Heimaspítali á Selfossi - Nýjung í heilbrigðiskerfinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2023 20:06 Ragnheiður Antonsdóttir (t.v.), hjúkrunarfræðingur og Jórunn Valgarðsdóttir, læknir saman í einni vitjun Heimaspítalans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimaspítali er ný þjónusta fyrir aldraða á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur heimsækja skjólstæðinga sína með stuðningsmeðferð í heimahúsi. Tilgangurinn er að fækka innlögnum á bráðamóttöku og sjúkrahús. Starfsfólk Heimaspítalans, sem eru starfsmenn heilsugæslunnar á Selfossi hafa komið sér upp aðstöðu fyrir nýju starfseininguna á sama gangi og bráðamóttakan er á Selfossi. Búið er að merkja fatnað og allt klárt við að sinna skjólstæðingum út í bæ. Blaðamaður fékk að fara í vitjun með Ragnheiði Antonsdóttur, hjúkrunarfræðingi og Jórunn Valgarðsdóttur lækni en þær heimsóttu Örn Sigurðsson, 83 ára íbúa á Selfossi en hann gaf leyfi fyrir myndatöku í heimsókninni. „Þetta er framtíðin ábyggilega og leysir vanda sjúkrahúsanna. Það, sem hrjáir mig heitir Þvagsýrugigt, ekki lífshættulegt en svakalega leiðinlegur sjúkdómur,“ segir Örn, alsæll með þjónustu Heimaspítalans. Ragnheiður og Jórunn tóku blóðprufu hjá Erni, mældu blóðþrýstinginn, fóru yfir lyfin hans og gáfu honum ýmis góð ráð. Hér er Jórunn að hlusta Örn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Svíþjóð. Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Gautaborg Svíþjóð þar sem hún hefur unnið síðustu árin en nú hefur hún ráðið sig til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Ég er bara sannfærð um að þetta muni virka, ég hef séð þetta virka annars staðar, ég sé enga ástæðu til annars,“ segir Guðný Stella. Hún segir ánægjulegt hvað starfsfólk er tilbúið að taka þátt í verkefninu og er jákvætt fyrir því. „Já, algjörlega, það voru allir spenntir fyrir þessu úr öllum starfshópum. Ég er mjög stolt af þessu verkefni en þú byggir ekkert svona einn eða ein, þannig að þetta er samvinnuverkefni,“ segir Guðný Stella. Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem á heiðurinn af stofnun Heimaspítalans, með góðu og jákvæðu starfsfólki stofnunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jórunn, sem hefur starfað, sem læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í 18 ára líst mjög vel á nýja Heimaspítalann. „Já, það er voðalega gaman að koma og forréttindi að fá að fara í heimsókn til fólks í vitjanir eins og hérna í denn. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Jórunn og bætir við. Heimaspítali er nýjung hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það væri óskandi og ekki veitir nú af í heilbrigðiskerfinu að það væri mögulega hægt að fækka innlögnum og þeir sem geta það og vilja vera heima geti fengið þjónustu heim til sín frekar.“ Ragnheiður að mæla blóðþrýsting hjá Erni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Starfsfólk Heimaspítalans, sem eru starfsmenn heilsugæslunnar á Selfossi hafa komið sér upp aðstöðu fyrir nýju starfseininguna á sama gangi og bráðamóttakan er á Selfossi. Búið er að merkja fatnað og allt klárt við að sinna skjólstæðingum út í bæ. Blaðamaður fékk að fara í vitjun með Ragnheiði Antonsdóttur, hjúkrunarfræðingi og Jórunn Valgarðsdóttur lækni en þær heimsóttu Örn Sigurðsson, 83 ára íbúa á Selfossi en hann gaf leyfi fyrir myndatöku í heimsókninni. „Þetta er framtíðin ábyggilega og leysir vanda sjúkrahúsanna. Það, sem hrjáir mig heitir Þvagsýrugigt, ekki lífshættulegt en svakalega leiðinlegur sjúkdómur,“ segir Örn, alsæll með þjónustu Heimaspítalans. Ragnheiður og Jórunn tóku blóðprufu hjá Erni, mældu blóðþrýstinginn, fóru yfir lyfin hans og gáfu honum ýmis góð ráð. Hér er Jórunn að hlusta Örn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Svíþjóð. Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Gautaborg Svíþjóð þar sem hún hefur unnið síðustu árin en nú hefur hún ráðið sig til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Ég er bara sannfærð um að þetta muni virka, ég hef séð þetta virka annars staðar, ég sé enga ástæðu til annars,“ segir Guðný Stella. Hún segir ánægjulegt hvað starfsfólk er tilbúið að taka þátt í verkefninu og er jákvætt fyrir því. „Já, algjörlega, það voru allir spenntir fyrir þessu úr öllum starfshópum. Ég er mjög stolt af þessu verkefni en þú byggir ekkert svona einn eða ein, þannig að þetta er samvinnuverkefni,“ segir Guðný Stella. Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem á heiðurinn af stofnun Heimaspítalans, með góðu og jákvæðu starfsfólki stofnunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jórunn, sem hefur starfað, sem læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í 18 ára líst mjög vel á nýja Heimaspítalann. „Já, það er voðalega gaman að koma og forréttindi að fá að fara í heimsókn til fólks í vitjanir eins og hérna í denn. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Jórunn og bætir við. Heimaspítali er nýjung hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það væri óskandi og ekki veitir nú af í heilbrigðiskerfinu að það væri mögulega hægt að fækka innlögnum og þeir sem geta það og vilja vera heima geti fengið þjónustu heim til sín frekar.“ Ragnheiður að mæla blóðþrýsting hjá Erni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira