Skora á íslensk stjórnvöld að banna strax einangrun á börnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:05 Fangaklefi á Litla-Hrauni. Vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld fremja mannréttindabrot með óhóflegri beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi, samkvæmt svartri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri samtakanna á Íslandi segir ítrekuð einangrunarvist barna sérstaklega sláandi og skorar á stjórnvöld að banna hana tafarlaust. Skýrsla Amnesty International er áfellisdómur yfir íslensku dómskerfi, að mati samtakanna. Í henni kemur fram að árið 2021 hafi sex af hverjum tíu gæsluvarðhaldsföngum sætt einangrunarvist á Íslandi. Frá 2012 til 2021 hafi 99 sætt langvarandi einangrunarvist, þ.e. lengur en í 15 daga, og dæmi séu um að grunaðir hafi sætt einangrun í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mánuði, sem samtökin telja skýrt mannréttindabrot. Dómarar hafi í 99 prósent tilvika fallist á einangrunarvist í gæsluvarðhaldi á árunum 2016-2018, iðulega á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Amnesty international er alfarið á móti því að beita slíku úrræði í þágu rannsóknar þar sem hægt er að beita vægari úrræðum. Til dæmis með því að takmarka símanotkun, takmarka heimsóknir, aðskilja fanga,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Grafalvarleg einangrun barna Samtökin skora á íslensk stjórnvöld að breyta lögum og framkvæmd á beitingu einangrunarvistar, sérstaklega þegar kemur að börnum. „Það er grafalvarlegt mál. Á tíu ára tímabili hafa tíu börn sætt einangrunarvist í gæsluvarðhaldi. Einangrunarvist er gríðarlega íþyngjandi úrræði. Þannig að við skorum á íslensk stjórnvöld að breyta þarna tafarlaust og banna alfarið einangrunarvist á börn, sem og fólk í viðkvæmri stöðu,“ segir Anna. Lítið þið á þetta sem pyntingar, mannréttindabrot? „Þetta er skýrt brot á samningi sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum og annarri illri meðferð, þannig að já. Þetta er mannréttindabrot.“ Af hverju er þetta svona hér? Af hverju hefur skapast þessi hefð? „Það er kannski erfitt að leggja mat á það en það er einhvern veginn hvernig kerfið hefur byggst upp, einhver viðtekin venja. Og þetta því miður er þá orðin einhvers konar meginregla,“ segir Anna. Fangelsismál Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Skýrsla Amnesty International er áfellisdómur yfir íslensku dómskerfi, að mati samtakanna. Í henni kemur fram að árið 2021 hafi sex af hverjum tíu gæsluvarðhaldsföngum sætt einangrunarvist á Íslandi. Frá 2012 til 2021 hafi 99 sætt langvarandi einangrunarvist, þ.e. lengur en í 15 daga, og dæmi séu um að grunaðir hafi sætt einangrun í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mánuði, sem samtökin telja skýrt mannréttindabrot. Dómarar hafi í 99 prósent tilvika fallist á einangrunarvist í gæsluvarðhaldi á árunum 2016-2018, iðulega á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Amnesty international er alfarið á móti því að beita slíku úrræði í þágu rannsóknar þar sem hægt er að beita vægari úrræðum. Til dæmis með því að takmarka símanotkun, takmarka heimsóknir, aðskilja fanga,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Grafalvarleg einangrun barna Samtökin skora á íslensk stjórnvöld að breyta lögum og framkvæmd á beitingu einangrunarvistar, sérstaklega þegar kemur að börnum. „Það er grafalvarlegt mál. Á tíu ára tímabili hafa tíu börn sætt einangrunarvist í gæsluvarðhaldi. Einangrunarvist er gríðarlega íþyngjandi úrræði. Þannig að við skorum á íslensk stjórnvöld að breyta þarna tafarlaust og banna alfarið einangrunarvist á börn, sem og fólk í viðkvæmri stöðu,“ segir Anna. Lítið þið á þetta sem pyntingar, mannréttindabrot? „Þetta er skýrt brot á samningi sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum og annarri illri meðferð, þannig að já. Þetta er mannréttindabrot.“ Af hverju er þetta svona hér? Af hverju hefur skapast þessi hefð? „Það er kannski erfitt að leggja mat á það en það er einhvern veginn hvernig kerfið hefur byggst upp, einhver viðtekin venja. Og þetta því miður er þá orðin einhvers konar meginregla,“ segir Anna.
Fangelsismál Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira