Fólk ekki öruggt í íslensku samfélagi nema það sé vel fjáð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2023 11:52 Kári Stefánsson segir stöðuna á Landspítalanum bagalega. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Landspítalann ekki nógu vel fjármagnaðan. Erfitt sé að telja sér trú um að fólk sé öruggt í íslensku samfélagi nema það sé vel stætt fjárhagslega. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra höfnuðu því báðir að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Bæði starfsmenn og stjórnendur spítalans hafa kallað eftir auknu fjármagni. Þá hafa ummæli Björns Zoëga, stjórnarformanns spítalans, um að fjármagn sé ekki vandamál spítalans, verið umdeild. „Það er ekki hlutverk stjórnarmanns, eða formanns stjornar landspítalans, raunverulega að tjá sig á þennan hátt. Hann er að grípa framí fyrir Runólfi Pálssyni forstjóra spítalans og það er óskynsamlegt,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Landspítalinn ekki nógu vel fjármagnaður Hann er sannfærður um að Björn hafi orðað ummæli sín illa og telji spítalann ekki nógu vel fjármagnaðan í raun. „Ég held að Björn sé ekki á þeirri skoðun að spítalinn sé fyllilega fjármagnaður, vegna þess að hann er það ekki.“ Hann sé hins vegar sammála því að margt annað þurfi að bæta innan veggja spítalans. Eins og staðan sé núna sé velferðarkerfið eins og það hefur verið ekki til staðar. „Það er að minnsta kosti alveg ljóst að velferðarkerfið okkar, sem er þessi gimsteinnn sem gerir þetta samfélag, eða hefur gert það að griðarstað í gegnum áratugina, er farið að gefa eftir. Það er orðið mjög erfitt að telja sjálfum sér trú um að fólk sé öruggt í íslensku samfélagi nema það sé tiltölulega vel fjáð,“ segir Kári. Ekki eigi að taka tillögum Björns gagnrýnislaust Verið er að breyta fjármögnun spítalans á þann hátt að greitt veðrur fyrir unnin verk og hefur forstjóri spítalans lýst yfir von um að slík fjármögnun verði til bóta á árinu. Kári segist ósammála þeirri nálgun. „Ég held því fram að ef maður horfir á sjónarmið velferðarkerfisins þá eigi að fjármagna spítalann eftir þörfum hans ekki eftir afköstum. Ég held því fram að það sé skrítið að fara að fjármagna spítalann eftir því hvað hann gerir margar mjaðmaskiptiaðgerðir á ári vegna þess að þá er spítalinn kominn með hvata til að skipta um mjaðmaliði á öllum Íslendingum,“ segir Kári. Þó svo að Birni hafi tekist vel til sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð þýði það ekki að taka eigi tillögum hans gagnrýnislaust. „Og enn sem komið er hef ég enn ekki heyrt hann koma fram með tillögu sem myndi fela í sér galdralausn á okkar vandamáli. Björn Zoëga var góður forstjóri Landspítalans og ég er viss um að hann er góður forstjóri Karolinska, en þetta er bara mjög flókið verkefni að halda utan um sjúkrahús eins og Landspítalans. Það er ekki gott ef þessir tveir aðilar, stjórnarformaður og forstjóri, tala ekki í sama takti. Og það að halda því fram að spítalinn sé ekki vanfjármagnaður er bara rugl.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Sprengisandur Tengdar fréttir Falleinkunn ef staðan batnar ekki með nýju skipulagi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að úrbóta sé þörf innan spítalans á þessu ári með nýju skipulagi. Hann segir spítalann sinna of mörgum verkefnum sem ættu með réttu ekki að heyra undir hann en bylgja veirusýkinga hefur gert stjórnendum erfitt fyrir við að létta álagið. 7. janúar 2023 11:34 Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra höfnuðu því báðir að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Bæði starfsmenn og stjórnendur spítalans hafa kallað eftir auknu fjármagni. Þá hafa ummæli Björns Zoëga, stjórnarformanns spítalans, um að fjármagn sé ekki vandamál spítalans, verið umdeild. „Það er ekki hlutverk stjórnarmanns, eða formanns stjornar landspítalans, raunverulega að tjá sig á þennan hátt. Hann er að grípa framí fyrir Runólfi Pálssyni forstjóra spítalans og það er óskynsamlegt,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Landspítalinn ekki nógu vel fjármagnaður Hann er sannfærður um að Björn hafi orðað ummæli sín illa og telji spítalann ekki nógu vel fjármagnaðan í raun. „Ég held að Björn sé ekki á þeirri skoðun að spítalinn sé fyllilega fjármagnaður, vegna þess að hann er það ekki.“ Hann sé hins vegar sammála því að margt annað þurfi að bæta innan veggja spítalans. Eins og staðan sé núna sé velferðarkerfið eins og það hefur verið ekki til staðar. „Það er að minnsta kosti alveg ljóst að velferðarkerfið okkar, sem er þessi gimsteinnn sem gerir þetta samfélag, eða hefur gert það að griðarstað í gegnum áratugina, er farið að gefa eftir. Það er orðið mjög erfitt að telja sjálfum sér trú um að fólk sé öruggt í íslensku samfélagi nema það sé tiltölulega vel fjáð,“ segir Kári. Ekki eigi að taka tillögum Björns gagnrýnislaust Verið er að breyta fjármögnun spítalans á þann hátt að greitt veðrur fyrir unnin verk og hefur forstjóri spítalans lýst yfir von um að slík fjármögnun verði til bóta á árinu. Kári segist ósammála þeirri nálgun. „Ég held því fram að ef maður horfir á sjónarmið velferðarkerfisins þá eigi að fjármagna spítalann eftir þörfum hans ekki eftir afköstum. Ég held því fram að það sé skrítið að fara að fjármagna spítalann eftir því hvað hann gerir margar mjaðmaskiptiaðgerðir á ári vegna þess að þá er spítalinn kominn með hvata til að skipta um mjaðmaliði á öllum Íslendingum,“ segir Kári. Þó svo að Birni hafi tekist vel til sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð þýði það ekki að taka eigi tillögum hans gagnrýnislaust. „Og enn sem komið er hef ég enn ekki heyrt hann koma fram með tillögu sem myndi fela í sér galdralausn á okkar vandamáli. Björn Zoëga var góður forstjóri Landspítalans og ég er viss um að hann er góður forstjóri Karolinska, en þetta er bara mjög flókið verkefni að halda utan um sjúkrahús eins og Landspítalans. Það er ekki gott ef þessir tveir aðilar, stjórnarformaður og forstjóri, tala ekki í sama takti. Og það að halda því fram að spítalinn sé ekki vanfjármagnaður er bara rugl.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Sprengisandur Tengdar fréttir Falleinkunn ef staðan batnar ekki með nýju skipulagi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að úrbóta sé þörf innan spítalans á þessu ári með nýju skipulagi. Hann segir spítalann sinna of mörgum verkefnum sem ættu með réttu ekki að heyra undir hann en bylgja veirusýkinga hefur gert stjórnendum erfitt fyrir við að létta álagið. 7. janúar 2023 11:34 Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Falleinkunn ef staðan batnar ekki með nýju skipulagi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að úrbóta sé þörf innan spítalans á þessu ári með nýju skipulagi. Hann segir spítalann sinna of mörgum verkefnum sem ættu með réttu ekki að heyra undir hann en bylgja veirusýkinga hefur gert stjórnendum erfitt fyrir við að létta álagið. 7. janúar 2023 11:34
Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42
Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47