FH staðfestir komu Kjartans Henrys Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 12:29 Kjartan Henry leikur með FH næsta sumar. FH FH hefur tilkynnt komu Kjartans Henrys Finnbogasonar til liðsins frá KR. Hann mun því spila með liðinu á komandi sumri í Bestu deild karla. Kjartan Henry, sem verður 37 ára gamall síðar á árinu, yfirgaf KR undir lok síðustu leiktíðar þegar KR nýtti sér klásúlu í samningi hans til að segja honum upp. Hann hefur leitað nýs félags síðan en líkt og greint var frá á Vísi í gær var ljóst að FH yrði næsti áfangastaður hans. FH tilkynnti um komu hans í dag og að hann muni leika í treyju númer níu hjá félaginu. Velkominn Kjartan Henry!https://t.co/25z0thj2uc#ViðErumFH pic.twitter.com/ylMODkANoq— FHingar (@fhingar) January 10, 2023 Kjartan Henry er þriðji leikmaðurinn sem FH fær í sínar raðir í vetur á eftir markverðinum Sindra Kristni Ólafssyni og varnarmanninum Dani Hatakka, en báðir komu þeir frá Keflavík. Heimir Guðjónsson tók við þjálfun liðsins í annað skipti á sínum ferli eftir að síðustu leiktíð lauk. FH gekk afar illa í fyrra þar sem liðið hélt naumlega sæti sínu í Bestu deildinni. FH hefur leik í Bestu deild karla 2023 þann 10. apríl næstkomandi þegar liðið heimsækir Fram í Úlfársdal. Hvað gerðist hjá KR og Kjartani í haust? Í kjölfarið mætti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtal á Stöð 2 Sport þar sem hann sagði að til hefði staðið að semja við Kjartan Henry að nýju en á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta. Þegar knattspyrnutímabilinu 2022 var lauk var Kjartan Henry samningslaus en í nóvember gaf stjórn knattspyrnudeildar KR út einskonar kveðjubréf þar sem framherjanum var þakkað fyrir hans framlag og honum óskað velfarnaðar. Þar kom fram að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“ FH Besta deild karla KR Tengdar fréttir „Skil Kjartan mjög vel að finnast að nærveru hans sé ekki óskað“ Kjartan Henry Finnbogason sendi skilaboð til Guðmundar Benediktssonar sem lesin voru upp í beinni útsendingu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem deila hans og knattspyrnudeildar KR var til umræðu. 25. október 2022 09:30 Botnar ekkert í ummælum Rúnars: „Finnst vitleysan hafa náð nýjum hæðum“ Kjartan Henry Finnbogason var látinn skrifa undir uppsögn á samningi sínum við KR fyrir æfingu liðsins í síðustu viku. Hann botnar hvorki upp né niður í ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um að hann eigi ár eftir af samningi sínum við félagið. 18. október 2022 07:30 Vísar ummælum Gumma Ben á bug: „Við erum ekki í einhverri pólitík hérna“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, neitar því að einhverjar ástæður aðrar en fótboltalegar liggi að baki þeirri ákvörðun að Kjartan Henry Finnbogason sitji á varamannabekk félagsins. Kjartan er ósáttur við skort sinn á leiktíma að undanförnu. 1. september 2022 07:30 Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar. 7. nóvember 2022 15:52 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Kjartan Henry, sem verður 37 ára gamall síðar á árinu, yfirgaf KR undir lok síðustu leiktíðar þegar KR nýtti sér klásúlu í samningi hans til að segja honum upp. Hann hefur leitað nýs félags síðan en líkt og greint var frá á Vísi í gær var ljóst að FH yrði næsti áfangastaður hans. FH tilkynnti um komu hans í dag og að hann muni leika í treyju númer níu hjá félaginu. Velkominn Kjartan Henry!https://t.co/25z0thj2uc#ViðErumFH pic.twitter.com/ylMODkANoq— FHingar (@fhingar) January 10, 2023 Kjartan Henry er þriðji leikmaðurinn sem FH fær í sínar raðir í vetur á eftir markverðinum Sindra Kristni Ólafssyni og varnarmanninum Dani Hatakka, en báðir komu þeir frá Keflavík. Heimir Guðjónsson tók við þjálfun liðsins í annað skipti á sínum ferli eftir að síðustu leiktíð lauk. FH gekk afar illa í fyrra þar sem liðið hélt naumlega sæti sínu í Bestu deildinni. FH hefur leik í Bestu deild karla 2023 þann 10. apríl næstkomandi þegar liðið heimsækir Fram í Úlfársdal. Hvað gerðist hjá KR og Kjartani í haust? Í kjölfarið mætti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtal á Stöð 2 Sport þar sem hann sagði að til hefði staðið að semja við Kjartan Henry að nýju en á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta. Þegar knattspyrnutímabilinu 2022 var lauk var Kjartan Henry samningslaus en í nóvember gaf stjórn knattspyrnudeildar KR út einskonar kveðjubréf þar sem framherjanum var þakkað fyrir hans framlag og honum óskað velfarnaðar. Þar kom fram að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“
FH Besta deild karla KR Tengdar fréttir „Skil Kjartan mjög vel að finnast að nærveru hans sé ekki óskað“ Kjartan Henry Finnbogason sendi skilaboð til Guðmundar Benediktssonar sem lesin voru upp í beinni útsendingu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem deila hans og knattspyrnudeildar KR var til umræðu. 25. október 2022 09:30 Botnar ekkert í ummælum Rúnars: „Finnst vitleysan hafa náð nýjum hæðum“ Kjartan Henry Finnbogason var látinn skrifa undir uppsögn á samningi sínum við KR fyrir æfingu liðsins í síðustu viku. Hann botnar hvorki upp né niður í ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um að hann eigi ár eftir af samningi sínum við félagið. 18. október 2022 07:30 Vísar ummælum Gumma Ben á bug: „Við erum ekki í einhverri pólitík hérna“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, neitar því að einhverjar ástæður aðrar en fótboltalegar liggi að baki þeirri ákvörðun að Kjartan Henry Finnbogason sitji á varamannabekk félagsins. Kjartan er ósáttur við skort sinn á leiktíma að undanförnu. 1. september 2022 07:30 Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar. 7. nóvember 2022 15:52 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
„Skil Kjartan mjög vel að finnast að nærveru hans sé ekki óskað“ Kjartan Henry Finnbogason sendi skilaboð til Guðmundar Benediktssonar sem lesin voru upp í beinni útsendingu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem deila hans og knattspyrnudeildar KR var til umræðu. 25. október 2022 09:30
Botnar ekkert í ummælum Rúnars: „Finnst vitleysan hafa náð nýjum hæðum“ Kjartan Henry Finnbogason var látinn skrifa undir uppsögn á samningi sínum við KR fyrir æfingu liðsins í síðustu viku. Hann botnar hvorki upp né niður í ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um að hann eigi ár eftir af samningi sínum við félagið. 18. október 2022 07:30
Vísar ummælum Gumma Ben á bug: „Við erum ekki í einhverri pólitík hérna“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, neitar því að einhverjar ástæður aðrar en fótboltalegar liggi að baki þeirri ákvörðun að Kjartan Henry Finnbogason sitji á varamannabekk félagsins. Kjartan er ósáttur við skort sinn á leiktíma að undanförnu. 1. september 2022 07:30
Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar. 7. nóvember 2022 15:52