Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögregla hafi notið aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar sem áttu sér stað klukkan 19:36 í gærkvöldi. Voru mennirnir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Að öðru leyti virðist nóttin hafa farið nokkuð friðsamlega fram. Tilkynnt var um ungmenni sem höfðu unnið eignarspjöll á grunnskóla í austurborginni með flugeldum. Þá voru nokkrir skemmtistaðir kærðir þar sem dyraverðir reyndust starfa án tilskilinna réttinda.
Tilkynnt var um innbrot í Breiðholti þar sem meintur gerandi var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Tveir voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna og annar reyndist sviptur ökuréttindum.