Pallborðið fór fram í dag og má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Í Pallborðinu fékk Svava Kristín Gretarsdóttir til sín þrjá handboltasérfræðinga til að fara yfir íslenska liðið og möguleika þess á HM. Þetta eru þeir Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, og Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram og sérfræðingur Seinni bylgju kvenna.
Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 19:30. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og vegleg umfjöllun verður um hann, aðdragandann og eftirmálann.