Forsætisráðherra segist ekki hafa verið skírð þegar hún var barn og ekki tekið upp kristna trú síðan. Synir hennar hafi hins vegar tekið upp kristna trú nýlega og fjölskyldan fór þess vegna í messu á jóladag. Katrín segir það hafa verið notalegt.
„Það sem við gerum hins vegar ávallt á jólunum er að syngja. Það er ekki gaman fyrir neinn annan en okkur, það er ekki gaman fyrir nágrannana eða neinn slíkt. Á aðfangadag að loknum mat förum við, setjumst niður og förum yfir prógrammið - og svo syngjum við. Það er svona okkar hátíðlegasta stund á jólum.“
Katrín Jakobsdóttir ræddi jólahefðir í Kryddsíldinni.