Frumvarp um mannréttindabrot Gunnar Hlynur Úlfarsson skrifar 9. janúar 2023 07:01 23. janúar næstkomandi mun frumvarp til breytinga á útlendingalögum verða tekið fyrir á Alþingi. Þetta verður í fjórða skiptið sem Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra, reynir að koma frumvarpinu í gegn en það náði ekki fram að ganga á 149., 150., og 151. löggjafarþingi. Frumvarpið leggur til margar breytingar á núgildandi útlendingalögum og ekki er annað að sjá en að þær séu allar til þess gerðar að gera flóttafólki erfiðara fyrir að lifa á Íslandi. Í 17. – 19. grein frumvarpsins er gefin heimild til lögreglu að þvinga flóttafólk í heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Slíkar athafnir eru ekkert annað en brot á mannréttindum fólks og dómar um slíkt hafa meðal annars fallið í Mannréttindadómstól Evrópu, sem telur að þvinguð inngrip læknis séu brot á 3. grein sáttmálans nema hægt sé að sýna fram á læknisfræðilega nauðsyn (sjá mál Jalloh gegn Þýskalandi 2006). Ekki er hægt að ímynda sér annað en að það að þurfa að sæta læknisrannsókn gegn vilja sínum sé ákaflega niðurlægjandi upplifun. Ekki bætir það málið að heilbrigðisstarfsfólk hér á landi hefur í nóg öðru að snúast og hafa ábyggilega sjálf ekki vilja til þess að framkvæma slíkar rannsóknir að beiðni lögreglu. Umsagnir um frumvarpið frá heilbrigðisstarfsfólki hafa borist sem virðast setja sig hart upp á móti því. Í 5. gr. frumvarpsins er svo lagt fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sviptir grunnþjónustu 30 dögum eftir birtingu framkvæmdarhæfar ákvörðunar í máli þeirra. Það þýðir að flóttafólk fái ekki framfærslu, þak yfir höfuðið eða aðgang að heilbrigðisþjónustu, sem enn fremur skerðir mannréttindi þeirra. Eflaust er markmiðið að losna við fólkið úr landinu sem fyrst, en það ætti að vera öllum ljóst að það fer enginn sjálfviljugur til baka í aðstæðurnar sem þau flúðu til að byrja með, eða þá til Grikklands þar sem yfirvöld vilja meina að öruggt sé fyrir fólk að lifa en aðgangur að þaki yfir höfuðið, heilbrigðiskerfi og námi fyrir börnin er lítill sem enginn. Þessar breytingar munu einungis senda fólk á götuna hér á landi þar sem þau verða berskjölduð fyrir frekari misnotkun, heilbrigðiskvillum og ofbeldi. Fleiri breytingar eru lagðar til í frumvarpinu sem hafa það eingöngu að markmiði að skerða mannréttindi flóttafólks, þar á meðal að takmarka tímann sem þau hafa til að kynna sér gögn Útlendingastofnunar áður en málið fer til kærunefndar útlendingamála, takmarka réttinn til fjölskyldusameiningar og gera lögreglu kleift að afla læknisfræðilegra gagna án samþykkis. Allt eru þetta varhugaverðar tillögur sem virðast stangast á við mannréttindaákvæði Stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu, helst hvað varðar friðhelgi einkalífsins og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. En ekki taka mitt orð fyrir því. Lestu frekar umsagnir sem hafa borist frá samtökum á borð við: Unicef sem sagði það vera ljóst að „stjórnvöld lögðu ekki mat á það sem barni er fyrir bestu við mótun þessarar tillögu að lagabreytingu“, Solaris sem sagði frumvarpið vera „birtingarmynd kerfisbundins rasisma á Íslandi“, Amnesty International á Íslandi sem bendir á nokkra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að og breytingartillagan kemur til með að fara gegn, Rauða Krossinn sem gaf út tuttugu-og-átta blaðsíðna umsögn um frumvarpið og nefnir meðal annars að ljóst sé að „markmiðið með því að skylda einstaklinga í líkamsrannsókn og/eða heilbrigðisskoðun fellur ekki undir þau markmið sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmáli Evrópu telja lögmæt, Barnaheill sem telur að verði frumvarpið að lögum þá munu “Óbein áhrif á börn [koma] fram í almennt verri lífsskilyrðum fyrir börn af margvíslegum ástæðum”, Læknafélag Íslands sem telur frumvarpið “ekki samræmast þeim siðareglum sem læknar starfa eftir.” Langi þig, kæri lesandi, ekki að verða þvingaður af lögreglunni í læknisrannsókn, hent á götuna, sviptur allri framfærslu og látið lögregluna grugga í persónuupplýsingum þínum allt á meðan verið er að takmarka rétt þinn til að leita réttar þíns í dómskerfinu, þá ættir þú að setja þig gegn frumvarpinu með mér. Og sért þú einn af þeim sem hrópar húrra yfir því að flóttafólk sé sent úr landi í stórum stíl ættir þú einnig að berjast gegn frumvarpinu með mér, því ég stórlega efast um að þú viljir að vandamálið þróist í enn meiri fjölgun heimilislausra hér á landi með tilheyrandi þyngslum á heilbrigðis- og efnahagskerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Alþingi Mannréttindi Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
23. janúar næstkomandi mun frumvarp til breytinga á útlendingalögum verða tekið fyrir á Alþingi. Þetta verður í fjórða skiptið sem Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra, reynir að koma frumvarpinu í gegn en það náði ekki fram að ganga á 149., 150., og 151. löggjafarþingi. Frumvarpið leggur til margar breytingar á núgildandi útlendingalögum og ekki er annað að sjá en að þær séu allar til þess gerðar að gera flóttafólki erfiðara fyrir að lifa á Íslandi. Í 17. – 19. grein frumvarpsins er gefin heimild til lögreglu að þvinga flóttafólk í heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Slíkar athafnir eru ekkert annað en brot á mannréttindum fólks og dómar um slíkt hafa meðal annars fallið í Mannréttindadómstól Evrópu, sem telur að þvinguð inngrip læknis séu brot á 3. grein sáttmálans nema hægt sé að sýna fram á læknisfræðilega nauðsyn (sjá mál Jalloh gegn Þýskalandi 2006). Ekki er hægt að ímynda sér annað en að það að þurfa að sæta læknisrannsókn gegn vilja sínum sé ákaflega niðurlægjandi upplifun. Ekki bætir það málið að heilbrigðisstarfsfólk hér á landi hefur í nóg öðru að snúast og hafa ábyggilega sjálf ekki vilja til þess að framkvæma slíkar rannsóknir að beiðni lögreglu. Umsagnir um frumvarpið frá heilbrigðisstarfsfólki hafa borist sem virðast setja sig hart upp á móti því. Í 5. gr. frumvarpsins er svo lagt fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sviptir grunnþjónustu 30 dögum eftir birtingu framkvæmdarhæfar ákvörðunar í máli þeirra. Það þýðir að flóttafólk fái ekki framfærslu, þak yfir höfuðið eða aðgang að heilbrigðisþjónustu, sem enn fremur skerðir mannréttindi þeirra. Eflaust er markmiðið að losna við fólkið úr landinu sem fyrst, en það ætti að vera öllum ljóst að það fer enginn sjálfviljugur til baka í aðstæðurnar sem þau flúðu til að byrja með, eða þá til Grikklands þar sem yfirvöld vilja meina að öruggt sé fyrir fólk að lifa en aðgangur að þaki yfir höfuðið, heilbrigðiskerfi og námi fyrir börnin er lítill sem enginn. Þessar breytingar munu einungis senda fólk á götuna hér á landi þar sem þau verða berskjölduð fyrir frekari misnotkun, heilbrigðiskvillum og ofbeldi. Fleiri breytingar eru lagðar til í frumvarpinu sem hafa það eingöngu að markmiði að skerða mannréttindi flóttafólks, þar á meðal að takmarka tímann sem þau hafa til að kynna sér gögn Útlendingastofnunar áður en málið fer til kærunefndar útlendingamála, takmarka réttinn til fjölskyldusameiningar og gera lögreglu kleift að afla læknisfræðilegra gagna án samþykkis. Allt eru þetta varhugaverðar tillögur sem virðast stangast á við mannréttindaákvæði Stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu, helst hvað varðar friðhelgi einkalífsins og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. En ekki taka mitt orð fyrir því. Lestu frekar umsagnir sem hafa borist frá samtökum á borð við: Unicef sem sagði það vera ljóst að „stjórnvöld lögðu ekki mat á það sem barni er fyrir bestu við mótun þessarar tillögu að lagabreytingu“, Solaris sem sagði frumvarpið vera „birtingarmynd kerfisbundins rasisma á Íslandi“, Amnesty International á Íslandi sem bendir á nokkra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að og breytingartillagan kemur til með að fara gegn, Rauða Krossinn sem gaf út tuttugu-og-átta blaðsíðna umsögn um frumvarpið og nefnir meðal annars að ljóst sé að „markmiðið með því að skylda einstaklinga í líkamsrannsókn og/eða heilbrigðisskoðun fellur ekki undir þau markmið sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmáli Evrópu telja lögmæt, Barnaheill sem telur að verði frumvarpið að lögum þá munu “Óbein áhrif á börn [koma] fram í almennt verri lífsskilyrðum fyrir börn af margvíslegum ástæðum”, Læknafélag Íslands sem telur frumvarpið “ekki samræmast þeim siðareglum sem læknar starfa eftir.” Langi þig, kæri lesandi, ekki að verða þvingaður af lögreglunni í læknisrannsókn, hent á götuna, sviptur allri framfærslu og látið lögregluna grugga í persónuupplýsingum þínum allt á meðan verið er að takmarka rétt þinn til að leita réttar þíns í dómskerfinu, þá ættir þú að setja þig gegn frumvarpinu með mér. Og sért þú einn af þeim sem hrópar húrra yfir því að flóttafólk sé sent úr landi í stórum stíl ættir þú einnig að berjast gegn frumvarpinu með mér, því ég stórlega efast um að þú viljir að vandamálið þróist í enn meiri fjölgun heimilislausra hér á landi með tilheyrandi þyngslum á heilbrigðis- og efnahagskerfið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun