Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 18. janúar 2023 11:45 Sindri og Ísidór í dómsal í dag. vísir/Hulda Margrét Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. Vísir verður í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 13 og fylgist með því sem fram fer við þingfestingu málsins í vaktinni hér neðst í fréttinni. Að neðan er málið rakið. Það var þann 21. september sem fréttir bárust af umfangsmikilli aðgerð sérsveitar og ríkislögreglustjóra við iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ. Fyrr þann dag hafði karlmaður verið handtekinn í Kópavogi. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra síðar um daginn kom fram að hættuástandi hefði verið aflýst. Aðgerðir sérsveitar voru við þetta húsnæði í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ.Vísir/BjarniEinars „Það er mildi að engan sakaði í aðgerðum lögreglu en handtaka fór skjótt og vel fram,“ sagði í tilkynningunni. Málið tengdist yfirstandandi rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og vopnalagabrotum. Daginn eftir boðaði ríkislögreglustjóri til blaðamannafundar. Sögulegur blaðamannafundur Ágætt er að staldra við þá staðreynd að ríkislögreglustjóri boðaði til blaðamannafundar. Almennt er það lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hefur umsjón með rannsóknum á brotastarfsemi hér á landi. Að málið heyrði undir ríkislögreglustjóra gaf til kynna alvarleika málsins. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra griendi frá því að karlmennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir væru grunaðir um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Þeir væru grunaðir um vopnaframleiðslu með þrívíddarprenturum og lagt hefði verið hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Karl Steinar sagði að samfélagið væri öruggara í dag eftir aðgerðir lögreglu. Möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Var árshátíð lögreglumanna nefnd í því samhengi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði að hættumatinu á Íslandi yrði ekki breytt að svo stöddu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði um gríðarlega alvarlegt mál að ræða. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur sagði að sér væri brugðið en lagði áherslu á að enn sem komið er væri lítið vitað um málið og best að halda ró sinni. Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian fjölluðu um meinta hryðjuverkaógn hér á landi. Ræddu að gera nafntoguðu fólki mein Karlmennirnir tveir eru Ísidór Nathansson 24 ára og Sindri Snær Birgisson 26 ára. Lögregla krafðist endurtekið gæsluvarðhalds yfir mönnunum næstu vikur og sættu þeir lengi vel einangrun. Viku eftir handtökuna sagði Sigríður Björk ríkislögreglustjóra sig frá málinu. Ástæðan var sú að nafn föður hennar, Guðjóns Valdimarsson vopnasala, hafði komið upp við rannsókn málsins. Var forræði málsins fært frá ríkislögreglustjóra til Embættis héraðssaksóknara. „Ég óskaði eftir því að segja mig frá málinu um leið og þessar upplýsingar lágu fyrir til að tryggja rannsóknarhagsmuni og viðhalda trausti til rannsóknarinnar,“ sagði Sigríður Björk í pósti til samstarfsmanna. Um tveimur vikum eftir handtökuna fór að spyrjast út að mennirnir hefðu rætt sín á milli um að gera nafntoguðum Íslendingum eitthvað illt. Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórar Sósíalistaflokksins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, voru nefnd í því samhengi. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru kallaðir í skýrslutöku vegna málsins. Sömuleiðis Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem mennirnir hafi talað sín á milli um að vilja myrða. Töldu mennirnir að Guðlaugur væri utanríkisráðherra. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt og maður finnur líka sérstaklega fyrir því af því að það fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni,“ sagði Guðlaugur. Verjandi segir um grín að ræða Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, sagði fjórum vikum eftir handtökuna að um misheppnað grín karlmannna væri að ræða. „Minn umbjóðandi er meinleysisgrey og og gerir ekki flugu mein og eins langt frá því að vera efni í hryðjuverkamann og hugsast getur. Hann hefur engan áhuga á stjórnmálum, heldur að Píratar séu sjóræningjar en ekki stjórnmálaflokkur og svo framvegis,“ sagði Sveinn Andri sem hefur ítrekað lýst því yfir að lögregla hafi farið offari í málinu. Taldi hann líklegast að mennirnir yrðu að endingu aðeins ákærðir fyrir vopnalagabrot en ekki skipulagningu hryðjuverka. Svo fór ekki því þann 9. desember voru mennirnir ákærðir fyrir brot á lögum sem fjalla um hryðjuverk en um leið fyrir vopnalagabrot. Það var svo þann 13. desember að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir mönnunum. Þá höfðu þeir setið í varðhaldi í ellefu vikur og sætt einangrun lengi framan af. Landsréttur byggði niðurstöðu sína annars vegar á því að ekkert benti til þess að árás væri yfirvofandi eða mjög líkleg. Hins vegar á mati geðlæknis sem sagði heilbrigði mannanna ekki talið þannig að hætta stafaði af þeim. Hvorki fyrir þá sjálfa eða aðra einstaklinga. Handtekinn aftur degi eftir að hafa verið sleppt Sindri Snær og Ísidór tveir eru góðir vinir, fyrrverandi samstarfsmenn en virðast á nokkurn hátt ólíkir. Sindri Snær er mikill vopnaáhugamaður og virðist afar fær í því að smíða vopn meðal annars með aðstoð þrívíddarprentara. Hann er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka. Ísidór er 24 ára, lýsir sjálfum sér sem nasista og virðist hafa verið mjög áhugasamur um erlenda öfgamenn á borð við Norðmanninn Anders Breivik. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir mönnunum koma fram upplýsingar frá fyrstu skýrslutökum yfir mönnunum. Sindri Snær hafði verið handtekinn viku fyrr og lagt hald á þrjá þrívíddarprentara og fjórar byssur. Sat hann í gæsluvarðhaldi í viku. Lögregla fékk aðgang að síma Sindra og blöstu þá við samskipti mannanna tveggja. Þar var nasismi, fjöldamorð og viðskipti með vopn til umræðu. Þessar upplýsingar leiddu til umfangsmikilla aðgerða og handtöku þeirra 21. september. Vopnaáhugamaður en mannvinur Í fyrstu skýrslutöku yfir Sindra sagði hann þá Ísidór vini til langs tíma og á milli þeirra ríkti sérstakur húmor. Hann væri atvinnulaust skilnaðarbarn og ætti son sem hann hefði ekki forræði yfir. Hann hefði flosnað upp úr skóla, glímt við fíknivanda um tíma og í fjárhagsvanda. Hann tryði á guð, væri fermdur og fylgdist ekkert með stjórnmálum. Samskipti þeirra hefðu verið meiningarlaus og sett fram í gríni. Hann væri mannvinur og þætti vænt um fólk óháð kynþætti og kynhneigð. Félagi hans væri nasisti sem hataði gyðinga og múslima. Þá viðurkenndi hann að hafa fiktað við framleiðslu skotvopna en aldrei selt. Hann hefði ekki komið að gerð sprengna en kannaðist þó við að félagi hans hefði sent honum upplýsingar um hvernig unnt væri að útbúa sprengjur. Hann gat engar skýringar gefið hvers vegna hann hefði leitað að dagsetningu árshátíðar lögreglumanna á netinu. Hann væri bitur og sár. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum koma fram upplýsingar upp úr samtölum félaganna. Í einu þeirra eru fjöldamorðingjar hylltir. Þeir ræða um að kaupa lögreglubúninga til að blekkja fólk og sömuleiðis drepa alla í Gleðigöngunni með því að aka inn í hóp fólks. Yfirlýstur nasisti Ísidór, sem ákærður er fyrir hlutdeild auk vopnalagabrots, lýsti sjálfum sér sem einangrunarsinna en aðrir kölluðu hann nasista. Í síðari skýrslutökum ítrekaði hann að hann væri nasisti. Hann sagðist stuða fólk og tala opinskátt, til dæmis að vilja skjóta fólk sem hann væri ósammála. Hann teldi sig vera hlut af samtökunum „Right wing“, hommar fengju of mikið pláss í samfélaginu og banna ætti þá frá börnum. Hann væri ósáttur við streymi útlendinga til landsins sem vinni ekkert og lifi á kerfinu. Þá væri hann mikill áhugamaður um vopn og sprengjuefni. Þá sagðist hann hafa sent Sindra alls konar skilaboð til að stuða og stríða, en sjálfur hefði hann ekki viljað framkvæma verknað á borð við að aka niður fólk í Gleðigöngunni. Blöskraði áhugi Sindra á drónaárásum Ísidór sagði síðar í skýrslutöku að honum hefði blöskrað mikill áhugi Sindra á drónaárásum og hve langt hann væri kominn í slíkum pælingum. Ísidór segir Sindra hafa verið að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, hann hafi verið kominn með GPS-staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann hafi haft mikinn áhuga á drónaárásum. Ísidór kvaðst trúa því að Sindri kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar, þetta hafi ekki verið grín heldur stigi ofar að sögn félagans. Hann sagði að þessar hugmyndir mannsins hafi ágerst mjög síðustu vikurnar fyrir handtöku þeirra. Sindri hafi ætlað að fara í vettvangsferð að skoða aðstæður þar sem Gleðigangan yrði gengin. Hann hafi ætlað að fremja voðaverk með því að aka vörubíl inn í mannþröngina. Ísidór kvaðst þó ekki vita hvort Sindri hafi í raun farið í vettvangsferðina. Ísidór sagðist hafa tjáð Sindra að vera ekki hvatvís og reynt að „kæla“ hann niður, að því er sagði í framburði hans. Þá hafi hann bent Sindra á að tveir þekktir hryðjuverkamenn, sem þeir höfðu rætt, hafi verið í nokkur ár að skipuleggja sín hryðjuverk. Sankað að sér efni Sindri Snær er ákærður fyrir skipulagningu og tilraun til hryðjuverka, eða eins og orðað er í ákæru, „með því að hafa ákveðið að valda ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum.“ Fram kemur að Sindri hafi sýnt þann ásetning ótvírætt í verki á tímabilinu maí til september 2022, m.a með orðfæri og yfirlýsingum á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal og með því að útbúa, framleiða og afla sér skotvopna. Hann hafi auk þess keypt árásarriffla af gerðinni AK-47 og AR-15 og breytt þeim í hálfsjálfvirk skotvopn. Þá er Sindri sagður hafa sankað að sér efni og upplýsingar um sprengju-og drónagerð, kynnt sér aðferðafræði þekktra hryðjuverkamanna og reynt að verða sér út um lögregluskilríki, lögreglufatnað og lögreglubúnað til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Allt hafi þetta verið í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og mikilli ringulreið í þjóðfélaginu. Aflað sér upplýsinga um sprengju- og drónagerð Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild að brotum Sindra, með liðsinni í orði og verki. Hann hafi hvatt Sindra til hryðjuverkaárásar, ásamt því að senda honum upplýsingar um þekkta hryðjuverkamenn, hugmyndafræði, undirbúning og aðferðir þeirra. Þá á hann að hafa aflað sér upplýsinga um sprengju- og drónagerð og deilt þeim upplýsingum með Sindra í þeim tilgangi að styrkja hann í áformum hans um að fremja hryðjuverk. Báðir eru ákærðir fyrir stórfellt vopnalagabrot, fyrir að hafa framleitt, selt og haft í vörslu sinni ólögleg vopn. Þeir eru einnig ákærðir fyrir fíkniefnilagabrot, með því að hafa haft marijúana, amfetamín og stera í vörslu sinni. Mennirnir eru sem fyrr segir báðir ákærðir fyrir vopnalagabrot og fyrir tilraun til hryðjuverka, á grundvelli 100. gr. a. almennra hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra. Ákvæðið gerir ráð fyrir allt að ævilöngu fangelsi. Lögmaður Sindra, Sveinn Andri Sveinsson, hefur gagnrýnt ákæruvaldið harðlega fyrir ákæruna. Hann hefur meðal annars sagt hana til þess fallna að leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglu. Samskipti mannanna hafi aðeins verið „rugl spjall þeirra á milli." Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs tók undir orð Sveins Andra og sagði ákæruna hafa komið verulega á óvart. Báðir mennirnir hafa hingað til neitað sök en þó gengist við vopnalagabroti. Þingfesting málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 13 í dag. Vísir greinir frá því sem fram fer í vaktinni hér að neðan.
Vísir verður í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 13 og fylgist með því sem fram fer við þingfestingu málsins í vaktinni hér neðst í fréttinni. Að neðan er málið rakið. Það var þann 21. september sem fréttir bárust af umfangsmikilli aðgerð sérsveitar og ríkislögreglustjóra við iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ. Fyrr þann dag hafði karlmaður verið handtekinn í Kópavogi. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra síðar um daginn kom fram að hættuástandi hefði verið aflýst. Aðgerðir sérsveitar voru við þetta húsnæði í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ.Vísir/BjarniEinars „Það er mildi að engan sakaði í aðgerðum lögreglu en handtaka fór skjótt og vel fram,“ sagði í tilkynningunni. Málið tengdist yfirstandandi rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og vopnalagabrotum. Daginn eftir boðaði ríkislögreglustjóri til blaðamannafundar. Sögulegur blaðamannafundur Ágætt er að staldra við þá staðreynd að ríkislögreglustjóri boðaði til blaðamannafundar. Almennt er það lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hefur umsjón með rannsóknum á brotastarfsemi hér á landi. Að málið heyrði undir ríkislögreglustjóra gaf til kynna alvarleika málsins. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra griendi frá því að karlmennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir væru grunaðir um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Þeir væru grunaðir um vopnaframleiðslu með þrívíddarprenturum og lagt hefði verið hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Karl Steinar sagði að samfélagið væri öruggara í dag eftir aðgerðir lögreglu. Möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Var árshátíð lögreglumanna nefnd í því samhengi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði að hættumatinu á Íslandi yrði ekki breytt að svo stöddu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði um gríðarlega alvarlegt mál að ræða. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur sagði að sér væri brugðið en lagði áherslu á að enn sem komið er væri lítið vitað um málið og best að halda ró sinni. Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian fjölluðu um meinta hryðjuverkaógn hér á landi. Ræddu að gera nafntoguðu fólki mein Karlmennirnir tveir eru Ísidór Nathansson 24 ára og Sindri Snær Birgisson 26 ára. Lögregla krafðist endurtekið gæsluvarðhalds yfir mönnunum næstu vikur og sættu þeir lengi vel einangrun. Viku eftir handtökuna sagði Sigríður Björk ríkislögreglustjóra sig frá málinu. Ástæðan var sú að nafn föður hennar, Guðjóns Valdimarsson vopnasala, hafði komið upp við rannsókn málsins. Var forræði málsins fært frá ríkislögreglustjóra til Embættis héraðssaksóknara. „Ég óskaði eftir því að segja mig frá málinu um leið og þessar upplýsingar lágu fyrir til að tryggja rannsóknarhagsmuni og viðhalda trausti til rannsóknarinnar,“ sagði Sigríður Björk í pósti til samstarfsmanna. Um tveimur vikum eftir handtökuna fór að spyrjast út að mennirnir hefðu rætt sín á milli um að gera nafntoguðum Íslendingum eitthvað illt. Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórar Sósíalistaflokksins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, voru nefnd í því samhengi. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru kallaðir í skýrslutöku vegna málsins. Sömuleiðis Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem mennirnir hafi talað sín á milli um að vilja myrða. Töldu mennirnir að Guðlaugur væri utanríkisráðherra. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt og maður finnur líka sérstaklega fyrir því af því að það fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni,“ sagði Guðlaugur. Verjandi segir um grín að ræða Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, sagði fjórum vikum eftir handtökuna að um misheppnað grín karlmannna væri að ræða. „Minn umbjóðandi er meinleysisgrey og og gerir ekki flugu mein og eins langt frá því að vera efni í hryðjuverkamann og hugsast getur. Hann hefur engan áhuga á stjórnmálum, heldur að Píratar séu sjóræningjar en ekki stjórnmálaflokkur og svo framvegis,“ sagði Sveinn Andri sem hefur ítrekað lýst því yfir að lögregla hafi farið offari í málinu. Taldi hann líklegast að mennirnir yrðu að endingu aðeins ákærðir fyrir vopnalagabrot en ekki skipulagningu hryðjuverka. Svo fór ekki því þann 9. desember voru mennirnir ákærðir fyrir brot á lögum sem fjalla um hryðjuverk en um leið fyrir vopnalagabrot. Það var svo þann 13. desember að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir mönnunum. Þá höfðu þeir setið í varðhaldi í ellefu vikur og sætt einangrun lengi framan af. Landsréttur byggði niðurstöðu sína annars vegar á því að ekkert benti til þess að árás væri yfirvofandi eða mjög líkleg. Hins vegar á mati geðlæknis sem sagði heilbrigði mannanna ekki talið þannig að hætta stafaði af þeim. Hvorki fyrir þá sjálfa eða aðra einstaklinga. Handtekinn aftur degi eftir að hafa verið sleppt Sindri Snær og Ísidór tveir eru góðir vinir, fyrrverandi samstarfsmenn en virðast á nokkurn hátt ólíkir. Sindri Snær er mikill vopnaáhugamaður og virðist afar fær í því að smíða vopn meðal annars með aðstoð þrívíddarprentara. Hann er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka. Ísidór er 24 ára, lýsir sjálfum sér sem nasista og virðist hafa verið mjög áhugasamur um erlenda öfgamenn á borð við Norðmanninn Anders Breivik. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir mönnunum koma fram upplýsingar frá fyrstu skýrslutökum yfir mönnunum. Sindri Snær hafði verið handtekinn viku fyrr og lagt hald á þrjá þrívíddarprentara og fjórar byssur. Sat hann í gæsluvarðhaldi í viku. Lögregla fékk aðgang að síma Sindra og blöstu þá við samskipti mannanna tveggja. Þar var nasismi, fjöldamorð og viðskipti með vopn til umræðu. Þessar upplýsingar leiddu til umfangsmikilla aðgerða og handtöku þeirra 21. september. Vopnaáhugamaður en mannvinur Í fyrstu skýrslutöku yfir Sindra sagði hann þá Ísidór vini til langs tíma og á milli þeirra ríkti sérstakur húmor. Hann væri atvinnulaust skilnaðarbarn og ætti son sem hann hefði ekki forræði yfir. Hann hefði flosnað upp úr skóla, glímt við fíknivanda um tíma og í fjárhagsvanda. Hann tryði á guð, væri fermdur og fylgdist ekkert með stjórnmálum. Samskipti þeirra hefðu verið meiningarlaus og sett fram í gríni. Hann væri mannvinur og þætti vænt um fólk óháð kynþætti og kynhneigð. Félagi hans væri nasisti sem hataði gyðinga og múslima. Þá viðurkenndi hann að hafa fiktað við framleiðslu skotvopna en aldrei selt. Hann hefði ekki komið að gerð sprengna en kannaðist þó við að félagi hans hefði sent honum upplýsingar um hvernig unnt væri að útbúa sprengjur. Hann gat engar skýringar gefið hvers vegna hann hefði leitað að dagsetningu árshátíðar lögreglumanna á netinu. Hann væri bitur og sár. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum koma fram upplýsingar upp úr samtölum félaganna. Í einu þeirra eru fjöldamorðingjar hylltir. Þeir ræða um að kaupa lögreglubúninga til að blekkja fólk og sömuleiðis drepa alla í Gleðigöngunni með því að aka inn í hóp fólks. Yfirlýstur nasisti Ísidór, sem ákærður er fyrir hlutdeild auk vopnalagabrots, lýsti sjálfum sér sem einangrunarsinna en aðrir kölluðu hann nasista. Í síðari skýrslutökum ítrekaði hann að hann væri nasisti. Hann sagðist stuða fólk og tala opinskátt, til dæmis að vilja skjóta fólk sem hann væri ósammála. Hann teldi sig vera hlut af samtökunum „Right wing“, hommar fengju of mikið pláss í samfélaginu og banna ætti þá frá börnum. Hann væri ósáttur við streymi útlendinga til landsins sem vinni ekkert og lifi á kerfinu. Þá væri hann mikill áhugamaður um vopn og sprengjuefni. Þá sagðist hann hafa sent Sindra alls konar skilaboð til að stuða og stríða, en