„Þetta var rosalegt, rosalegur leikur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2022 22:48 Maté Dalmay færir hlæjandi Norbertas Giga í sannleikann um eitthvað. vísir/hulda margrét Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur eftir að hans menn unnu lokaleik ársins í Subway-deild karla, gegn Breiðabliki, 106-108. „Þetta var rosalegt, rosalegur leikur. Þetta var leikur áhlaupa. Ef einhver ætlar að útskýra orðatiltækið að körfubolti sé leikur áhlaupa er fínt að sýna þennan leik. Það voru endalausar fimmtán stiga sveiflur,“ sagði Maté við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu leikinn illa og Maté tók meðal annars leikhlé eftir aðeins 32 sekúndur í 2. leikhluta og messaði yfir sínum mönnum. „Upp á síðkastið höfum við mætt í leiki og verið að dútla með hinu liðinu. Það gengur ekkert að dútla með þessu Breiðabliksliði því þá skora þeir fjörutíu stig í andlitið á þér. Þess vegna tók ég þetta leikhlé, til að öskra mennina mína í gang sem vita kannski ekki alveg hvernig þetta Breiðabliks-apparat virkar. Þeir rifu sig í gang og þá aðallega tveir erlendir leikmenn,“ sagði Maté. Honum fannst sínir menn komast oftar í vörn og ná að stilla henni upp í seinni hálfleik. „Við kláruðum sóknirnir okkar betur þannig þeir gátu ekki keyrt endalaust á okkur. Mistökin í sókninni í fyrri hálfleik voru það mörg að þeir hlaupu endalaust á okkur,“ sagði Maté. Haukar eru í 5. sæti deildarinnar með ellefu sigra og fjögur töp líkt og Breiðablik og Njarðvík. Maté segir að nýliðarnir geti verið mátulega ánægðir með stöðuna en hann segir þá geta gert enn betur. „Við getum verið sáttir eftir þennan leik en við erum ekkert það sáttir heilt yfir. Við höfum ekkert verið frábærir og en það er gott að vera með sjö sigra og fjögur töp og hvorki ég né leikmenn eru sáttir,“ sagði Maté að lokum. Subway-deild karla Haukar Breiðablik Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
„Þetta var rosalegt, rosalegur leikur. Þetta var leikur áhlaupa. Ef einhver ætlar að útskýra orðatiltækið að körfubolti sé leikur áhlaupa er fínt að sýna þennan leik. Það voru endalausar fimmtán stiga sveiflur,“ sagði Maté við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu leikinn illa og Maté tók meðal annars leikhlé eftir aðeins 32 sekúndur í 2. leikhluta og messaði yfir sínum mönnum. „Upp á síðkastið höfum við mætt í leiki og verið að dútla með hinu liðinu. Það gengur ekkert að dútla með þessu Breiðabliksliði því þá skora þeir fjörutíu stig í andlitið á þér. Þess vegna tók ég þetta leikhlé, til að öskra mennina mína í gang sem vita kannski ekki alveg hvernig þetta Breiðabliks-apparat virkar. Þeir rifu sig í gang og þá aðallega tveir erlendir leikmenn,“ sagði Maté. Honum fannst sínir menn komast oftar í vörn og ná að stilla henni upp í seinni hálfleik. „Við kláruðum sóknirnir okkar betur þannig þeir gátu ekki keyrt endalaust á okkur. Mistökin í sókninni í fyrri hálfleik voru það mörg að þeir hlaupu endalaust á okkur,“ sagði Maté. Haukar eru í 5. sæti deildarinnar með ellefu sigra og fjögur töp líkt og Breiðablik og Njarðvík. Maté segir að nýliðarnir geti verið mátulega ánægðir með stöðuna en hann segir þá geta gert enn betur. „Við getum verið sáttir eftir þennan leik en við erum ekkert það sáttir heilt yfir. Við höfum ekkert verið frábærir og en það er gott að vera með sjö sigra og fjögur töp og hvorki ég né leikmenn eru sáttir,“ sagði Maté að lokum.
Subway-deild karla Haukar Breiðablik Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira