Erlendir fjölmiðlar segja á árásin hafi átt sér stað klukkan 14:30 að staðartíma. „Fyrstu upplýsingar benda til að hvítabjörninn hafi haldið inn í bæinn og elt fjölda íbúa,“ segir í tilkynningu frá þjóðvarðliðum í Alaska.
Árásir hvítabjarna eru ekki algengar í Alaska en sérfræðingar hafa þó varað við að dýrin gætu í auknum mæli leitað í mannabyggðir vegna minnkandi hafíss sem gerir þeim erfiðara að leita matar.
Þjóðvarðliðar segja að íbúi í Wales hafi drepið hvítabjörninn eftir árásina. Nöfn hinna látnu hafa enn ekki verið gerð opinber.
Íbúar í Wales eru um hundrað talsins.