„Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2023 13:01 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir grafalvarlegt ástand hafa skapast í gær þegar íbúar á Suðurnesjum voru án rafmagns, heita vatns og símasambands þegar bilun kom upp á Suðurnesjalínu 1. Viðgerðum er ekki lokið og þarf að taka línuna tímabundið úr rekstri á næstu dögum. Bæjarstjóri segir ósætti milli Landsnets og sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínu 2 störukeppni sem verði að linna. Rafmagn var aftur komið á sjöunda tímanum í gær en rafmagnslaust var í tæpa þrjá klukkutíma vegna bilunar í eldingavara í tengivirkinu í Fitjum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir viðgerðum ekki lokið en eldingavarinn var tekinn út í gær. „Það má í rauninni segja að við höfum sett plástur á línuna og í dag eru tveir eldingavarar en ekki þrír eins og á að vera. Það þýðir að við þurfum að fara í viðgerð, við þurfum að setja upp nýjan eldingavara og mögulega skipta út hinum tveimur,“ segir Steinunn. „Það verður gert að nóttu til núna einhvern tímann á næstu dögum því það er náttúrulega viðkvæmt að taka línuna út,“ segir hún enn fremur en verið er að skoða hvenær hægt verður að ráðast í viðgerðir, þá með tilliti til veðurs og í samvinnu við virkjanir á svæðinu. Algjörlega óásættanleg staða Samhliða rafmagnsleysinu datt heita vatnið út auk þess sem símkerfi virkuðu ekki. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir mjög sérstakt ástand hafa skapast í gær. „Ég held að fólki hafi líka verið brugðið að þetta skuli geta gerst árið 2023, að svona stórt svæði sem telur 30 þúsund íbúa geti dottið út í svona langan tíma og kannski hvað símainnviðirnir okkar eru illa búnir með varaafl,“ segir Kjartan. Fréttastofa hefur heyrt dæmi um að íbúar hafi ekki náð sambandi við Neyðarlínuna. Kjartan segir að hægt sé að rekja símasambandsleysið til þess að rafmagnið fór af en mögulega hafi verið sérstaklega mikið álag þar sem margir voru að horfa á leik Íslands gegn Suður-Kóreu á HM í handbolta í gær. Hvað Keflavíkurflugvöll varðar getur rafmagnsleysi haft takmörkuð áhrif þar sem landgangar eru keyrðir á rafmagni. Völlurinn er keyrður á varaafli á svona stundum en að sögn Kjartans dugar það ekki til lengri tíma. „Þetta er stóralvarlegt mál og getur jafnvel varðað þjóðaröryggi. Við verðum bara að koma þessu í lag, það er ekkert sem heitir. Þetta er algjörlega óásættanlegt, að ekki sé hægt að hringja, af því að nú treysta menn allir á farsímana, og að það sé ekki rafmagn og það sé ekki heitt vatn og þessir innviðir. Þetta er algjörlega ólíðandi,“ segir hann. Vogar og Landsnet þurfi að finna út úr sínum málum Bilunin sýni fram á mikilvægi Suðurnesjalínu 2 en Suðurnesjalína 1 er eina tenging svæðisins. Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík hafa fyrir löngu veitt framkvæmdaleyfi en sveitarfélagið Vogar er enn með málið á sínu borði. Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi er enn til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. „Við þurfum bara að ýta á og flýta því að þessar erjur og misklíð varðandi Suðurnesjalínu 2, hvernig hún skuli lögð, að þær verði leystar og að bæði Landsnet og sveitarfélagið Vogar finni nú út úr því hvernig þau ætla að gera þetta,“ segir Kjartan. „Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna.“ Reykjanesbær Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Rafmagn var aftur komið á sjöunda tímanum í gær en rafmagnslaust var í tæpa þrjá klukkutíma vegna bilunar í eldingavara í tengivirkinu í Fitjum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir viðgerðum ekki lokið en eldingavarinn var tekinn út í gær. „Það má í rauninni segja að við höfum sett plástur á línuna og í dag eru tveir eldingavarar en ekki þrír eins og á að vera. Það þýðir að við þurfum að fara í viðgerð, við þurfum að setja upp nýjan eldingavara og mögulega skipta út hinum tveimur,“ segir Steinunn. „Það verður gert að nóttu til núna einhvern tímann á næstu dögum því það er náttúrulega viðkvæmt að taka línuna út,“ segir hún enn fremur en verið er að skoða hvenær hægt verður að ráðast í viðgerðir, þá með tilliti til veðurs og í samvinnu við virkjanir á svæðinu. Algjörlega óásættanleg staða Samhliða rafmagnsleysinu datt heita vatnið út auk þess sem símkerfi virkuðu ekki. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir mjög sérstakt ástand hafa skapast í gær. „Ég held að fólki hafi líka verið brugðið að þetta skuli geta gerst árið 2023, að svona stórt svæði sem telur 30 þúsund íbúa geti dottið út í svona langan tíma og kannski hvað símainnviðirnir okkar eru illa búnir með varaafl,“ segir Kjartan. Fréttastofa hefur heyrt dæmi um að íbúar hafi ekki náð sambandi við Neyðarlínuna. Kjartan segir að hægt sé að rekja símasambandsleysið til þess að rafmagnið fór af en mögulega hafi verið sérstaklega mikið álag þar sem margir voru að horfa á leik Íslands gegn Suður-Kóreu á HM í handbolta í gær. Hvað Keflavíkurflugvöll varðar getur rafmagnsleysi haft takmörkuð áhrif þar sem landgangar eru keyrðir á rafmagni. Völlurinn er keyrður á varaafli á svona stundum en að sögn Kjartans dugar það ekki til lengri tíma. „Þetta er stóralvarlegt mál og getur jafnvel varðað þjóðaröryggi. Við verðum bara að koma þessu í lag, það er ekkert sem heitir. Þetta er algjörlega óásættanlegt, að ekki sé hægt að hringja, af því að nú treysta menn allir á farsímana, og að það sé ekki rafmagn og það sé ekki heitt vatn og þessir innviðir. Þetta er algjörlega ólíðandi,“ segir hann. Vogar og Landsnet þurfi að finna út úr sínum málum Bilunin sýni fram á mikilvægi Suðurnesjalínu 2 en Suðurnesjalína 1 er eina tenging svæðisins. Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík hafa fyrir löngu veitt framkvæmdaleyfi en sveitarfélagið Vogar er enn með málið á sínu borði. Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi er enn til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. „Við þurfum bara að ýta á og flýta því að þessar erjur og misklíð varðandi Suðurnesjalínu 2, hvernig hún skuli lögð, að þær verði leystar og að bæði Landsnet og sveitarfélagið Vogar finni nú út úr því hvernig þau ætla að gera þetta,“ segir Kjartan. „Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna.“
Reykjanesbær Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira