Þar var Knox á vegum snjóbrettabræðranna frá Akureyri, Eiríks og Halldórs Helgasonar, og efnið sem þarna var tekið upp fer í myndband hjá Lobster Snowboards, vörumerki þeirra bræðra.
Það er hátt fall niður af handriðinu - raunar það hátt að „maður nennir því eiginlega ekki“ að detta þar niður eins og Halldór orðar það og kallar hann þó ekki allt ömmu sína.

Sparrow sagði í samtali við Ísland í dag að hann notaði rampinn til að ná upp hraða og síðan reyndi hann að renna sér alla leið niður á handriðinu. Þarna væri hann staddur ásamt sínum helstu fyrirmyndum - og að hann vonaðist til þess að verða þeim til sóma.
Hér að ofan má sjá áhættuatriðið - nokkrar tilraunir, alltént. Lokatilraunin, sú sem heppnaðist, er sýnd í mynd Lobster Snowboards þegar þar að kemur.
