Hamingjan er það sem allir sækjast eftir Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 18:31 Hamingjan er það sem allir sækjast eftir, en hvernig skilgreinum við hamingjuna? Ég hef aldeilis ekkert einhliða svar við því. Umræðan og auglýsingarnar á öllum fréttamiðlum snýst um að höndla hamingjuna með einum eða öðrum hætti. Kynlíf og peningar virðast vera stærsti þátturinn og til að kynlífið verði gott þurfum við að hafa fallegan líkama. Til þess að hafa fallegan líkama þurfum við að eyða miklum peningum og miklu meiri en flest okkar eiga. Við þurfum líka að hugsa um sálina eða andlegu hliðina og vera hamingjusöm. Skrifa um það á netmiðlum og sýna myndir af okkur með öllum vinunum og í félagslegum viðburðum og gjarnan að sýna myndir af tánum á Tene. Þá er best að hafa þær allar tíu með, og gjarnan fleiri tær til að enginn haldi að við séum alein og einmana. Sólin á Tenerife er kannski ókeypis fyrir þá sem búa þar, en ekki fyrir okkur hin sem borgum fyrir að koma þangað. Fjölmiðlar tröllríða lífi okkar í dag og þá ekki síst netmiðlar. Við fáum fréttir alls staðar úr heiminum á augabragði og náum ekki að melta þær. Umræðan snýst oft um eitthvað sem ekki skiptir máli og ég fór ekki varhluta af að verða vör við umræðuna um fiskarana. Fiskari, bakari, sæðari, ræðari, fræðari, kennari, agari og gagari. Stjórnmálamenn blönduðu sér í málið sem var ekki um neitt. Allir höfðu skoðun og þessa daga sem ég var á Íslandi núna í janúar fannst mér eins og íslenskri þjóð fyndist sér ógnað á einhvern hátt. Það er eitthvað meira á bak við það en hvort fiskimaður verður fiskari. Fyrir mér er ekki fiskimaður orð sem mikið er notað, helst að ég muni eftir fiskimönnunum í Galíleuvatni sem urðu lærisveinar Jesú. Boðskapur Biblíunnar myndi ekki breytast neitt sérstaklega þó það yrði talað um fiskarana í Galíleu. Við fáum líka að fylgjast með þekktu fólki sem við viljum helst líta upp til. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á íþróttum og fylgist aldrei með íþróttamönnum. Ég þekki kannski frægustu leikara og tónlistarmenn og svo að sjálfsögðu kóngafólkið í Evrópu og þá kannski mest þau bresku. Eru þau hamingjusöm? Ja það er nú hægt að ætlast til þess að þau séu það með alla peningana sem þau geta notað í að líta sem best út. Við höfum einhvers konar gægjuþörf og fylgjumst með hvað þau borða og hvernig nefið á þeim snýr þegar myndir nást af þeim. T.d. sá ég fyrirsögn þar sem stóð að Harry hefði ekki fengið eins margar pylsur á morgnana og William. Harry litla var sagt að William þyrfti fleiri pylsur því hann yrði kóngur. Ég las að sjálfsögðu greinina því fyrirsögnin var svo athyglisverð. Ég las líka um Harry þegar hann var í fremstu línu í Afghanistan og drap 25 manns. Mér finnst harla ótrúlegt að breskur prins hafi verið í fremstu línu og náð að telja 25 manns sem hann skaut niður. Ég efast svo sem ekki um að hann kunni að telja. Ég veit að ef ég hefði skotið fjölda manns hefði ég verið afar óhamingjusöm og meira en út af nokkrum pylsum. Ég er ekki sérfræðingur í hamingju, en ég velti fyrir mér af hverju við erum svona upptekin af eigin hamingju og mögulegri óhamingju einhverra útvaldra. Það getur enginn upplifað hamingju sem ekki veit hvað óhamingja er. Ég vil gjarnan sjá myndir af prinsum og prinsessum sem líta vel út, í fallegum fötum með falleg börn sér við hlið. Ég hef hins vegar lítinn áhuga á tánum á þeim, en get ekki stillt mig um að fylgjast með erjum þeirra. Bræður hafa barist, og bræður munu berjast. Síðast þegar ég heimsótti dóttur mína og hennar fjölskyldu komu barnabörnin hlaupandi á móti mér og kölluðu AMMA. Þá fann ég innilega hamingjukennd. Höfundur er dósent í menntunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hamingjan er það sem allir sækjast eftir, en hvernig skilgreinum við hamingjuna? Ég hef aldeilis ekkert einhliða svar við því. Umræðan og auglýsingarnar á öllum fréttamiðlum snýst um að höndla hamingjuna með einum eða öðrum hætti. Kynlíf og peningar virðast vera stærsti þátturinn og til að kynlífið verði gott þurfum við að hafa fallegan líkama. Til þess að hafa fallegan líkama þurfum við að eyða miklum peningum og miklu meiri en flest okkar eiga. Við þurfum líka að hugsa um sálina eða andlegu hliðina og vera hamingjusöm. Skrifa um það á netmiðlum og sýna myndir af okkur með öllum vinunum og í félagslegum viðburðum og gjarnan að sýna myndir af tánum á Tene. Þá er best að hafa þær allar tíu með, og gjarnan fleiri tær til að enginn haldi að við séum alein og einmana. Sólin á Tenerife er kannski ókeypis fyrir þá sem búa þar, en ekki fyrir okkur hin sem borgum fyrir að koma þangað. Fjölmiðlar tröllríða lífi okkar í dag og þá ekki síst netmiðlar. Við fáum fréttir alls staðar úr heiminum á augabragði og náum ekki að melta þær. Umræðan snýst oft um eitthvað sem ekki skiptir máli og ég fór ekki varhluta af að verða vör við umræðuna um fiskarana. Fiskari, bakari, sæðari, ræðari, fræðari, kennari, agari og gagari. Stjórnmálamenn blönduðu sér í málið sem var ekki um neitt. Allir höfðu skoðun og þessa daga sem ég var á Íslandi núna í janúar fannst mér eins og íslenskri þjóð fyndist sér ógnað á einhvern hátt. Það er eitthvað meira á bak við það en hvort fiskimaður verður fiskari. Fyrir mér er ekki fiskimaður orð sem mikið er notað, helst að ég muni eftir fiskimönnunum í Galíleuvatni sem urðu lærisveinar Jesú. Boðskapur Biblíunnar myndi ekki breytast neitt sérstaklega þó það yrði talað um fiskarana í Galíleu. Við fáum líka að fylgjast með þekktu fólki sem við viljum helst líta upp til. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á íþróttum og fylgist aldrei með íþróttamönnum. Ég þekki kannski frægustu leikara og tónlistarmenn og svo að sjálfsögðu kóngafólkið í Evrópu og þá kannski mest þau bresku. Eru þau hamingjusöm? Ja það er nú hægt að ætlast til þess að þau séu það með alla peningana sem þau geta notað í að líta sem best út. Við höfum einhvers konar gægjuþörf og fylgjumst með hvað þau borða og hvernig nefið á þeim snýr þegar myndir nást af þeim. T.d. sá ég fyrirsögn þar sem stóð að Harry hefði ekki fengið eins margar pylsur á morgnana og William. Harry litla var sagt að William þyrfti fleiri pylsur því hann yrði kóngur. Ég las að sjálfsögðu greinina því fyrirsögnin var svo athyglisverð. Ég las líka um Harry þegar hann var í fremstu línu í Afghanistan og drap 25 manns. Mér finnst harla ótrúlegt að breskur prins hafi verið í fremstu línu og náð að telja 25 manns sem hann skaut niður. Ég efast svo sem ekki um að hann kunni að telja. Ég veit að ef ég hefði skotið fjölda manns hefði ég verið afar óhamingjusöm og meira en út af nokkrum pylsum. Ég er ekki sérfræðingur í hamingju, en ég velti fyrir mér af hverju við erum svona upptekin af eigin hamingju og mögulegri óhamingju einhverra útvaldra. Það getur enginn upplifað hamingju sem ekki veit hvað óhamingja er. Ég vil gjarnan sjá myndir af prinsum og prinsessum sem líta vel út, í fallegum fötum með falleg börn sér við hlið. Ég hef hins vegar lítinn áhuga á tánum á þeim, en get ekki stillt mig um að fylgjast með erjum þeirra. Bræður hafa barist, og bræður munu berjast. Síðast þegar ég heimsótti dóttur mína og hennar fjölskyldu komu barnabörnin hlaupandi á móti mér og kölluðu AMMA. Þá fann ég innilega hamingjukennd. Höfundur er dósent í menntunarfræðum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun