Íþróttaeldhugi ársins verðlaunaður í fyrsta sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 22:46 Íþróttaeldhugi ársins verður útnefndur úr röðum sjálfboðaliða, samhliða vali á Íþróttamanni ársins. Samhliða kjöri á Íþróttamanni ársins þann 29. desember næstkomandi mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, standa fyrir þeirri nýbreytni að útnefna Íþróttaeldhuga ársins úr röðum sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni. Kallað var eftir tilnefningum frá almenningi og alls bárust 375 tilnefningar um 175 einstaklinga, úr 24 íþróttagreinum. Valnefnd fór yfir innsendar tilnefningar og valdi þrjá framúrskarandi einstaklinga úr hópnum. Þau þrjú sem urðu fyrir valinu eru; • Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands. Það er einnig í höndum valnefndarinnar að taka ákvörðun um hver þessara þriggja mun hljóta titilinn Íþróttaeldhugi ársins 2022, en öll eru þau vel að titlinum komin. Valnefndin var skipuð fyrrverandi afreksíþróttafólkinu; Þóreyju Eddu Elísdóttur formanni, Kristínu Rós Hákonardóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Bjarna Friðrikssyni og Degi Sigurðssyni. Íþróttaeldhugi ársins 2022 fær afhentan glæsilegan verðlaunagrip frá Lottó. „Íþróttastarfið á Íslandi stendur í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga sem gefið hafa af tíma sínum til að sinna sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Með þessari viðurkenningu viljum við lyfta upp starfi sjálfboðaliðans og þakka fyrir hið óeigingjarna starf sem unnið er af fjölda fólks um land allt,” segir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ. Almenningi gafst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða en leitað var eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að sinna stjórnunarstörfum, safna fjármunum, bæta aðstöðu eða auka þátttöku hvar á landinu sem er. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segir markmiðið með verðlaununum einfalt. „Við viljum beina kastljósinu að fólkinu á bak við tjöldin í íþróttahreyfingunni og vekja verðskuldaða athygli á ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða um land allt,“ sagði Stefán. Íþróttamaður ársins ÍSÍ Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz „Það falla mörg tár á sunnudag“ Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Meistararnir mæta Haukum Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Dagskráin: Víkingar heima í Sambandsdeildinni og fullt af körfubolta Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Sjá meira
Kallað var eftir tilnefningum frá almenningi og alls bárust 375 tilnefningar um 175 einstaklinga, úr 24 íþróttagreinum. Valnefnd fór yfir innsendar tilnefningar og valdi þrjá framúrskarandi einstaklinga úr hópnum. Þau þrjú sem urðu fyrir valinu eru; • Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands. Það er einnig í höndum valnefndarinnar að taka ákvörðun um hver þessara þriggja mun hljóta titilinn Íþróttaeldhugi ársins 2022, en öll eru þau vel að titlinum komin. Valnefndin var skipuð fyrrverandi afreksíþróttafólkinu; Þóreyju Eddu Elísdóttur formanni, Kristínu Rós Hákonardóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Bjarna Friðrikssyni og Degi Sigurðssyni. Íþróttaeldhugi ársins 2022 fær afhentan glæsilegan verðlaunagrip frá Lottó. „Íþróttastarfið á Íslandi stendur í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga sem gefið hafa af tíma sínum til að sinna sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Með þessari viðurkenningu viljum við lyfta upp starfi sjálfboðaliðans og þakka fyrir hið óeigingjarna starf sem unnið er af fjölda fólks um land allt,” segir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ. Almenningi gafst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða en leitað var eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að sinna stjórnunarstörfum, safna fjármunum, bæta aðstöðu eða auka þátttöku hvar á landinu sem er. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segir markmiðið með verðlaununum einfalt. „Við viljum beina kastljósinu að fólkinu á bak við tjöldin í íþróttahreyfingunni og vekja verðskuldaða athygli á ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða um land allt,“ sagði Stefán.
• Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands.
Íþróttamaður ársins ÍSÍ Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz „Það falla mörg tár á sunnudag“ Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Meistararnir mæta Haukum Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Dagskráin: Víkingar heima í Sambandsdeildinni og fullt af körfubolta Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Sjá meira