Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. janúar 2023 15:30 Nanna Bryndís, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters And Men er viðmælandi í fyrsta þætti af nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar. Stöð 2 Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þættinum fóru Nanna og Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttarins, meðal annars á heimaslóðir Nönnu í Garðinum á Suðurnesjum. Þau fóru yfir ferilinn, allt frá því að hljómsveitin Of Monsters And Men sigraði Músíktilraunir árið 2010 og þar til sveitin varð ein sú frægasta sem Ísland hefur getið af sér. Nanna skaust fram á sjónarsviðið sem söngkona hljómsveitarinnar fyrir tólf árum síðan. Síðan þá hefur hún farið á tónleikaferðalög um allan heim, fyllt hverja tónleikahöllina á fætur annarri og spilað í þáttum á borð við Jay Leno, Saturday Night Live og The Tonight Show með Jimmy Fallon. „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Í þættinum kemur Nanna meðal annars inn á það þegar lag hljómsveitarinnar var notað í Ben Stiller myndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Það var geggjað. Það var ógeðslega gaman að fá að vera með þar,“ segir Nanna sem hitti þó aldrei Ben Stiller sjálfan. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann hitt einhvern svo frægan að hún hafi orðið stjörnustrokin (e. starstruck) segir Nanna: „Ég gleymi öllu svona, ég er rosaleg. Einhvern tímann sá ég Robert Smith úr The Cure og ég hljóp í burtu af því ég var svo stressuð. Ég verð bara eins og einhver kleina í svona aðstæðum.“ Hitti átrúnaðargoðið og byrjaði að rappa Til að undirstrika það hve vandræðaleg hún getur orðið í svona aðstæðum segir Nanna frá því þegar hún hitti tónlistarmanninn Bon Iver, sem er eitt af hennar átrúnaðargoðum. Þau hittust í partíi og Nanna manaði sig upp í það að labba upp að honum og biðja um mynd á polaroid myndavélina sína, en hún átti aðeins eina mynd eftir á filmunni. „Oh! Af hverju er ég að fara að segja þessa sögu? Ég var eitthvað svo stressuð að ég byrjaði að rappa fyrir hann.“ Nanna gekk upp að Bon Iver og spurði hvort hún mætti fá mynd af sér með honum. Hún sagði honum að hún ætti bara eina mynd eftir á myndavélinni og þau hefðu því aðeins eitt tækifæri. Ósjálfrátt byrjaði hún svo að rappa bút úr laginu Lose Yourself með Eminem fyrir átrúnaðargoðið: „You only get one shot, do not miss your chance to blow. This opportunity comes once in a lifetime.“ „Æ shit hvað þetta var ógeðslega vandræðalegt,“ segir Nanna. Klippa: Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Of Monsters and Men Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50 Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Fleiri fréttir Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Sjá meira
Í þættinum fóru Nanna og Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttarins, meðal annars á heimaslóðir Nönnu í Garðinum á Suðurnesjum. Þau fóru yfir ferilinn, allt frá því að hljómsveitin Of Monsters And Men sigraði Músíktilraunir árið 2010 og þar til sveitin varð ein sú frægasta sem Ísland hefur getið af sér. Nanna skaust fram á sjónarsviðið sem söngkona hljómsveitarinnar fyrir tólf árum síðan. Síðan þá hefur hún farið á tónleikaferðalög um allan heim, fyllt hverja tónleikahöllina á fætur annarri og spilað í þáttum á borð við Jay Leno, Saturday Night Live og The Tonight Show með Jimmy Fallon. „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Í þættinum kemur Nanna meðal annars inn á það þegar lag hljómsveitarinnar var notað í Ben Stiller myndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Það var geggjað. Það var ógeðslega gaman að fá að vera með þar,“ segir Nanna sem hitti þó aldrei Ben Stiller sjálfan. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann hitt einhvern svo frægan að hún hafi orðið stjörnustrokin (e. starstruck) segir Nanna: „Ég gleymi öllu svona, ég er rosaleg. Einhvern tímann sá ég Robert Smith úr The Cure og ég hljóp í burtu af því ég var svo stressuð. Ég verð bara eins og einhver kleina í svona aðstæðum.“ Hitti átrúnaðargoðið og byrjaði að rappa Til að undirstrika það hve vandræðaleg hún getur orðið í svona aðstæðum segir Nanna frá því þegar hún hitti tónlistarmanninn Bon Iver, sem er eitt af hennar átrúnaðargoðum. Þau hittust í partíi og Nanna manaði sig upp í það að labba upp að honum og biðja um mynd á polaroid myndavélina sína, en hún átti aðeins eina mynd eftir á filmunni. „Oh! Af hverju er ég að fara að segja þessa sögu? Ég var eitthvað svo stressuð að ég byrjaði að rappa fyrir hann.“ Nanna gekk upp að Bon Iver og spurði hvort hún mætti fá mynd af sér með honum. Hún sagði honum að hún ætti bara eina mynd eftir á myndavélinni og þau hefðu því aðeins eitt tækifæri. Ósjálfrátt byrjaði hún svo að rappa bút úr laginu Lose Yourself með Eminem fyrir átrúnaðargoðið: „You only get one shot, do not miss your chance to blow. This opportunity comes once in a lifetime.“ „Æ shit hvað þetta var ógeðslega vandræðalegt,“ segir Nanna. Klippa: Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum
Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Of Monsters and Men Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50 Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Fleiri fréttir Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Sjá meira
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00
Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50