Sigurður: „Erum við að toppa á röngum tíma?“ Hinrik Wöhler skrifar 11. janúar 2023 20:56 Sigurður Bragason er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í Olís-deild kvenna, var að vonum sáttur með fjögurra marka sigur á liði Stjörnunnar í kvöld. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið en fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti, bæði með sextán stig. Eyjakonur hafa nú unnið sjö leiki í röð í deildinni og eru aðeins einu stigi eftir toppliði Vals. „Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega ánægður með tvö stig en þetta var dapur leikur fyrir margar sakir. Það voru frábærir kaflar inn á milli en ég var vægast sagt reiður með fyrri hálfleiknum hjá okkur,“ sagði Sigurður að leik loknum. Eyjakonur komust 7-0 yfir í byrjun leiks en glötuðu forskotinu niður og var jafnt 9-9 þegar blásið var til hálfleiks. „Við komust 7-0 yfir en það var engum að þakka nema Mörtu í markinu, hún varði fyrstu sjö skotin sem komu á markið og eiginlega öll úr dauðafærum. Við vorum eiginlega bara heppnar að hún stóð í rammanum,“ bætir Sigurður við. Þrátt fyrir frábæra byrjun var Sigurður ekki kampakátur með frammistöðuna í byrjun fyrri hálfleiks. „Ég var alveg reiður þó við vorum 7-0 yfir. Ég var ósáttur með fótavinnuna, ósáttur með hversu linar við vorum og tókum ekki fráköst.“ „Þetta var ekki frábær handbolti og við fengum það í bakið, það var bara sanngjarnt þegar þær ná að jafna 9-9. Þær voru einfaldlega betri en við í fyrri hálfleik. Ég tók smá hárblásara í hálfleik því þetta var nánast skammarlegt. Ég var þó ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik. Þá sá ég mínar konur.“ Það nákvæmlega sama gerðist í upphafi seinni hálfleiks, Eyjakonur gengu á lagið og skoruðu átta mörk í röð og Stjarnan svaraði með nokkrum mörkum í röð um miðbik síðari hálfleiks en Sigurður segist hafa verið mun öruggari með stöðu mála þá. „Ég hafði þó ekki áhyggjur þegar við vorum komnar átta mörkum yfir í seinni hálfleik, við vorum einfaldlega flottari þá.“ ÍBV hefur verið á miklu skriði og er nú aðeins einu stigi frá Val, sem situr í toppsætinu. Eyjakonur hafa nú unnið átta leiki í röð. „Auðvitað horfum við upp á við og nú erum við í þessari í toppbaráttu, þar sem við viljum vera. Mótið er hálfnað núna og við ætlum okkur að vera á toppnum. Annað væri asnalegt að segja, með svona dýrt lið. Þetta er áttundi leikurinn í röð sem við vinnum í deild og bikar. Við erum á góðu róli og ætlum ekkert að slaka á.“ „Erum við að toppa á röngum tíma? Ég held ekki, ég held að við séum flottar. Vona bara að engin meiðist. Við slökum ekkert á og ég er ánægður með stelpurnar, þær hafa verið mjög duglegar,“ segir Sigurður að lokum. Eyjakonur geta unnið sinn níunda leik í röð á laugardaginn. Þá taka þær á móti Haukum í Vestmannaeyjum. Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Sjá meira
Eyjakonur hafa nú unnið sjö leiki í röð í deildinni og eru aðeins einu stigi eftir toppliði Vals. „Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega ánægður með tvö stig en þetta var dapur leikur fyrir margar sakir. Það voru frábærir kaflar inn á milli en ég var vægast sagt reiður með fyrri hálfleiknum hjá okkur,“ sagði Sigurður að leik loknum. Eyjakonur komust 7-0 yfir í byrjun leiks en glötuðu forskotinu niður og var jafnt 9-9 þegar blásið var til hálfleiks. „Við komust 7-0 yfir en það var engum að þakka nema Mörtu í markinu, hún varði fyrstu sjö skotin sem komu á markið og eiginlega öll úr dauðafærum. Við vorum eiginlega bara heppnar að hún stóð í rammanum,“ bætir Sigurður við. Þrátt fyrir frábæra byrjun var Sigurður ekki kampakátur með frammistöðuna í byrjun fyrri hálfleiks. „Ég var alveg reiður þó við vorum 7-0 yfir. Ég var ósáttur með fótavinnuna, ósáttur með hversu linar við vorum og tókum ekki fráköst.“ „Þetta var ekki frábær handbolti og við fengum það í bakið, það var bara sanngjarnt þegar þær ná að jafna 9-9. Þær voru einfaldlega betri en við í fyrri hálfleik. Ég tók smá hárblásara í hálfleik því þetta var nánast skammarlegt. Ég var þó ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik. Þá sá ég mínar konur.“ Það nákvæmlega sama gerðist í upphafi seinni hálfleiks, Eyjakonur gengu á lagið og skoruðu átta mörk í röð og Stjarnan svaraði með nokkrum mörkum í röð um miðbik síðari hálfleiks en Sigurður segist hafa verið mun öruggari með stöðu mála þá. „Ég hafði þó ekki áhyggjur þegar við vorum komnar átta mörkum yfir í seinni hálfleik, við vorum einfaldlega flottari þá.“ ÍBV hefur verið á miklu skriði og er nú aðeins einu stigi frá Val, sem situr í toppsætinu. Eyjakonur hafa nú unnið átta leiki í röð. „Auðvitað horfum við upp á við og nú erum við í þessari í toppbaráttu, þar sem við viljum vera. Mótið er hálfnað núna og við ætlum okkur að vera á toppnum. Annað væri asnalegt að segja, með svona dýrt lið. Þetta er áttundi leikurinn í röð sem við vinnum í deild og bikar. Við erum á góðu róli og ætlum ekkert að slaka á.“ „Erum við að toppa á röngum tíma? Ég held ekki, ég held að við séum flottar. Vona bara að engin meiðist. Við slökum ekkert á og ég er ánægður með stelpurnar, þær hafa verið mjög duglegar,“ segir Sigurður að lokum. Eyjakonur geta unnið sinn níunda leik í röð á laugardaginn. Þá taka þær á móti Haukum í Vestmannaeyjum.
Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti