„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Snorri Másson skrifar 13. janúar 2023 09:01 Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. Gummi segir í góðu lagi að fólk líti í eigin barm einmitt núna og sjái að það sé ekki í nógu góðu ástandi. Spurningin sé hvernig það bregst við. „Það er allt í lagi að hugsa núna: Ókei sjitt, ég þarf að gera eitthvað í mínum málum. Flott, frábært. En gerðu eitthvað í því núna, af því að þú getur það. Þú ert sterkari en þú heldur, keyrum þetta ár í gang,“ eru hvatningarorð Gumma. Viðtal við Guðmund Emil má sjá í innslaginu hér að ofan, sem hefst á fimmtándu mínútu. Guðmundur Emil Jóhansson einkaþjálfari hefur vakið gríðarlega athygli á TikTok.Vísir/Einar Margir kvíða því að mæta í fyrsta sinn í langan tíma og telja jafnvel að dómharðir óvinir sitji á fleti fyrir. Svo er ekki að sögn Guðmundar. „Ég var mjög hræddur við að mæta fyrst þegar ég var 16 ára, ég var með kvíða og vissi ekkert hvað ég væri að gera. En það er síðan öllum drullusama, það eru bara allir að verða betri í ræktinni. Hjálpumst bara öll að,“ segir Guðmundur. En hvað veldur því að öðru leyti að svona margir veigra sér við að drífa sig af stað í ræktina? Gummi svarar: „Overstimulation.“ Sem sagt of mikil yfirborðsleg örvun eins og frá samfélagsmiðlum. Hann heldur áfram: „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag. Sorrý. En þú bara vaknar og það er ekkert mál að fara í símann, fá dópamín og horfa bara á eitthvað annað fólk. Svo geturðu fengið þér í vörina. Það kostar bara 1.000 kall.“ Freistingarnar séu á hverju strái „en við þurfum bara að vera öguð og setja okkur reglur,“ segir Guðmundur. Það þarf að gera nikótínpúða dýrari, segir Gummi.TikTok Eins og fólk þekkir hefur það löngum verið raunin að margir kaupa sér árskort í líkamsrækt í janúar, vongóðir um að þetta verði ár líkamsræktarinnar. Svo fjarar undan hugsjónunum í amstri dagsins. En Gummi, sem ver mestum tíma sínum í líkamsræktarstöð, telur sig þrátt fyrir allt og allt merkja breytingu á þessu nú um mundir. „Ég hef aldrei séð svona marga í ræktinni frá því að ég byrjaði 2014. Ég held að það sé bara aukning á líkamsrækt og fólk er að hugsa meira um heilsuna en áður fyrr. Ég held að þetta sé að breytast, því þetta skiptir svo gífurlega miklu máli. Heilsa, hreyfing, hvað þú ert að setja ofan í þig og að þú sért ekki í kyrrsetu,“ segir Guðmundur. Gummi hefur verið í ræktinni í að verða níu ár.Vísir/Einar Líkamsræktarstöðvar Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Gummi segir í góðu lagi að fólk líti í eigin barm einmitt núna og sjái að það sé ekki í nógu góðu ástandi. Spurningin sé hvernig það bregst við. „Það er allt í lagi að hugsa núna: Ókei sjitt, ég þarf að gera eitthvað í mínum málum. Flott, frábært. En gerðu eitthvað í því núna, af því að þú getur það. Þú ert sterkari en þú heldur, keyrum þetta ár í gang,“ eru hvatningarorð Gumma. Viðtal við Guðmund Emil má sjá í innslaginu hér að ofan, sem hefst á fimmtándu mínútu. Guðmundur Emil Jóhansson einkaþjálfari hefur vakið gríðarlega athygli á TikTok.Vísir/Einar Margir kvíða því að mæta í fyrsta sinn í langan tíma og telja jafnvel að dómharðir óvinir sitji á fleti fyrir. Svo er ekki að sögn Guðmundar. „Ég var mjög hræddur við að mæta fyrst þegar ég var 16 ára, ég var með kvíða og vissi ekkert hvað ég væri að gera. En það er síðan öllum drullusama, það eru bara allir að verða betri í ræktinni. Hjálpumst bara öll að,“ segir Guðmundur. En hvað veldur því að öðru leyti að svona margir veigra sér við að drífa sig af stað í ræktina? Gummi svarar: „Overstimulation.“ Sem sagt of mikil yfirborðsleg örvun eins og frá samfélagsmiðlum. Hann heldur áfram: „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag. Sorrý. En þú bara vaknar og það er ekkert mál að fara í símann, fá dópamín og horfa bara á eitthvað annað fólk. Svo geturðu fengið þér í vörina. Það kostar bara 1.000 kall.“ Freistingarnar séu á hverju strái „en við þurfum bara að vera öguð og setja okkur reglur,“ segir Guðmundur. Það þarf að gera nikótínpúða dýrari, segir Gummi.TikTok Eins og fólk þekkir hefur það löngum verið raunin að margir kaupa sér árskort í líkamsrækt í janúar, vongóðir um að þetta verði ár líkamsræktarinnar. Svo fjarar undan hugsjónunum í amstri dagsins. En Gummi, sem ver mestum tíma sínum í líkamsræktarstöð, telur sig þrátt fyrir allt og allt merkja breytingu á þessu nú um mundir. „Ég hef aldrei séð svona marga í ræktinni frá því að ég byrjaði 2014. Ég held að það sé bara aukning á líkamsrækt og fólk er að hugsa meira um heilsuna en áður fyrr. Ég held að þetta sé að breytast, því þetta skiptir svo gífurlega miklu máli. Heilsa, hreyfing, hvað þú ert að setja ofan í þig og að þú sért ekki í kyrrsetu,“ segir Guðmundur. Gummi hefur verið í ræktinni í að verða níu ár.Vísir/Einar
Líkamsræktarstöðvar Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31