sjálfur hefði hann ekki viljað framkvæma verknað á borð við að aka niður fólk í Gleðigöngunni. Blöskraði áhugi Sindra á drónaárásum Ísidór sagði síðar í skýrslutöku að honum hefði blöskrað mikill áhugi Sindra á drónaárásum og hve langt hann væri kominn í slíkum pælingum. Ísidór segir Sindra hafa verið að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, hann hafi verið kominn með GPS-staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann hafi haft mikinn áhuga á drónaárásum. Ísidór kvaðst trúa því að Sindri kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar, þetta hafi ekki verið grín heldur stigi ofar að sögn félagans. Hann sagði að þessar hugmyndir mannsins hafi ágerst mjög síðustu vikurnar fyrir handtöku þeirra. Sindri hafi ætlað að fara í vettvangsferð að skoða aðstæður þar sem Gleðigangan yrði gengin. Hann hafi ætlað að fremja voðaverk með því að aka vörubíl inn í mannþröngina. Ísidór kvaðst þó ekki vita hvort Sindri hafi í raun farið í vettvangsferðina. Ísidór sagðist hafa tjáð Sindra að vera ekki hvatvís og reynt að „kæla“ hann niður, að því er sagði í framburði hans. Þá hafi hann bent Sindra á að tveir þekktir hryðjuverkamenn, sem þeir höfðu rætt, hafi verið í nokkur ár að skipuleggja sín hryðjuverk. Sankað að sér efni Sindri Snær er ákærður fyrir skipulagningu og tilraun til hryðjuverka, eða eins og orðað er í ákæru, „með því að hafa ákveðið að valda ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum.“ Fram kemur að Sindri hafi sýnt þann ásetning ótvírætt í verki á tímabilinu maí til september 2022, m.a með orðfæri og yfirlýsingum á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal og með því að útbúa, framleiða og afla sér skotvopna. Hann hafi auk þess keypt árásarriffla af gerðinni AK-47 og AR-15 og breytt þeim í hálfsjálfvirk skotvopn. Þá er Sindri sagður hafa sankað að sér efni og upplýsingar um sprengju-og drónagerð, kynnt sér aðferðafræði þekktra hryðjuverkamanna og reynt að verða sér út um lögregluskilríki, lögreglufatnað og lögreglubúnað til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Allt hafi þetta verið í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og mikilli ringulreið í þjóðfélaginu. Aflað sér upplýsinga um sprengju- og drónagerð Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild að brotum Sindra, með liðsinni í orði og verki. Hann hafi hvatt Sindra til hryðjuverkaárásar, ásamt því að senda honum upplýsingar um þekkta hryðjuverkamenn, hugmyndafræði, undirbúning og aðferðir þeirra. Þá á hann að hafa aflað sér upplýsinga um sprengju- og drónagerð og deilt þeim upplýsingum með Sindra í þeim tilgangi að styrkja hann í áformum hans um að fremja hryðjuverk. Báðir eru ákærðir fyrir stórfellt vopnalagabrot, fyrir að hafa framleitt, selt og haft í vörslu sinni ólögleg vopn. Þeir eru einnig ákærðir fyrir fíkniefnilagabrot, með því að hafa haft marijúana, amfetamín og stera í vörslu sinni. Mennirnir eru sem fyrr segir báðir ákærðir fyrir vopnalagabrot og fyrir tilraun til hryðjuverka, á grundvelli 100. gr. a. almennra hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra. Ákvæðið gerir ráð fyrir allt að ævilöngu fangelsi. Lögmaður Sindra, Sveinn Andri Sveinsson, hefur gagnrýnt ákæruvaldið harðlega fyrir ákæruna. Hann hefur meðal annars sagt hana til þess fallna að leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglu. Samskipti mannanna hafi aðeins verið „rugl spjall þeirra á milli." Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs tók undir orð Sveins Andra og sagði ákæruna hafa komið verulega á óvart. Báðir mennirnir hafa hingað til neitað sök en þó gengist við vopnalagabroti. Þingfesting málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 13 í dag. Vísir greinir frá því sem fram fer í vaktinni hér að neðan.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Fréttaskýringar Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira