Skoðar hann meðal annars glæsilegt „penthouse“, einstaka íslenska byggingarlist ásamt vel heppnuðum fyrir og eftir breytingum svo eitthvað sé nefnt.
Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir tólftu þáttaröðina.
Í fyrsta þættinum er innlit í höll Hrafnhildar P. Þorsteinsdóttur í Kópavogi. Hrafnhildur keypti húsið ásamt eiginmanninum. Um er að ræða eign frá 1970 og garðurinn er einn sá glæsilegasti á landinu. Þau tóku húsið í gegn frá A til Ö og afraksturinn má sjá í þættinum.
„Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið,“ heyrist Sindri meðal annars segja í auglýsingunni fyrir fyrsta þáttinn.