höfum mótmælt því. Hún var spurð seinna í þættinum hversu mikið það væri sem Siðmennt fær á næsta ári í gegnum það fyrirkomulag? „Ég held ég hafi verið að að reikna það út að það væri eitthvað í kringum 68 milljónir. En það var bara ég á vasareikninum. Var ekki verið að hækka það í 1.900 krónur sirka á mánuði á persónu?“ spurði Inga. Framlag til Siðmenntar í kjölsogi hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar Ef til vill má það heita gráglettni örlaganna en rekja má þetta rausnarlega framlag til Siðmenntar til harðrar hagsmunabaráttu sem Þjóðkirkjan rekur fyrir sig; Siðmennt fylgir með í kjölsoginu. „Þetta er vegna þess að kirkjan lobbíar mjög hart á hverju ári fyrir fjárlögin. Þeim finnst einhvern veginn að sú lækkun sem þau tóku á sig í hruninu hafi ekki verið greidd til baka. Þetta er hægt að rekja í umsögnum sem Kirkjan sendi frá sér.“ segir Inga Að sögn Ingu fær Þjóðkirkjan rúma 2 milljarða í sóknargjöld á næsta ári. En ofan á það fær kirkjan 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu sem eru laun presta um allt land. „Við ætlum að þiggja þetta meðan það er kaka til skiptanna. Við getum þá notað þessa peninga til að niðurgreiða þjónustuna sem við bjóðum uppá fyrir okkar félaga. Því við erum náttúrlega ekki með hundrað starfsmenn á launaskrá ríkisins um allt land til að gifta, nefna og allt það.“
Trúmál Þjóðkirkjan Grunnskólar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Bítið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira