Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík Siggeir F. Ævarsson skrifar 19. janúar 2023 21:19 Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óvenju léttur í lund eftir 19 stiga tap hans manna gegn Njarðvík í kvöld í Subway-deild karla. Lokatölurnar gefa í raun alls ekki rétta mynd af leiknum en Hattarmenn náðu ítrekað að taka góð áhlaup á heimamenn og minnka muninn hressilega en náðu þó aldrei að brúa bilið fullkomlega. „Já við fengum þrjá galopna þrista þegar það voru 2-3 mínútur eftir til að koma þessu niður í einhver 5-6 stig. Svo settu þeir ansi mikið í lokin, en þetta er bara ofboðslega gott Njarðvíkurlið. Skjóta boltanum svakalega vel, eru 50 og eitthvað prósent í dag. Þeir eru bara betri en við hérna í dag en frammistaðan hjá okkur að mörgu leyti bara ágæt þrátt fyrir að við töpum með 19 stigum. Ég held að ég hafi ekki oft sagt þetta!“ Jákvæðnin alltaf í fyrirrúmi hjá Viðari, sem sagðist geta tekið margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap. „Það var margt gott í þessu, engin spurning. Aulalegir tapaðir boltar inn á milli sem gefa þeim auðveldar körfur sem við þurfum auðvitað að „kötta“ í burtu og hefur nú kannski ekki verið mikið um hjá okkur. Oft bara fínn varnarleikur hjá okkur þar sem þeir setja erfið skot, en líka stundum opin skot í hornunum sem við ætluðum einhvern veginn bara að pikka. Við getum ekki stoppað allt í svona ofboðslega öflugu liði. Bara kredit á þá, frábært sóknarlið. Þeir voru bara betri og þess vegna unnu þeir.“ Án þess að vilja verja öllu viðtalinu í að láta Viðar tala um andstæðingana, þá spurði blaðamaður hann samt út í þessa breidd sem Njarðvík hefur á að skipa. Það er erfitt að eiga við hana í hröðum leik eins og þessum. „Já það er mikil dýpt. Þeir rótera hérna inná einhverjum 11 köllum. Elías Pálsson kemur inn og það er ekkert hægt að fara af honum. Rasio setur tvo þrista og eitthvað. Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík. Ég held að þeir ættu að fara að taka snúrurnar úr sambandi.“ Subway-deild karla Höttur UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Höttur 109-90 | Njarðvíkingar unnu þúsundasta leikinn Í þúsundasta leik sínum í efstu deild unnu Njarðvíkingar góðan 19 stiga sigur gegn nýliðum Hattar, 109-90. 19. janúar 2023 19:54 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
„Já við fengum þrjá galopna þrista þegar það voru 2-3 mínútur eftir til að koma þessu niður í einhver 5-6 stig. Svo settu þeir ansi mikið í lokin, en þetta er bara ofboðslega gott Njarðvíkurlið. Skjóta boltanum svakalega vel, eru 50 og eitthvað prósent í dag. Þeir eru bara betri en við hérna í dag en frammistaðan hjá okkur að mörgu leyti bara ágæt þrátt fyrir að við töpum með 19 stigum. Ég held að ég hafi ekki oft sagt þetta!“ Jákvæðnin alltaf í fyrirrúmi hjá Viðari, sem sagðist geta tekið margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap. „Það var margt gott í þessu, engin spurning. Aulalegir tapaðir boltar inn á milli sem gefa þeim auðveldar körfur sem við þurfum auðvitað að „kötta“ í burtu og hefur nú kannski ekki verið mikið um hjá okkur. Oft bara fínn varnarleikur hjá okkur þar sem þeir setja erfið skot, en líka stundum opin skot í hornunum sem við ætluðum einhvern veginn bara að pikka. Við getum ekki stoppað allt í svona ofboðslega öflugu liði. Bara kredit á þá, frábært sóknarlið. Þeir voru bara betri og þess vegna unnu þeir.“ Án þess að vilja verja öllu viðtalinu í að láta Viðar tala um andstæðingana, þá spurði blaðamaður hann samt út í þessa breidd sem Njarðvík hefur á að skipa. Það er erfitt að eiga við hana í hröðum leik eins og þessum. „Já það er mikil dýpt. Þeir rótera hérna inná einhverjum 11 köllum. Elías Pálsson kemur inn og það er ekkert hægt að fara af honum. Rasio setur tvo þrista og eitthvað. Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík. Ég held að þeir ættu að fara að taka snúrurnar úr sambandi.“
Subway-deild karla Höttur UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Höttur 109-90 | Njarðvíkingar unnu þúsundasta leikinn Í þúsundasta leik sínum í efstu deild unnu Njarðvíkingar góðan 19 stiga sigur gegn nýliðum Hattar, 109-90. 19. janúar 2023 19:54 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Höttur 109-90 | Njarðvíkingar unnu þúsundasta leikinn Í þúsundasta leik sínum í efstu deild unnu Njarðvíkingar góðan 19 stiga sigur gegn nýliðum Hattar, 109-90. 19. janúar 2023 19:54