Mennska er máttur - í heilbrigðiskerfinu Hlédís Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2023 07:30 Vingjarnlegt viðmót og bros. Klapp á bakið. Útskýringar á mannamáli. Útskýringar á barnamáli. Bangsi að gjöf í sjúkrabíl. Aukaverðlaun í erfiðustu heimsóknunum. Stolið staffa kaffi um miðja nótt. Þolinmæði og skilningur. Allt gert til að gera þungar heimsóknir barns og foreldris þolanlegar. Það eru þær líka - heimsóknir okkar mæðgna til heilbrigðisstarfsfólks - þökk sé góðu fólki. Góðu mennsku heilbrigðisstarfsfólki. Austur Asísk heimspeki skilgreinir lífið út frá jin og jang. Jin og jang eru tveir aðalþættir tilverunnar. Alheimurinn er til vegna samleiks og víxláhrifa þeirra. Þannig heldur lífið jafnvægi. Við þekkjum líka orðatiltæki eins og „engin er rós án þyrna“. Með öðrum orðum það er engin gleði án sorgar eða ást án sársauka. Lífið býður ekki upp á að velja bara annað. Þetta fylgist að. Rétt eins og það er engin mennska án mistaka. Við viljum allt það fallega og góða sem fylgir manneskjum en verðum þá líka að taka því slæma. Gangast við því og vinna með það. Fólk sem vinnur innan heilbrigðisgeirans getur gert mistök eins og starfsfólk i öllum öðrum atvinnugreinum. Það getur átt slæman dag og það getur sjálft veikst á líkama og sál. Það kastar ekki rýrð á alla greinina og allt starfsfólk frekar en þegar slys eða mistök eiga sér stað í öðrum starfsstéttum. Það er hættulegt að taka heilbrigðisstarfsfólk út fyrir sviga og láta eins og þar séu ekki gerð mistök eða þar vinni ekki mennskt fólk. Hippókrates sem oft er kallaður faðir læknisfræðinnar sagði "first, do no harm" sem hefur verið þýtt sem „umfram allt skaðið ekki“ og er notað í grunn að læknaeiðum víða um heim. Góð kona, heilbrigðisstarfsmaður, sagði við mig um daginn að eiginlega þyrfti líka að vera til læknaeiður þegar mistök eiga sér stað. Hann ætti að vera „do no more harm“ eða „umfram allt skaðið ekki meira“. Það er allt of algengt að eftir að mistök eru gerð, þ.e.a.s. einhver skaði verður, innan heilbrigðisstofnunar er unnið meira tjón með skaðlegum viðbrögðum. Ef við höldum okkur við gamla gríska heimspeki getum við líka vitnað í Aristóteles. Hann var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann sagði að „Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel“. Það er áhugavert í þessu samhengi. Við getum ekki afstýrt áföllum í lífi okkar, við getum bara stjórnað viðbrögðum okkar við þeim. Þar komum við að kjarna málsins. Því þar getum við svo sannarlega gert betur. Miklu betur! Skoðum mál læknis í Noregi: Í Lillehammer árið 2013 urðu lækninum Stian Westad á alvarleg mistök með þeim afleiðingum að fyrsta barn hjóna lést í fæðingu. Versta martröð sem lífið getur boðið hlýtur að vera andlát barns. En martröðin er ekki bara foreldrana. Það að vera starfsmaður sem ber ábyrgð á slíkum mistökum er ekki síður martraðakennt. Ólíkt þeim viðbrögðum sem því miður tíðkast hér heima, gekkst læknirinn við mistökum sínum umsvifalaust og einlægt. Hann tók fulla ábyrgð og vann eins vel og hægt er úr þessu með foreldrunum. Stian Westad tók á móti öðru og þriðja barni þeirra hjóna. Læknirinn lét hafa það eftir sér að ef hann hefði ekki gengist við mistökunum á heiðarlegan hátt hefði hann ekki treyst sér til að starfa áfram. Þið getið líka rétt ímyndað ykkur muninn á úrvinnslu slíks sársauka hjá aðstandendum sé þeim mætt af auðmýkt og heiðarleika í stað hroka og og yfirklórs. Virðing mín fyrir þessum foreldrum er algjör, þau gerðu vel. Virðing mín fyrir lækninum er algjör, hann skaðaði ekki meira. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Vingjarnlegt viðmót og bros. Klapp á bakið. Útskýringar á mannamáli. Útskýringar á barnamáli. Bangsi að gjöf í sjúkrabíl. Aukaverðlaun í erfiðustu heimsóknunum. Stolið staffa kaffi um miðja nótt. Þolinmæði og skilningur. Allt gert til að gera þungar heimsóknir barns og foreldris þolanlegar. Það eru þær líka - heimsóknir okkar mæðgna til heilbrigðisstarfsfólks - þökk sé góðu fólki. Góðu mennsku heilbrigðisstarfsfólki. Austur Asísk heimspeki skilgreinir lífið út frá jin og jang. Jin og jang eru tveir aðalþættir tilverunnar. Alheimurinn er til vegna samleiks og víxláhrifa þeirra. Þannig heldur lífið jafnvægi. Við þekkjum líka orðatiltæki eins og „engin er rós án þyrna“. Með öðrum orðum það er engin gleði án sorgar eða ást án sársauka. Lífið býður ekki upp á að velja bara annað. Þetta fylgist að. Rétt eins og það er engin mennska án mistaka. Við viljum allt það fallega og góða sem fylgir manneskjum en verðum þá líka að taka því slæma. Gangast við því og vinna með það. Fólk sem vinnur innan heilbrigðisgeirans getur gert mistök eins og starfsfólk i öllum öðrum atvinnugreinum. Það getur átt slæman dag og það getur sjálft veikst á líkama og sál. Það kastar ekki rýrð á alla greinina og allt starfsfólk frekar en þegar slys eða mistök eiga sér stað í öðrum starfsstéttum. Það er hættulegt að taka heilbrigðisstarfsfólk út fyrir sviga og láta eins og þar séu ekki gerð mistök eða þar vinni ekki mennskt fólk. Hippókrates sem oft er kallaður faðir læknisfræðinnar sagði "first, do no harm" sem hefur verið þýtt sem „umfram allt skaðið ekki“ og er notað í grunn að læknaeiðum víða um heim. Góð kona, heilbrigðisstarfsmaður, sagði við mig um daginn að eiginlega þyrfti líka að vera til læknaeiður þegar mistök eiga sér stað. Hann ætti að vera „do no more harm“ eða „umfram allt skaðið ekki meira“. Það er allt of algengt að eftir að mistök eru gerð, þ.e.a.s. einhver skaði verður, innan heilbrigðisstofnunar er unnið meira tjón með skaðlegum viðbrögðum. Ef við höldum okkur við gamla gríska heimspeki getum við líka vitnað í Aristóteles. Hann var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann sagði að „Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel“. Það er áhugavert í þessu samhengi. Við getum ekki afstýrt áföllum í lífi okkar, við getum bara stjórnað viðbrögðum okkar við þeim. Þar komum við að kjarna málsins. Því þar getum við svo sannarlega gert betur. Miklu betur! Skoðum mál læknis í Noregi: Í Lillehammer árið 2013 urðu lækninum Stian Westad á alvarleg mistök með þeim afleiðingum að fyrsta barn hjóna lést í fæðingu. Versta martröð sem lífið getur boðið hlýtur að vera andlát barns. En martröðin er ekki bara foreldrana. Það að vera starfsmaður sem ber ábyrgð á slíkum mistökum er ekki síður martraðakennt. Ólíkt þeim viðbrögðum sem því miður tíðkast hér heima, gekkst læknirinn við mistökum sínum umsvifalaust og einlægt. Hann tók fulla ábyrgð og vann eins vel og hægt er úr þessu með foreldrunum. Stian Westad tók á móti öðru og þriðja barni þeirra hjóna. Læknirinn lét hafa það eftir sér að ef hann hefði ekki gengist við mistökunum á heiðarlegan hátt hefði hann ekki treyst sér til að starfa áfram. Þið getið líka rétt ímyndað ykkur muninn á úrvinnslu slíks sársauka hjá aðstandendum sé þeim mætt af auðmýkt og heiðarleika í stað hroka og og yfirklórs. Virðing mín fyrir þessum foreldrum er algjör, þau gerðu vel. Virðing mín fyrir lækninum er algjör, hann skaðaði ekki meira. Höfundur er verkefnastjóri.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar