„Þæfingsfærð er á milli Hellu og Markaðsfljóts, hálka og hálkublettir eru á flest öðrum leiðum og eitthvað er um snjóþekju eða þæfingsfærð,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.
Suðurland: Lokað er á milli Markaðsfljóts og Vík. Þæfingsfærð er á milli Hellu og Markaðsfljóts, hálka og hálkublettir eru á flest öðrum leiðum og eitthvað er um snjóþekju eða þæfingsfærð. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 31, 2022
Gefnar hafa verið út veðurviðvaranir á Suður- og Vesturlandi vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun er í gildi til klukkan þrjú í dag, á gamlársdag, á Suðurlandi. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi og Vesturlandi. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana vegalokana á Suður- og Suðvesturlandi.
Spáð er austan 13-20 m/s og talsverðri snjókomu, fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströnd og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Hvassast verður við ströndina og til fjalla.