„Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. janúar 2023 17:32 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Arnar Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í gær verkfallsboðun en atkvæðagreiðsla hefst á hádegi á morgun meðal tæplega 300 félagsmanna sem starfa á sjö hótelum sem rekin eru af Íslandshótelum og Fosshótel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðslunni lýkur að kvöldi 30. janúar og ef aðgerðirnar verða samþykktar mun ótímabundið verkfall hefjast á hádegi 7. febrúar. Minnst fimmtíu og átta þeirra sem aðgerðirnar ná til verða að samþykkja verkfall svo úr verði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir þetta fyrsta skrefið en Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins þann 10. janúar. „Við viljum auðvitað ná samningi en við erum með þetta tól í höndunum og við teljum að það sé ríkulegur vilji hjá félagsfólki til þess að beita því. Þetta er bara sú taktíska nálgun sem við notumst við að þessu sinni, að gera þetta svona,“ segir Sólveig Anna um aðgerðirnar og bætir við að hún upplifi mikla samstöðu og baráttuvilja. Aðeins upphafið af miklu ítarlegu plani Náist ekki samningar með þessum aðgerðum gerir Efling ráð fyrir að fleiri stéttir fari í verkfall. Efling hafi unnið að tímalínu í þeim efnum en að sögn Sólveigar verða þær upplýsingar ekki gerðar opinberar. „Þetta er upphafið af miklu ítarlegra plani sem að kemur þá í ljós eftir því sem fram vindur,“ segir hún. „Það fólk sem við erum nú að semja fyrir telur hátt í 21 þúsund manns þannig það er augljóst að án þessa vinnuafls þá væri höfuðborgarsvæðið bara stopp, í lamasessi. Það er svona svarið á þessum tímapunkti, fjölmargir geirar, risastór hópur af fólki sem að heldur hér öllu gangandi. Svo bara kemur það í ljós þegar að því kemur,“ segir hún enn fremur. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á morgun en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar vill ekki lýsa því yfir að hún sé vongóð eða ekki vongóð. Samtök atvinnulífsins beri ábyrgð á atburðarrásinni sem nú sé farin af stað og þurfi að koma niður á jörðina. „Það er ekki hægt að afsaka það að ganga ekki til samninga við Eflingu, það er ekki hægt að afsaka það að samningsréttur Eflingar sé ekki virtur. Hvort þetta verði til þess að menn geri það sem þeir eigi að gera eins og þeim ber skylda til, því get ég ekki svarað. Það verður bara morgundagurinn að leiða í ljós,“ segir Sólveig. Harmar árásir forystu Starfsgreinasambandsins Hvað kröfur Eflingar varðar segir Sólveig þær sanngjarnar og hófstilltar. Tekist hefur verið á um sérstaka framfærsluuppbót fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu vegna hærri húsnæðiskostnaðar, sem formaður Starfsgreinasambandsins hefur meðal annars gagnrýnt. „Mín viðbrögð og viðbrögð samninganefndar Eflingar eru fyrst og fremst þau að harma þær árásir sem að félagsfólk Eflingar sem stendur í þessari erfiðri kjaradeilu hefur orðið fyrir frá forystu innan Starfsgreinasambandsins. Það er bara erfitt fyrir okkur að skilja hvernig í ósköpunum mönnum dettur til hugar að ráðast að vinnuafli höfuðborgarsvæðisins, láglaunafólki sem er einfaldlega að fara fram á að geta aukið möguleika sína til að lifa,“ segir Sólveig aðspurð um þá gagnrýni. „Ég get ekki skilið og ég mun aldrei skilja hvernig menn geta ekki staðið með láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins. Það er óskiljanlegt fyrir mér að öllu leyti,“ segir hún enn fremur. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í gær verkfallsboðun en atkvæðagreiðsla hefst á hádegi á morgun meðal tæplega 300 félagsmanna sem starfa á sjö hótelum sem rekin eru af Íslandshótelum og Fosshótel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðslunni lýkur að kvöldi 30. janúar og ef aðgerðirnar verða samþykktar mun ótímabundið verkfall hefjast á hádegi 7. febrúar. Minnst fimmtíu og átta þeirra sem aðgerðirnar ná til verða að samþykkja verkfall svo úr verði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir þetta fyrsta skrefið en Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins þann 10. janúar. „Við viljum auðvitað ná samningi en við erum með þetta tól í höndunum og við teljum að það sé ríkulegur vilji hjá félagsfólki til þess að beita því. Þetta er bara sú taktíska nálgun sem við notumst við að þessu sinni, að gera þetta svona,“ segir Sólveig Anna um aðgerðirnar og bætir við að hún upplifi mikla samstöðu og baráttuvilja. Aðeins upphafið af miklu ítarlegu plani Náist ekki samningar með þessum aðgerðum gerir Efling ráð fyrir að fleiri stéttir fari í verkfall. Efling hafi unnið að tímalínu í þeim efnum en að sögn Sólveigar verða þær upplýsingar ekki gerðar opinberar. „Þetta er upphafið af miklu ítarlegra plani sem að kemur þá í ljós eftir því sem fram vindur,“ segir hún. „Það fólk sem við erum nú að semja fyrir telur hátt í 21 þúsund manns þannig það er augljóst að án þessa vinnuafls þá væri höfuðborgarsvæðið bara stopp, í lamasessi. Það er svona svarið á þessum tímapunkti, fjölmargir geirar, risastór hópur af fólki sem að heldur hér öllu gangandi. Svo bara kemur það í ljós þegar að því kemur,“ segir hún enn fremur. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á morgun en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar vill ekki lýsa því yfir að hún sé vongóð eða ekki vongóð. Samtök atvinnulífsins beri ábyrgð á atburðarrásinni sem nú sé farin af stað og þurfi að koma niður á jörðina. „Það er ekki hægt að afsaka það að ganga ekki til samninga við Eflingu, það er ekki hægt að afsaka það að samningsréttur Eflingar sé ekki virtur. Hvort þetta verði til þess að menn geri það sem þeir eigi að gera eins og þeim ber skylda til, því get ég ekki svarað. Það verður bara morgundagurinn að leiða í ljós,“ segir Sólveig. Harmar árásir forystu Starfsgreinasambandsins Hvað kröfur Eflingar varðar segir Sólveig þær sanngjarnar og hófstilltar. Tekist hefur verið á um sérstaka framfærsluuppbót fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu vegna hærri húsnæðiskostnaðar, sem formaður Starfsgreinasambandsins hefur meðal annars gagnrýnt. „Mín viðbrögð og viðbrögð samninganefndar Eflingar eru fyrst og fremst þau að harma þær árásir sem að félagsfólk Eflingar sem stendur í þessari erfiðri kjaradeilu hefur orðið fyrir frá forystu innan Starfsgreinasambandsins. Það er bara erfitt fyrir okkur að skilja hvernig í ósköpunum mönnum dettur til hugar að ráðast að vinnuafli höfuðborgarsvæðisins, láglaunafólki sem er einfaldlega að fara fram á að geta aukið möguleika sína til að lifa,“ segir Sólveig aðspurð um þá gagnrýni. „Ég get ekki skilið og ég mun aldrei skilja hvernig menn geta ekki staðið með láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins. Það er óskiljanlegt fyrir mér að öllu leyti,“ segir hún enn fremur.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira