Samvinna og samstarf eða sameining sveitarfélaga? Sara Dðgg Svanhildardóttir skrifar 29. desember 2022 14:31 Nýverið endurnýjuðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um samstarf án skuldbindinga þvert á velferðarsvið sveitarfélaganna. Þau eru fjölmörg verkefnin sem sveitarfélögin hafa samráð um ekki síst um þjónustu er varðar velferð. Eitt af því góða sem heimsfaraldurinn leiddi af sér var aukið samráð fræðslu- og velferðarsviða. Þvert á sveitarfélög sameinuðust kraftar fólksins í brúnni enda verkefnið einstakt, ólíkt öllum öðrum verkefnum sem áður hafa komið á borð stjórnsýslunnar. Samræmdar aðgerðir, samkomutakmarkanir, fagleg og ábyrg ákvarðanataka sem hafði mikil áhrif á daglegt líf fólks, barna, ungmenna og viðkvæmra hópa líkt og fatlaðra og aldraðra.Heilt yfir þykir hafa tekist vel til og þau sem stóðu í brúnni eru sammála um að samstarfið skipti máli, gerði ákvarðanir sem teknar voru betri og öruggari. Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að rýna tækifærin og grípa þau sem flest. Horfa vítt og vinna að almennri farsæld allra. Hrista af sér gamlan vana og venjur. Hugsa út fyrir boxið eins og sagt er. Skapa nýja umgjörð um það sem úrelt er. Það sem ekki virkar. Til þess er pólitíkin. Til þess að horfa á stóru myndina, samfélagið. Hvernig byggjum við upp gott samfélag fyrir öll, óháð stétt eða stöðu eða búsetu. Týnum okkur ekki í því smáa, heldur tökum höndum saman, þvert á sveitarfélög og eflum samstarf með eða án skuldbindinga. Eflum kerfin okkar, tökum þau áfram inn í framtíðina og búum svo um að þau þjóni tilgangi sínum en standi ekki í stað. Þannig getum við tryggt að öll njóti lögbundinnar þjónustu sem hið pólitíska svið getur verið stolt af að hafa byggt upp saman. Tími umræðunnar um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er núna. Sýnin er ólík en eitt er víst að öll samtöl leiða af sér nýjar víddir, nýja sýn. Þó sýnin sé ekki endilega sú sama fyrir öll skapar hún ný tækifæri til að grípa. Undirstöður eru sterkar. Samráðið er til staðar, samstaðan er til staðar og fjölmörg verkefni eru unnin og teknar ákvarðanir um saman. Lyftum umræðunni, skiptumst á skoðunum. Vegum og metum. Og sjáum hvort við mögulega komumst að nýrri niðurstöðu en þeirri sem við göngum út frá í dag. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Garðabær Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýverið endurnýjuðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um samstarf án skuldbindinga þvert á velferðarsvið sveitarfélaganna. Þau eru fjölmörg verkefnin sem sveitarfélögin hafa samráð um ekki síst um þjónustu er varðar velferð. Eitt af því góða sem heimsfaraldurinn leiddi af sér var aukið samráð fræðslu- og velferðarsviða. Þvert á sveitarfélög sameinuðust kraftar fólksins í brúnni enda verkefnið einstakt, ólíkt öllum öðrum verkefnum sem áður hafa komið á borð stjórnsýslunnar. Samræmdar aðgerðir, samkomutakmarkanir, fagleg og ábyrg ákvarðanataka sem hafði mikil áhrif á daglegt líf fólks, barna, ungmenna og viðkvæmra hópa líkt og fatlaðra og aldraðra.Heilt yfir þykir hafa tekist vel til og þau sem stóðu í brúnni eru sammála um að samstarfið skipti máli, gerði ákvarðanir sem teknar voru betri og öruggari. Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að rýna tækifærin og grípa þau sem flest. Horfa vítt og vinna að almennri farsæld allra. Hrista af sér gamlan vana og venjur. Hugsa út fyrir boxið eins og sagt er. Skapa nýja umgjörð um það sem úrelt er. Það sem ekki virkar. Til þess er pólitíkin. Til þess að horfa á stóru myndina, samfélagið. Hvernig byggjum við upp gott samfélag fyrir öll, óháð stétt eða stöðu eða búsetu. Týnum okkur ekki í því smáa, heldur tökum höndum saman, þvert á sveitarfélög og eflum samstarf með eða án skuldbindinga. Eflum kerfin okkar, tökum þau áfram inn í framtíðina og búum svo um að þau þjóni tilgangi sínum en standi ekki í stað. Þannig getum við tryggt að öll njóti lögbundinnar þjónustu sem hið pólitíska svið getur verið stolt af að hafa byggt upp saman. Tími umræðunnar um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er núna. Sýnin er ólík en eitt er víst að öll samtöl leiða af sér nýjar víddir, nýja sýn. Þó sýnin sé ekki endilega sú sama fyrir öll skapar hún ný tækifæri til að grípa. Undirstöður eru sterkar. Samráðið er til staðar, samstaðan er til staðar og fjölmörg verkefni eru unnin og teknar ákvarðanir um saman. Lyftum umræðunni, skiptumst á skoðunum. Vegum og metum. Og sjáum hvort við mögulega komumst að nýrri niðurstöðu en þeirri sem við göngum út frá í dag. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar