Ýmsar leiðir til að takmarka tjón áður en hlýna fer um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. janúar 2023 20:31 Sigrún Þorsteinsdóttir er forvarnarfulltrúi VÍS. sigurjón ólason Fjölmargar tjónatilkynningar hafa borist tryggingafélaginu VÍS vegna snjóþyngsla og óttast forvarnarfulltrúi félagsins holskeflu tilkynninga þegar hlýna fer um helgina. Hún fór yfir það hvernig takmarka má tjón. Svona líta mörg húsþök út eftir síðustu daga, en tilkynningarnar sem borist hafa VÍS snúa flestar að vatnstjóni. Grýlukertin geta einnig verið hættuleg fyrir gangandi vegfarendur.vísir „Í raun og veru eru lagnir að gefa sig og allskonar lagnagrindur og fleira sem hafa verið að gefa sig og vatnstjón sums staðar mjög alvarleg komið í kjölfarið,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Um síðustu helgi fór hitastig yfir frostmark með þeim afleiðingum að snjór bráðnaði á þökum og upp við húsveggi. „Og þá fórum við að fá mikið af tilkynningum um leka frá þökum, frá gluggum og svölum. Þetta eru í flestum tilvikum tjón sem eru ekki bótaskyld.“ Tjónin er ekki bótaskyld þar sem vatnið sem flæðir inn í hús kemur að utan. „Og mjög mikilvægt að fólk geri það sem það getur til að fyrirbyggja að slíkt tjón verði og við höfum alveg áhyggjur af næstu helgi því þá fer hitastig aftur yfir núll gráðurnar.“ Gott að búa til vatnsrásir Sjálf er Sigrún búin að gera ráðstafanir en hún hefur mokað snjó frá húsveggjum. „Það þarf ekki stórt bil. Þetta er svona snjóskóflubreidd sem maður þarf og þarna gerir maður það að verkum að vatnið á greiða leið til að renna og eins líka er það að taka af niðurföllum og búa til vatnsrásir í kringum niðurföllin.“ Einnig sé mikilvægt að moka af svölum og frá gluggum. „Og eins ef það er hægt að moka frá þakrennum en auðvitað aldrei með því að setja sig í hættu.“ Hitaþræðir sniðugir fyrir næstu kuldatíð Þá hvetur hún fólk til að skoða þann möguleika að setja upp hitaþræði í þakrennur. „Og kveikja síðan á þeim á veturna það er eitthvað sem skiptir ótrúlega miklu máli því þeir gera það að verkum að vatnið á alltaf greiða leið af þakinu.“ Í sjónvarpsfréttinni má sjá snjóklumpa og grýlukerti á þaki. Á lóðinni við hliðina á er búið að hreinsa af þakrennunum og er það gert með því að berja létt á rennuna og þá ættu grýlukerti og snjóklumpar að falla. Veður Tryggingar VÍS Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Svona líta mörg húsþök út eftir síðustu daga, en tilkynningarnar sem borist hafa VÍS snúa flestar að vatnstjóni. Grýlukertin geta einnig verið hættuleg fyrir gangandi vegfarendur.vísir „Í raun og veru eru lagnir að gefa sig og allskonar lagnagrindur og fleira sem hafa verið að gefa sig og vatnstjón sums staðar mjög alvarleg komið í kjölfarið,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Um síðustu helgi fór hitastig yfir frostmark með þeim afleiðingum að snjór bráðnaði á þökum og upp við húsveggi. „Og þá fórum við að fá mikið af tilkynningum um leka frá þökum, frá gluggum og svölum. Þetta eru í flestum tilvikum tjón sem eru ekki bótaskyld.“ Tjónin er ekki bótaskyld þar sem vatnið sem flæðir inn í hús kemur að utan. „Og mjög mikilvægt að fólk geri það sem það getur til að fyrirbyggja að slíkt tjón verði og við höfum alveg áhyggjur af næstu helgi því þá fer hitastig aftur yfir núll gráðurnar.“ Gott að búa til vatnsrásir Sjálf er Sigrún búin að gera ráðstafanir en hún hefur mokað snjó frá húsveggjum. „Það þarf ekki stórt bil. Þetta er svona snjóskóflubreidd sem maður þarf og þarna gerir maður það að verkum að vatnið á greiða leið til að renna og eins líka er það að taka af niðurföllum og búa til vatnsrásir í kringum niðurföllin.“ Einnig sé mikilvægt að moka af svölum og frá gluggum. „Og eins ef það er hægt að moka frá þakrennum en auðvitað aldrei með því að setja sig í hættu.“ Hitaþræðir sniðugir fyrir næstu kuldatíð Þá hvetur hún fólk til að skoða þann möguleika að setja upp hitaþræði í þakrennur. „Og kveikja síðan á þeim á veturna það er eitthvað sem skiptir ótrúlega miklu máli því þeir gera það að verkum að vatnið á alltaf greiða leið af þakinu.“ Í sjónvarpsfréttinni má sjá snjóklumpa og grýlukerti á þaki. Á lóðinni við hliðina á er búið að hreinsa af þakrennunum og er það gert með því að berja létt á rennuna og þá ættu grýlukerti og snjóklumpar að falla.
Veður Tryggingar VÍS Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira