Frekar tilkynning en sáttameðferð Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. janúar 2023 13:04 Helga Vala Helgadóttir segir tilkynninguna benda til þess að niðurstaða FME sé að það hafi ekki verið farið að lögum við söluna á Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. Í tilkynningu bankans kemur fram að Íslandsbanki hafi fengið í hendur frummat fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í mars í fyrra. Í tilkynningunni segir einnig að FME hafI vakið athygli á heimildum eftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt og að sáttaferlið sé nú þegar hafið. Fréttastofa hafði samband við fjármálaeftirlitið vegna málsins. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi, sagði Seðlabankann vera bundinn þagnarskyldu en benti hins vegar á reglur um heimild fjármálaeftirlitsins til þess að ljúka málum með sátt. Það hefur margoft verið gert og á annað hundrað málum hefur verið lokið með sátt síðan reglurnar tóku gildi árið 2007. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir tilkynninguna benda til þess að einhver lög hafi verið brotin. „Sko þegar að það kemur svona tilkynning frá þeim sem kann að sæta sektum, þá er auðvitað verið svona aðeins að matreiða hlutina ofan í okkur af því að við höfum enn ekki fengið að sjá neitt frá fjármálaeftirlitinu varðandi það hvaða lög voru brotin eða með hvaða hætti. En það bendir til þess að niðurstaða eftirlitsins sé að það hafi ekki verið farið að lögum við söluna.“ Sáttameðferð eða sáttaferli sé alvanalegt orðaleg í sakamálum. „Svo er svolítið verið að velta upp núna þessu orði sem Íslandsbanki velur í sinni tilkynningu að tala um einhverja sáttameðferð. En það orð er auðvitað notað í alls kyns sakamálum, þó að lögbrot sé augljóst eða jafnvel viðurkennt af þeim brotlega þá er samt talað um sáttameðferð þegar að verið er að fjalla um mál og það minnkar ekkert sök viðkomandi þó að um sé að ræða einhverja sáttameðferð. Það er til dæmis bara notað þegar verið er að ræða möguleika á sættum í ofbeldisbrotum eða annars konar brotum. Fjármunaréttarbrotum og þess háttar.“ Frekar sé um að ræða tilkynningu. „Þetta er tilkynning í rauninni um væntanleg viðurlög skilurðu, þetta er í rauninni ekki sáttameðferð heldur bara verið að tilkynna.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í tilkynningu bankans kemur fram að Íslandsbanki hafi fengið í hendur frummat fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í mars í fyrra. Í tilkynningunni segir einnig að FME hafI vakið athygli á heimildum eftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt og að sáttaferlið sé nú þegar hafið. Fréttastofa hafði samband við fjármálaeftirlitið vegna málsins. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi, sagði Seðlabankann vera bundinn þagnarskyldu en benti hins vegar á reglur um heimild fjármálaeftirlitsins til þess að ljúka málum með sátt. Það hefur margoft verið gert og á annað hundrað málum hefur verið lokið með sátt síðan reglurnar tóku gildi árið 2007. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir tilkynninguna benda til þess að einhver lög hafi verið brotin. „Sko þegar að það kemur svona tilkynning frá þeim sem kann að sæta sektum, þá er auðvitað verið svona aðeins að matreiða hlutina ofan í okkur af því að við höfum enn ekki fengið að sjá neitt frá fjármálaeftirlitinu varðandi það hvaða lög voru brotin eða með hvaða hætti. En það bendir til þess að niðurstaða eftirlitsins sé að það hafi ekki verið farið að lögum við söluna.“ Sáttameðferð eða sáttaferli sé alvanalegt orðaleg í sakamálum. „Svo er svolítið verið að velta upp núna þessu orði sem Íslandsbanki velur í sinni tilkynningu að tala um einhverja sáttameðferð. En það orð er auðvitað notað í alls kyns sakamálum, þó að lögbrot sé augljóst eða jafnvel viðurkennt af þeim brotlega þá er samt talað um sáttameðferð þegar að verið er að fjalla um mál og það minnkar ekkert sök viðkomandi þó að um sé að ræða einhverja sáttameðferð. Það er til dæmis bara notað þegar verið er að ræða möguleika á sættum í ofbeldisbrotum eða annars konar brotum. Fjármunaréttarbrotum og þess háttar.“ Frekar sé um að ræða tilkynningu. „Þetta er tilkynning í rauninni um væntanleg viðurlög skilurðu, þetta er í rauninni ekki sáttameðferð heldur bara verið að tilkynna.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira