Sextíu ára fangelsi fyrir að kúga og misnota vini dóttur sinnar í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2023 10:50 Teiknuð mynd af Lawrence Ray og lögmönnum hans í dómsal í Manhattan í gær. AP/Elizabeth Williams Maður sem flutti inn á heimavist dóttur sinnar og níddist kynferðislega á vinum hennar í nærri því tíu ár hefur verið dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Lawrence Ray, sem er 63 ára gamall, misnotaði vini og vinkonur dóttur sinnar í Sarah Lawrence háskólanum í New York í áratug og var sakaður um að stýra kynlífssértrúarsöfnuði. Hann braut ungar konur niður, kúgaði þær og þvingaði minnst eina þeirra til vændis. Dómarinn Lewis J. Liman lýsti Ray í gær sem „illum snillingi“ og sagði hann hafa níðst á þessu unga fólki. Hann hafi barið þau, pyntað og svelt þau, auk þess sem hann hafi brotið á þeim kynferðislega og þau hafi í kjölfarið talið sig einskis virði. Málið rataði fyrst á borð saksóknara eftir birtingu umfangsmikillar greinar í New York Magazine árið 2019. Þar kom fram að Ray hefði verið sleppt úr fangelsi árið 2010 og að hann hefði í kjölfarið flutt inn á heimavist dóttur hans, sem var ekki á lóð Sarah Lawrence. Í áðurnefndri grein segir að Ray hafi heillað ungmennin með sögum af ævi sinni og meintum störfum sínum fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann sannfærði vinahópinn um að hann gæti hjálpað þeim að ná betri tökum á lífinu og veitti þeim reglulega ráðgjöf, eins og einhvers konar sálfræðingur. Innan skamms var hann farinn að stýra lífi þessa unga fólks. Hann einangraði þau frá vinum þeirra, foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum og þvingaði hann mörg þeirra til að játa á sig glæpi sem þau höfði ekki framið. Þær játningar notaði hann til að kúga þau. Lawrence Ray var dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Hann er 63 ára gamall.AP Á sér undarlega og merkilega sögu Eins og farið er yfir í greininni hér að neðan er Ray sagður eiga sér nokkuð merkilega sögu. Hann mun meðal annars hafa tengsl við mafíósa í New York, háttsetta löggæslumenn og hershöfðingja og hafa eitt sinn komið á fundi milli Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra New York, og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að hann hafi unnið fyrir bandaríska leyniþjónustu og komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Samkvæmt umfjöllun New York Times um Ray er eitthvað til í þeim yfirlýsingum hans. Segjast enn þjást vegna misnotkunarinnar Við dómsuppkvaðninguna í gær var lesin upp yfirlýsing frá konunni sem Ray þvingaði til vændis. Í henni sagðist konan enn þjást vegna þess sem hún hefði gengið í gegnum vegna Ray. Hann hefði þvingað þau til að halda á illsku hans og í hvert sinn sem þau hafi reynt að leggja hana frá sér hafi hann brotið þau niður. Þessi kona sagði í vitnispurði við réttarhöldin gegn Ray að yfir fjögurra ára tímabil hefði hún gefið honum um tvær og hálfa milljón dala í bætur sem hann þvingaði hana til að greiða eftir að hann sannfærði hana um að hún hefði eitrað fyrir honum. Maður sem var eitt af fórnarlömbum hans sagði Ray hafa lagt líf sitt í rúst og að hann hefði oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Enn eitt fórnarlamb hans sagðist óttast að Ray tækist að valda sér skaða úr fangelsi. Heldur fram sakleysi sínu Í dómsal í gær sagði lögmaður Ray að hann héldi enn fram sakleysi sínu og væri enn sannfærður um að fórnarlömb hans hefðu eitrað fyrir honum. Ray lýsti ekki yfir nokkurskonar iðrun heldur kvartaði yfir þeim aðstæðum sem hann byggi við í fangelsi. Liman, dómarinn, sagði Ray vera illan og ítrekaði að fangelsisdómur hans yrði til þess að hann gæti ekki valdið öðrum skaða. Bandaríkin Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Hann braut ungar konur niður, kúgaði þær og þvingaði minnst eina þeirra til vændis. Dómarinn Lewis J. Liman lýsti Ray í gær sem „illum snillingi“ og sagði hann hafa níðst á þessu unga fólki. Hann hafi barið þau, pyntað og svelt þau, auk þess sem hann hafi brotið á þeim kynferðislega og þau hafi í kjölfarið talið sig einskis virði. Málið rataði fyrst á borð saksóknara eftir birtingu umfangsmikillar greinar í New York Magazine árið 2019. Þar kom fram að Ray hefði verið sleppt úr fangelsi árið 2010 og að hann hefði í kjölfarið flutt inn á heimavist dóttur hans, sem var ekki á lóð Sarah Lawrence. Í áðurnefndri grein segir að Ray hafi heillað ungmennin með sögum af ævi sinni og meintum störfum sínum fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann sannfærði vinahópinn um að hann gæti hjálpað þeim að ná betri tökum á lífinu og veitti þeim reglulega ráðgjöf, eins og einhvers konar sálfræðingur. Innan skamms var hann farinn að stýra lífi þessa unga fólks. Hann einangraði þau frá vinum þeirra, foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum og þvingaði hann mörg þeirra til að játa á sig glæpi sem þau höfði ekki framið. Þær játningar notaði hann til að kúga þau. Lawrence Ray var dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Hann er 63 ára gamall.AP Á sér undarlega og merkilega sögu Eins og farið er yfir í greininni hér að neðan er Ray sagður eiga sér nokkuð merkilega sögu. Hann mun meðal annars hafa tengsl við mafíósa í New York, háttsetta löggæslumenn og hershöfðingja og hafa eitt sinn komið á fundi milli Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra New York, og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að hann hafi unnið fyrir bandaríska leyniþjónustu og komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Samkvæmt umfjöllun New York Times um Ray er eitthvað til í þeim yfirlýsingum hans. Segjast enn þjást vegna misnotkunarinnar Við dómsuppkvaðninguna í gær var lesin upp yfirlýsing frá konunni sem Ray þvingaði til vændis. Í henni sagðist konan enn þjást vegna þess sem hún hefði gengið í gegnum vegna Ray. Hann hefði þvingað þau til að halda á illsku hans og í hvert sinn sem þau hafi reynt að leggja hana frá sér hafi hann brotið þau niður. Þessi kona sagði í vitnispurði við réttarhöldin gegn Ray að yfir fjögurra ára tímabil hefði hún gefið honum um tvær og hálfa milljón dala í bætur sem hann þvingaði hana til að greiða eftir að hann sannfærði hana um að hún hefði eitrað fyrir honum. Maður sem var eitt af fórnarlömbum hans sagði Ray hafa lagt líf sitt í rúst og að hann hefði oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Enn eitt fórnarlamb hans sagðist óttast að Ray tækist að valda sér skaða úr fangelsi. Heldur fram sakleysi sínu Í dómsal í gær sagði lögmaður Ray að hann héldi enn fram sakleysi sínu og væri enn sannfærður um að fórnarlömb hans hefðu eitrað fyrir honum. Ray lýsti ekki yfir nokkurskonar iðrun heldur kvartaði yfir þeim aðstæðum sem hann byggi við í fangelsi. Liman, dómarinn, sagði Ray vera illan og ítrekaði að fangelsisdómur hans yrði til þess að hann gæti ekki valdið öðrum skaða.
Bandaríkin Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira