Aragrúi af fordæmum séu fyrir kröfum Eflingar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. janúar 2023 09:00 Stefán Ólafsson er prófessor í félagsfræði hjá Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu. Vísir/Steingrímur Dúi Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum þar sem húsnæðiskostnaður er mun hærri á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Ástandið á höfuðborgarsvæðinu sé fordæmalaust en framfærsluuppbót sé það ekki. Áður en Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í vikunni höfðu þau lagt fram sitt eigið tilboð. Var þar farið fram á launahækkanir sambærilegar og samið var um við önnur félög en að á móti kæmi sérstök framfærsluuppbót fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu. „Húsnæðiskostnaður þar er um það bil 45 prósent hærri en hann er á landsbyggðinni. Þetta munar um 68 þúsund krónur í hverjum mánuði sem að fólk þarf að hafa meira í ráðstöfunartekjur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Stefán Ólafsson, sérfræðingur Eflingar og prófessor í félagsfræði. Í aðsendri grein á Vísi í dag skoðaði Stefán gögn frá Ríkisskattstjóra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands og setti þau í samhengi við nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins, sem Samtöl atvinnulífsins hafa boðið öðrum félögum. Íbúar ná ekki endum saman samkvæmt útreikningi Stefáns. Grafík/Hjalti Miðað við meðallaun samkvæmt samningi Starfsgreinasambandsins eru ráðstöfunartekjur ríflega 380 þúsund og framfærslukostnaður sá sami óháð búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu er þó leigukostnaður, miðað við litla íbúð, þó talsvert meiri en á landsbyggðinni sem leiðir til þess að fólk nær ekki endum saman. Þetta er náttúrulega fordæmalaus þróun sem hefur verið á húsnæðismarkaði, bæði fyrir þá sem að kaupa íbúðir og eins fyrir leigjendur. Þetta hefur gerst bara á síðustu tveimur árum, gríðarlegar hækkanir á íbúðaverði, langt umfram kaupmátt,“ segir Stefán. Framfærsluuppbætur ekki fordæmalausar Samtök atvinnulífsins féllust ekki á kröfur Eflingar og sögðust ekki ætla draga þjóðina í dilka eftir búsetu. Stefán segir aftur á móti að húsnæðismarkaðinn hafi löngu verið búinn að draga landsmenn í dilka. Þá óttast Efling það að ef beðið yrði með að semja fyrir höfuðborgarbúa þá myndu aðrir fara lengra á undan. „Þessi staða segir það að samningur Starfsgreinasambandsins getur aldrei verið viðunandi fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Stefán og bætir við að verkafólk á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni standi ekki jafnfætis. Ýmis fordæmi séu fyrir framfærsluuppbót, en slíka sé til að mynda að finna í samningi Starfsgreinasambandsins í formi staðaruppbóta og bónusgreiðslna til fiskvinnslufólks, sem sé helst á landsbyggðinni. Þá sé eflaust sterkasta dæmið í Bretlandi. „Í London er tuttugu prósent hærri framfærslukostnaður, aðallega vegna húsnæðiskostnaðar. Þar er tuttugu prósent álag á laun af þeirri einföldu ástæðu. Þetta er bara algengt á höfuðborgarsvæðum í löndum í kringum okkur þannig fordæmin eru út um allt, líka hér innanlands,“ segir Stefán. Hann beinir þó ekki aðeins spjótum sínum að Samtökum atvinnulífsins en hið opinbera gæti sömuleiðis lagt sitt af mörkum með því að laga kerfið í kringum húsnæðisstuðning. „Eins og kerfið er í dag þá rennur hann í meiri mæli út á landsbyggðina fyrir fólk með sömu tekjur sem er algjörlega öfugsnúið við þörfina,“ segir Stefán. Viðbúið er að verkfallsboðun Eflingar verði tilbúin í næstu viku og gæti verkfall hafist á næstu vikum en kröfur þeirra þoli ekki bið. „Það gæti verið fleiri en ein leið, en það er ótækt annað en að þetta leysist,“ segir Stefán. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir „Alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum“ Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum en meðlimir Starfsgreinasambandsins þar sem húsnæðiskostnaður er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2023 14:29 Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10. janúar 2023 13:14 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Áður en Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í vikunni höfðu þau lagt fram sitt eigið tilboð. Var þar farið fram á launahækkanir sambærilegar og samið var um við önnur félög en að á móti kæmi sérstök framfærsluuppbót fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu. „Húsnæðiskostnaður þar er um það bil 45 prósent hærri en hann er á landsbyggðinni. Þetta munar um 68 þúsund krónur í hverjum mánuði sem að fólk þarf að hafa meira í ráðstöfunartekjur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Stefán Ólafsson, sérfræðingur Eflingar og prófessor í félagsfræði. Í aðsendri grein á Vísi í dag skoðaði Stefán gögn frá Ríkisskattstjóra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands og setti þau í samhengi við nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins, sem Samtöl atvinnulífsins hafa boðið öðrum félögum. Íbúar ná ekki endum saman samkvæmt útreikningi Stefáns. Grafík/Hjalti Miðað við meðallaun samkvæmt samningi Starfsgreinasambandsins eru ráðstöfunartekjur ríflega 380 þúsund og framfærslukostnaður sá sami óháð búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu er þó leigukostnaður, miðað við litla íbúð, þó talsvert meiri en á landsbyggðinni sem leiðir til þess að fólk nær ekki endum saman. Þetta er náttúrulega fordæmalaus þróun sem hefur verið á húsnæðismarkaði, bæði fyrir þá sem að kaupa íbúðir og eins fyrir leigjendur. Þetta hefur gerst bara á síðustu tveimur árum, gríðarlegar hækkanir á íbúðaverði, langt umfram kaupmátt,“ segir Stefán. Framfærsluuppbætur ekki fordæmalausar Samtök atvinnulífsins féllust ekki á kröfur Eflingar og sögðust ekki ætla draga þjóðina í dilka eftir búsetu. Stefán segir aftur á móti að húsnæðismarkaðinn hafi löngu verið búinn að draga landsmenn í dilka. Þá óttast Efling það að ef beðið yrði með að semja fyrir höfuðborgarbúa þá myndu aðrir fara lengra á undan. „Þessi staða segir það að samningur Starfsgreinasambandsins getur aldrei verið viðunandi fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Stefán og bætir við að verkafólk á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni standi ekki jafnfætis. Ýmis fordæmi séu fyrir framfærsluuppbót, en slíka sé til að mynda að finna í samningi Starfsgreinasambandsins í formi staðaruppbóta og bónusgreiðslna til fiskvinnslufólks, sem sé helst á landsbyggðinni. Þá sé eflaust sterkasta dæmið í Bretlandi. „Í London er tuttugu prósent hærri framfærslukostnaður, aðallega vegna húsnæðiskostnaðar. Þar er tuttugu prósent álag á laun af þeirri einföldu ástæðu. Þetta er bara algengt á höfuðborgarsvæðum í löndum í kringum okkur þannig fordæmin eru út um allt, líka hér innanlands,“ segir Stefán. Hann beinir þó ekki aðeins spjótum sínum að Samtökum atvinnulífsins en hið opinbera gæti sömuleiðis lagt sitt af mörkum með því að laga kerfið í kringum húsnæðisstuðning. „Eins og kerfið er í dag þá rennur hann í meiri mæli út á landsbyggðina fyrir fólk með sömu tekjur sem er algjörlega öfugsnúið við þörfina,“ segir Stefán. Viðbúið er að verkfallsboðun Eflingar verði tilbúin í næstu viku og gæti verkfall hafist á næstu vikum en kröfur þeirra þoli ekki bið. „Það gæti verið fleiri en ein leið, en það er ótækt annað en að þetta leysist,“ segir Stefán.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir „Alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum“ Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum en meðlimir Starfsgreinasambandsins þar sem húsnæðiskostnaður er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2023 14:29 Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10. janúar 2023 13:14 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum“ Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum en meðlimir Starfsgreinasambandsins þar sem húsnæðiskostnaður er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2023 14:29
Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21
Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08
Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12
Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10. janúar 2023 13:14