Í þágu upplýstrar umræðu Arnar Þór Jónsson skrifar 6. janúar 2023 08:00 Málfrelsið er súrefni lýðræðisins. Án málfrelsis getum við hvorki viðhaldið lýðræði né varið frelsi okkar. Hér er því allt undir: Ef lýðræðið glatast, tapast réttarríkið um leið. Þegar svo er komið erum við ekki lengur jöfn fyrir lögunum. Þegar geðþóttastjórn hefur leyst lögstjórn af hólmi taka menn sér vald án lagastoðar. Saga slíkra ríkja ber vitni um það hvernig öllu er rangsnúið: Mismunað er í nafni jafnréttis, ritskoðun og þöggun beitt í nafni verndar, frelsið afnumið í nafni undantekningarástands, réttarríkið afnumið undir yfirskini öryggis. Við tjáum okkur ekki aðeins í orðum, heldur einnig líkamlega. Mannleg tjáning grundvallast að miklu leyti á beinum samskiptum. Fyrir liggur að stjórnvöld hérlendis og erlendis hafa á síðustu misserum gert aðför að frjálsri tjáningu og hversdagslegum samskiptamáta fólks. Embættismenn og stjórnsýslustofnanir hafa brugðist skyldum sínum og unnið gegn tjáningarfrelsinu í stað þess að verja það. Alþjóðleg stórfyrirtæki og ríkisstjórnir hafa beitt áhrifum sínum og valdi gegn frjálsri tjáningu, kæft niður gagnrýnisraddir, ógnað og útskúfað þeim sýnt hafa viðleitni til að hugsa út fyrir kassann. Málfrelsissamtökin voru stofnuð til að verja undirstöður lýðræðis og borgaralegs frelsis. Í þeirri baráttu eignumst við nýja samherja, nýja vini. Þar vinna félagsmenn saman að því að vekja samborgara sína til vitundar um dýrmæti hins frjálsa rýmis. Félagið mun sinna þessu með útgáfu, fundahöldum, greinaskrifum og þátttöku félagsmanna í lifandi samfélagsumræðu. Nk. laugardag kl. 14 heldur félagið fund í Þjóðminjasafninu. Ræðumenn verða Toby Young, aðstoðarritstjóri Spectator, Ögmundur Jónasson fv. ráðherra og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Ég hvet alla lýðræðisvini til að mæta, hvar í flokki sem þeir kunna að telja sig standa. Fundinum verður streymt á netinu. Nánari upplýsingar má finna á www.krossgotur.is Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Arnar Þór Jónsson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Málfrelsið er súrefni lýðræðisins. Án málfrelsis getum við hvorki viðhaldið lýðræði né varið frelsi okkar. Hér er því allt undir: Ef lýðræðið glatast, tapast réttarríkið um leið. Þegar svo er komið erum við ekki lengur jöfn fyrir lögunum. Þegar geðþóttastjórn hefur leyst lögstjórn af hólmi taka menn sér vald án lagastoðar. Saga slíkra ríkja ber vitni um það hvernig öllu er rangsnúið: Mismunað er í nafni jafnréttis, ritskoðun og þöggun beitt í nafni verndar, frelsið afnumið í nafni undantekningarástands, réttarríkið afnumið undir yfirskini öryggis. Við tjáum okkur ekki aðeins í orðum, heldur einnig líkamlega. Mannleg tjáning grundvallast að miklu leyti á beinum samskiptum. Fyrir liggur að stjórnvöld hérlendis og erlendis hafa á síðustu misserum gert aðför að frjálsri tjáningu og hversdagslegum samskiptamáta fólks. Embættismenn og stjórnsýslustofnanir hafa brugðist skyldum sínum og unnið gegn tjáningarfrelsinu í stað þess að verja það. Alþjóðleg stórfyrirtæki og ríkisstjórnir hafa beitt áhrifum sínum og valdi gegn frjálsri tjáningu, kæft niður gagnrýnisraddir, ógnað og útskúfað þeim sýnt hafa viðleitni til að hugsa út fyrir kassann. Málfrelsissamtökin voru stofnuð til að verja undirstöður lýðræðis og borgaralegs frelsis. Í þeirri baráttu eignumst við nýja samherja, nýja vini. Þar vinna félagsmenn saman að því að vekja samborgara sína til vitundar um dýrmæti hins frjálsa rýmis. Félagið mun sinna þessu með útgáfu, fundahöldum, greinaskrifum og þátttöku félagsmanna í lifandi samfélagsumræðu. Nk. laugardag kl. 14 heldur félagið fund í Þjóðminjasafninu. Ræðumenn verða Toby Young, aðstoðarritstjóri Spectator, Ögmundur Jónasson fv. ráðherra og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Ég hvet alla lýðræðisvini til að mæta, hvar í flokki sem þeir kunna að telja sig standa. Fundinum verður streymt á netinu. Nánari upplýsingar má finna á www.krossgotur.is Höfundur er lögmaður.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun